Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 22

Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 22
safnast oft á olnbogana. Gott er að gera sér að reglu að smyrja jafnan kreminu, sem afgangs verður, þegar það er borið á andlitið, á olnbogana og nudda þá vandlega. — Lxkþorn eru mjög algengur sjúkdómur á fótum. Þeim valda oftast þröngir skór. Auð- veldast er því, að ganga jafnan á þægi- legum skóm til þess að forðast þau. En algeng „lækning“ við líkþornum er að bleyta þau upp í vatni og skera þau síðan af með rakvélarblaði. Annars er lang einfaldast að fara til læknis eða á fótsnyrtistofu (pedicure) og láta nema líkþorn fyrir fullt og allt. Yfirleitt er jafnan ráðlegast að leita læknis, ef einhvers húðsjúkdóms vérður vart. Vai'asamt er að kreista bólur eða „fílapensla" á andlitinu, því að liætt er við, að ekki sé nógu hreinlega farið með gröftinn, sein úr þeim kemur. Bólur á hörundi stafa oftast- frá slæmri meltingu og geta læknar einir gefið ráð við slíku. Húðin á andlitinu er oftast mjög Framh. á bls. 14. Sú var tíðin, að rauði liturinn þótti ljótastur allra hárlita! En nú er öld- in önnur. Rautt og þó einkum rauð- brúnt hár er nú hámark tízkunnar, enda fylgir því oft falleg húð og sér- kennilegur augnalitur. En vanda- samt er íyrir rauðhærða stxilku að klæða sig og mála, svo að vel fari. — Þær mega t. d. alls ekki nota svart- an augabrúna- og augnháralit, heldur hrúnleitan, örlítið dekkri en hárið sjálft. Freknur fylgja oft rauðu liári, en þýðingarlaust er að reyna að kaf- færa þær með ljósu púðri, heldur vei'ður að gæta þess að velja litinn á púðrinu í samræmi við lit húðarinn- ar sjálfrar, þó aðeins clekkri. Rauð- hærðum stúlkum fer heldur ekki vel að mála varirnar og kinnarnar eld- í'auðar. Þær eiga að nota fjólurauðan lit, ef þær mála sig á annað borð. • — Gi'ænt, gult, gulhrúnt, ljósblátt og fjólublátt eru litir rauðhærðu stúlknanna. Hvítt getur einnig farið þeim vel, ef þær hafa fallega húð. Rautt, dökkblátt, og rauðbrúnt ættu þær að foi'ðast. Hirðing húðarinnar er ekki ein- göngu fólgin í því að moka kremi á andlitið á sér kvölds og morgna. Líkaminn er nefnilega allur þakinn húð, sem þarfnast nákvæmlegrar og góðrar hirðingar. Allir, sem því geta við komið, ættu að taka sér bað einu sinni á dag, og þvo sér þá vandlega úr vatni og sápu. Einkum er þetta nauðsynlegt þeim, sem svitna mikið. Gott er að láta dálítið edik í haðvatn- ið til þess að eyða svitalyktinni, bað- salt er einnig ágætt. Þegar baðinu er lokið er gott að nudda talkúmi um allan líkamann, þó einkum á fæturna. Helzt ættu menn að hafa nærfata- skipti að loknu hverju baði. — „Gæsahúð“ og blámi á handleggjum og fótleggjum fara ekki vel við erma- stutta kjóla eða rálfsokka. Skortur á A-fjöri veldur jressu oft. Reynið því að borða sem mest af feiti, ost og mjólk, einnig gulrófum. Þá er og gott að örva blóðrásina með því að bursta handleggi og fótleggi með grófum bursta í hverju baði. — Hart skinn Hvaða litir fara rauðhœrðum bezt? Falleg og heilbrigð 12 FEMINA

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.