Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 18

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 18
KYNNING Á FRAMBJÓÐENDUM I komandi kosningum verða 126 konur í framboði fyrir Kvennalistann í kjördæmum landsins. Til að æra ekki óstöðuga blaða- lesendur er látið duga að kynna aðeins 14 þeirra í þessu blaði. Valin var sú leið að kynna fjórar efstu konurnar í Reykjavík en þar á Kvennalistinn nú þrjár þingkonur, tvær efstu konurnar á Reykjanesi, Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi eystra en í hverju þessara kjördæma situr ein kona á þingi fyrir Kvennalistann. I Norðurlandskjördæmi vestra, á Suðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum er engin kona nú á þingi fyrir Kvennalistann. Á þessu þarf að verða breyting í komandi kosningum og við kynnum hér efstu konur á Kvennalistum þessara kjördæma. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir alla frambjóðendur: 1 Hvað hefur þú verið að fást við undanfarin ár? Z Hvers vegna ert þú í framboði fyrir Kvennalistann? 3 Á hvaða mál vilt þú leggja áherslu í komandi kosningum og á næsta kjörtímabili? REYKJAVIK 1. SÆTI: INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, blaðakona. Börn: Sveinbjörn 8 ára og Hrafnkell 5 ára. 1 Frá því ég kom heim frá námi í sagnfræði árið 1981 hef ég notað tíma minn í kvennapólitík, • borgarmál og barnauppeldl. Ég var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-'88, ritstýrði kvennablað- inu VERU 1988-'90 og hef síðan verið í ýmiss konar lausamennsku. 2 Hvar annars staðar ætti ég að vera? Ég tók þátt í að stofna framboðshreyfingu kvenna 1981- '82 til þess að við konur ættum góðra kosta völ í stjómmálum. Ég vil sjá breytingar á samfé- laginu og ég trúi að þegar konur leggja saman búi þær yfir þeim hugmyndum og afli sem til þarf. 3 Öll mál sem geta stuðlað að auknu sjálfstæði og valfrelsl kvenna og bætt aðbúnað barna. Aukinn jöfnuður stendur líka hjarta mínu nærri en mér finnst bilið vera að breikka milli þeirra, sem þurfa að lifa á þeim launum sem taxtar kveða á um, og hinna, sem verðleggja sig sjálfir. Þá vil ég valddreifingu í stað þess valdboðs sem ríkir og drepur allt í dróma. 2. SÆTI: KRISTÍN EENARSDÓTTIR, þingkona. Börn: 2 synir. 1 Undanfartn fjögur ár hef ég verið þingkona Kvennallstans en áður var ég vlð rannsóknir og kennslu í lífeðlisfræði vlð Háskóla íslands. 2 Allt frá því að Kvennaframboðlð kom fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 hef ég ver- ið sannfærð um að sú leið í kvennabaráttunni var rétt sem við völdum. Ég tel það mikil for- réttindi að fá að vera fulltrúl Kvennalistans á Alþingi. 3 Mjög mikið vantar á að kvennasjónarmiða gæti í fjölmörgum málaflokkum sem fjallað er um á Alþingi. Ég lendi strax í vandræðum með að velja úr einstök mál en get nefnt launamál, at- vinnumál, umhverfismál, mennta- og menningarmál, sem dæmi um málaflokka þar sem erf- itt hefur verið að koma að nýjum sjónarmiðum og nýrri sýn. Þess vegna tel ég að leggja þurfi sérstaka áherslu á þá málaflokka. 3. SÆTI: KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, sagnfræðingur og kennari. 1 Undanfarna sex vetur hef ég kennt sögu við Kvermaskólann í Reykjavík en á sumrin hef ég fengist við lestur og kvennarannsóknir, auk starfs fyrir Kvennalistann. 2 Af því ég vil beita mér innan Kvennalistans í baráttunni fyrir kvenfrelsi og betra þjóðfélagi. Ég tel að með pólitískri baráttu og að þoka málum áfram á Alþingi megi stíga skref í kven- frelsisátt, þó það sé auðvitað ekki nóg. Kvennabaráttan þarf að fara fram alltaf og alls staðar. 