Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 11

Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 11
Kathleen Norris 43 á milli. Hún sagði, að hann mundi vita um þetta, og ég yrði að finna hann“. „Hver er hann og hvar?“ spurði Kent blátt áfram. „Hún talaði um þetta sem Ieyndarmál“, svaraði Juanita efablandin. „Finnst yður ég ætti að segja yður frá þv?“ „Nú, ég efast um, að þér finnið hann án þess að segja einhverjum nafn hans“, sagði Kent skynsamlega. „Vitið þér, hvar hann er?“ „Ég veit ekkert um hann nema nafnið, og þar eð hann Var vinur senorunnar, er hann sennilega nokkuð roskinn“, viðurkenndi Juanita. „Ég hef verið að blaða í bókum gömlu trúboðakirkjunnar, en ekki orðið neins vísari. En Lola og Lolita eru vissar um það— og eru þær þó ekki vissar um margt — að ég hafi verið flutt frá San Francisco sem ungabarn. Svo þér sjáið — Hún benti með tvíræðu brosi á stóran stafla af dagblöð- um, sem lágu á gólfinu. „Ég er að svipast um eftir stöðu“, sagði hún. „Ég hef sent umsóknir um nokkrar af þessum stöðum, en veit þó varla, hvort þær eru við mitt hæfi. Mér virðist, að ef ég fer til San Francisoc, þá geti ég byrjað leitina þar. Ekki Svo að skilja, að ég vænti mikils af þessum manni. Ég reyni að telja mér trú um, að hann sé gamall fjölskyldu- vinur, og konan hans mundi ef til vill bjóða mér að borða tvisvar á ári. En hann veit eitthvað, og mamma vildi, að ég fyndi hann“. „Þér heitið þó Juanita Espinosa, geri ég ráð fyrir?“ spurði Kent í von um að fá einhvern botn í þessa flækju.

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.