Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 16

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 16
16 ÁLVER VERÐUR EKKI ÞJÓDINNI TIL BJARGAR Um árabll hafa íslenskir ráðamenn verið upp- teknir af því að það eina sem bjargað gæti ís- lensku atvinnulífi væri bygging nýs álvers. Fullvíst er að þeim fjármunum sem áætlað er að eyða til slíkra framkvæmda af íslendinga hálfu værl betur varið til atvinnuuppbygging- ar á öðrum sviðum. Álver það, sem nú eru hugmyndlr um að byggt verði hér á landi, veitir að- eins rúmlega 600 manns at- vinnu þegar byggingarfram- kvæmdum er lokið. Slík uppbygging er því engln lausn í atvinnumálum eins og haldið hefur verið fram. Gert er ráð fyrir að álver muni kosta um 50 milljarða króna og virkjanir, því tengdar, næstum annað elns. Þama er því gert ráð fyrir óhemju fjárfestingu fyr- ir hvert starf. HAGVAXTARSÓKN EFTIR VINDI Víst má telja að bygging 200 þúsund tonna álvers hér á landi, með öllu sem því fylgir, muni hafa vemleg áhrif á þjóðarhag, þótt ekki séu allir sammála um hvort þau áhrif yrðu til góðs eða ills. Reiknimeistarar ríkisstjómarinnar hafa komist að því að álver muni auka hagvöxt um 1% á ári á mælikvarða landsframleiðslu næstu árin. Ýmislegt er vert að athuga í þeim útreikningum. Reiknimeistararnir taka með í dæmið vexti og arðgreiðslur sem fara til út- lendinga og munu ekki skilja neitt eftir sig hér á landi. Þetta er auðvitað óeðli- legt. Að þessu tvennu frádregnu mælist hagvöxtur vemlega minni. Ekki hefur heldur verið gerð nein tilraun til að meta hvaða áhrif það hefði ef hliðstæð fjárfesting yrði í íslenskri atvinnu- starfsemi. Þá er ekki tekið tillit til fé- lagslegrar röskunar og umhverfisáhrifa við útreikninga á slíkum þjóðhags- stærðum. Aukning á hagvexti eíns og hann er nú reiknaður er því slæmur mælikvarði á hag fólks og velferð þegar til lengri tíma er litið. Þær miklu fjárfestingar sem gert er ráð fyrir vegna álvers munu hafa í för með sér röskun og verðbólgu ef ekkert verður að gert. Til að draga úr þenslu hefur verið talað um að minnka fram- kvæmdir hins opinbera á öðrum svið- um. Virðist þá helst litið til vegagerðar og annarra byggingaframkvæmda. Ef álver verður byggt á SV-landi virðist eiga að draga saman framkvæmdir víða um land, sem mun þýða að enn fleiri munu flytja frá landsbyggðinni til suð- vesturhornsins. RAFORKUVERÐ Gert er ráð fyrir að selja um 3 þúsund gígavattstundir af raforku til 200 þús. tonna álvers. í lögum um Landsvirkjun segir að orkusölusamningar við iðjuver til langs tíma megi ekki valda hærra orkuverðl til almenningsveita en ella hefði orðið. Seint verður hægt að sýna fram á að hægt sé að standa við þetta ákvæði. Af þeim upplýsingum sem fengist hafa virðist sem Landsvirkjun sé tilbú- in að selja álveri raforkuna undir kostnaðarverði. Það er einnig skoðun sumra stjórnarmanna í Landsvirkjun að nánast megi gefa orkuna frá Blöndu, aðeins ef útlendingar vilja koma hingað með álver. Þetta er einkennileg niður- staða einkum þegar haft er í huga að þegar á næsta ári verður þörf fyrir ork- una frá Blönduvirkjun í raforkukerfinu og virkjunin verður fullnýtt á fáum ár- um. Farsælla væri því fyrir íslendinga að nota þessa orku fyrir innanlands- markað fremur en að færa hana útlend- ingum á silfurfati. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að orkuverð tengist álverði. Því fylg- ir veruleg áhætta. A undanförnum ár- um hefur verð á áli sveiflast mjög. Ef sveiflur verða álíka og verið hefur munu tekjur af orkusölu verða mjög breytilegar og miklar líkur á að tap verði þegar á heildina er litið. Eftir byggingu 200 þús. tonna álvers yrði rúmlega 60% af orkusölu Landsvirkjun- ar tengt álverði, og með það í huga er ljóst að verið er að taka mikla áhættu. SKATTAR Fullyrt hefur verið að verulegar fjár- hæðir muni koma í ríkissjóð frá álveri, í formi skatta. Það er með þetta eins og aðra útreikninga, forsendurnar skipta miklu máli. Reiknimeistararnir eru bjartsýnir og gera ráð fyrir hámarksverði á áli og lækkandi vöxtum. Ekki er gert ráð fyrir að álverið greiði neina tekjuskatta fyrr en 9 árum eftir að það tekur til starfa. Því eru fullyrðingar um miklar skatta- tekjur ýktar eins