Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 16

Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 16
48 Juanita „Ég skil. Mig tekur þetta sárt“, sagði Kent auðmjúkur. „Ég svaf í heyinu og fór svo snemma af stað, að ég von- aði, þangað til nú að enginn hefði tekið eftir mér“. „Eg sá yður fara, á mótorhjóli“, sagði Juanita og tók eftir því, að hann varð alvarlega undrandi á svip. „Þá hafið þér séð —byrjaði hann. „Konuna með slæðuna? Já, en þér“ „Bílinn sá ég vitanlega. En sáuð þér ekki framan í hana?“ spurði Kent eftir andartaks þögn. „Nei“, viðurkenndi Juanita. „Ég vaknaði við samtal hennar við mönnum. Eða öllu heldur skröltið í bílnum. En ég sá hana ekki nema snöggvast og aldrei framan í hana. Þetta var rétt í dögun, og mér hafði liðið illa um nóttina. Ég hafði séð yður um kvöldið”, bætti hún við ásakandi. „Jæja“, sagði Kent eftir stutta þögn, „ég get ekki sagt annað, en að mér þykir fyrir þessu. Ég mundi ekki — það vitið þér — vilja gera yður hrædda, hvað sem í boði væri“. „Mamma mundi hafa orðið hrædd,“ sagði Juanita. Svo gengu þau áfram þegjandi um stundi. „Hve langt fylgduð þér eftir konunni?“ spurði hún svo. „Ég stanzaði á veitingastað við þjóðveginn til að borða og sá bílinn ekki eftir það. En hvað sagði móðir yðar — hvaða skýringu gaf hún?“ spurði hann sem von var. „Ekki neitt!“ svaraði Juanita brosandi. „Ég hugsa, að þetta hafi verið gömul vinkona, ef til vill í vandræðum. Mamma sagði mér aldrei sumt, hvernig ég væri hingað komin, hver hefði látið hana hafa mig, hverjir foreldrar minir væru og hvað ég héti. Ég veit ekkert um þetta“. Framhald með næsta blaði.

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.