Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 15

Femina - 01.11.1946, Blaðsíða 15
Kathleen Norris 47 Þetta fannst henni svo lítilþæg bón, að hún varð undr- andi og særð, þegar han leit á hana hissa og efablandinn á svip. Hún hugsaði sem svo, að hann væri nógu frakkur að bjóða góð boð, en vilja svo ekkert á sig leggja til að koma þeim fram. „Það væri betra, að ég kæmi þar hvergi nærri“, sagði hann tómlega. „Gott og vel“, sagði hún stolt. Henni fannst hún hata hann, það var eins og hann teldi bón hennar óviðeigandi og frekjulega. „Segið bara, að þér hafið séð auglýsinguna í blaðinu, og þetta mun allt ganga ágætlega. Og setjið nú upp hatt- inn, ungfrú Juanita, og komið út að ganga!“ Hún óskaði sér að hafa þrek til að segja nei, en hún hafði ekki verið mikið úti undanfarið, og sólin skein inn um gluggann. Það var svalt úti, og loftið var tært og lygnt, þegar þau höfðu gengið spölkorn, mundi hún allt í einu eftir nokkru og sagði: „Hvers vegna sögðuð þér mér ekki um kvöldið, þegar stormurinn var, að þér hefðuð orðið tepptur á hjarðsetr- inu?“ Það varð þögn, og hún vissi alveg, hversu undrandi og skömmustulegur hann var með sjálfum sér, áður en hann svaraði. „Ég bið yður afsökunar; ég ætlaði ekki að hræða yður, og ég hafði ekki hugmynd um, að þér vissuð, að ég var hér“. „Það mundi aldrei hafa hrætt mig“, sagði hún rólega. „Við erum ekki hrædd við gesti hérna“.

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.