og annað varðandi hagnaðarvon af álverinu. Margháttaður kostnaður s.s. eins og af samningaviðræðum, byggingu og viðhaldi vega, tjóni af völdum mengun- ar og fleira er ekki inni í dæminu. Kostnaður íslendinga af álverinu er því langtum meiri en látið er í veðri vaka. EFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR Alvarlegasti þátturinn í þessu máli er þó undanhald stjómvalda að því er varðar mengunarvamir. Sífellt berast fréttir af því að umhverfisráðherra sé að semja við erlendu álfurstana um það hve mikil mengun megi koma frá álver- inu. Það er með öllu óskiljanleg hvers vegna umhverfisráðuneytið er að semja um slíka hluti. íslendingar eiga að setja fram kröfur um mengunar- vamir sem samræmast þeirri ímynd sem við viljum gefa landinu sem hreinu og óspilltu, og síðan verða þeir sem hér starfa, erlendir sem innlendir, að haga sér í samræmi við það. Þeir sem reisa hér verksmiðjur án þess að fullkomnustu mengunarvarna sé gætt fá í raun að nýta náttúruauð- lindir án endurgjalds. Það þarf enginn að efast um það lengur að fullyrð- ingar iðnaðarráðherra um að álverssamningar væm í höfn, vom blekking ein. Það er hins vegar umhugs- unarefni að Landsvirkjun, verktakar og aðrir sem sáu fram á vinnu við virkjanir og álver, litu þannig á að búið væri að taka ákvörðun um byggingu álversins. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að Alþingi hafi aldrei tekið afstöðu til málsins. Svo virðist sem þeim þyki eðlilegt að einstakir ráð- herrar taki sér vald til að ákveða upp á eigin spýtur fjárfestingar eins og álver og noti síðan Alþingi eins og stimpil- stofnun. Þannig virðist komið fyrir lýð- ræðinu. En eftir höfðinu dansa limimir. Það er öðmm fremur iðnaðarráðherra sem hefur vaðið á undan af fýrirhyggjuleysi með lofgjörð um „hinn hvíta málm“ og hinir fylgt á eftir. RÖNG STEFNA í öllum stjómmálaflokkum, nema Kvennalistanum, virðist sú stefna vera ríkjandi að álver verði þjóðinni til bjarg- ar. Þetta er varhugavert fyrir ísland. Ál- ver leysir ekki þörfina fyrir fleiri störf og meiri fjölbreytni í atvinnulífi. Full- vinnsla sjávarafla og annar iðnaður og þjónusta sem hentar okkar fámenna og viðkvæma landi, em vænlegri kostir en þau stóriðjuáform sem nú er einblínt á. Stóriðja á borð við álver mun skaða uppbyggingu annarra atvinnugreina s.s. ferðaþjónustu. Það er sama hve margir verða til þess kallaðir að þeysa um heiminn til að sannfæra fólk um að hér sé að finna frið og ró og óspillta og ómengaða náttúm. Staðreyndin sem við þeim blasir við komuna til landsins verður allt önnur ef ekki á sér stað stefnubreyting hið bráðasta. KRISTÍN EINARSDÓTTIR Höfundur er lífeðlisfræðingur og þingkona Kvennalistans. Hún skipar annað sætið á framboðslistanum í Reykjavík. UM HVAÐ ÞARF AÐ KJÓSA í VOR? Spurt á Eiðistorgi Hildur Eir Jónsdóttir, menntaskólanemi: JUla vega ekki utanríkismál, Lit- háen eða Persaflóastríðið. Það á að kjósa um það sem stendur okkur næst, um efnahagsmál og félagsmál.“ Ríkey Guðmundsdóttir, matselja: „Þarf ekki bara að kjósa um rétt- læti! Og málefnalegri stjórnmál. Við emm alltaf að kjósa um menn, ekki málefni. Og það er allt of lítill munur á flokkunum. Nú, svo em launamálin í algjör- um ólestri. Einnig vildi ég gjam- an nefna byggðamálin, þau em líka í ólestri. Fólk streymir suður vegna þess að þar er þjónustan, peningarnir og atvinnan. Þessari þróun verður að snúa við.“ Sigríður Hafstað, bóndi og hreppstjóri: „Evrópumálin - og það mætti gjaman fræða okkur dálítið um þau mál fyrst. Og svo byggðamál- in, þau em okkur sem búum úti á landi mikið áhyggjuefni. Besta fólkið fer suður, þau sem búin em að mennta sig, því þar em möguleikarnir, störfin og þjón- ustan. Og það er orðið erfiðara að taka á vandanum vegna þess að nú til dags er ekkí nóg að karlinn fái vinnu úti á landi, konan þarf atvinnu líka og því þurfa atvinnumöguleikamir að vera ennþá f)ölbreyttari.“ Ragnheiður Gunnarsdóttir, hjúkmnarfræðingur: „Kjaramálin. Það hefur orðið svo mikil kaupmáttarskerðing und- anfarin ár, að launin hrökkva alls ekki fyrir því sem maður vill veita sér. Það hlýtur að skipta meginmáli að rétta við það ástand.“

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.