3 Ég vil leggja áherslu á baráttu fyrir auknu lýðræði í þjóðfélaginu. f því felst aukið frelsi kvenna og aukin áhrif þeirra á þjóðfélagið. Ég hef verulegar áhyggjur af framtíðinni, ekki síst hvað varðar konur. Það er fátt um tillögur í atvinnumálum sem öðrum málum, enda hafa stjórnvöld algjörlega brugðist hvað varðar þróun og nýsköpun. Loks vil ég nefna stöðu fjöl- skyldunnar, náttúruvernd og baráttu fyrir friði í heiminum. 4. SÆTI: GUÐRÚN J. HALLDÓRSDÓTTIR, alþingiskona og forstöðukona Námsflokka Reykja- víkur. 1 Síðastliðin 19 ár hef ég veitt Námsflokkum Reykjavíkur forstöðu jafnframt því sem ég hef kennt dálítið dönsku o.fl. í vetur hef ég stundað þingstörf fyrir Kvennalístann. 2 Vegna þess að helstu stefnumál hans eru mér að skapi, jamrétti kynja, virðing fyrir lífinu, verndun umhverfis, varðveisla óspilltra náttúrugæða og skynsamleg nýting þeirra, jafn rétt- ur allra til að þroskast og njóta þess að takast á við viðfangsefni tilverunnar. 3 Varðveislu landsins, bæði gagnvart mengun og gagnvart ásælni utanaðkomandi hagsmuna- aðila, verndun mannlegs samfélags á fslandi og forvarnarstarf í því sambandi, fræðslumál ungra og fullorðinna. REYKJANES 1. SÆTI: ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON, þingkona. Börn: Jóhanna Aradóttir 13 ára og Ólafur Arason 12 ára. 1 Hið ómögulega, eins og flestar aðrar konur. Að vera útivinnandi móðir í námi og vera í kvennabaráttunni í leiðinni. Ég fór úr blaðamennsku á þing haustið 1989 og sinni helmili og myndlistarnámi eftir getu. Lauk cand.mag. prófi í sagnfræði 1985. 2 Vegna þess að mig langar að sjá heiminn breytast, konum og börnum, og þar með auðvitað öllum, í hag. Ég er tilbúin til að eyða í það öllum mínum vinnukröftum og vonast til að þeir nýtist áfram í því hlutverki sem ég er nú í, á þingi. 3 Launamál kvenna, friðarmál, fjölskyldumál og baráttuna gegn ofbeldi í öllum myndum. 2. SÆTI: KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, framkvæmdastjóri. Börn: Sæunn og Iðunn Ólafsdætur. 1 Ég hef verlð í námi við Háskóla íslands og lauk nýverið B.A. prófi þaðan í stjórnmála- og við- skiptafræðum. Með námi hef ég stundað ýmis störf. Verið sölustjóri einingahúsa og síðan deildarstjórl hjá verðbréfafyrirækinu Kaupþingi en þar lét ég af störfum þegar ég tók sæti í bankaráði Landsbankans fyrir Kvennalistann. 2 Sennilega er það glettni Örlaganna ásamt trausti kvennalistakvenna. Trúlega vegur þó þyngst einlægur áhugi á þjóðmálum og stöðu kvenna. f málefnum kvenna og barna eru svo stórkostleg verk óunnin að það er mikil hvatning til virkrar þátttöku. 3 Það er af mjög miklu að taka en ef nefna ætti fátt eitt þá eru það atvinnu- og efnahagsmál ásamt aðbúnaði barna og foreldra. Fólki er gert illkleift að sinna mikilvægustu þáttum lífsins og börnin virðast hafa gleymst. Þessu verður að breyta. 18 SUÐUR- LAND 1. SÆTI: DRÍFA KRISTJ- ÁNSDÓTTIR, forstöðu- maður Meðferðarheimil- isins Torfastöðum. Börn: Fannar 12 ára, Björt 8 ára og Eldur 5 ára, Ólafsböra. 1 í 12 ár hef ég, ásamt öðrum, rekið meðferð- arheimili fyrir ungl- ínga og aðstandendur þeirra. í tengslum við Meðferðarheimilið rek- um við búskap og það hefur veitt mér ómælda gleði að vinna við fram- leiðslu á eigin matvæl- um. Ég hef eignast þrjú yndisleg börn á síðastliðnum 12 árum og það hefur verið það dýrmætasta sem ég hef gert og veitt mér mesta gleði. 2 Ég hef alla tíð verið mjög pólitísk og haft ákveðnar skoðanir á ýmsum málum en aldrei getað fundið mér farveg með hinum hefðbundnu fiokkum. Því var Kvennalistinn mér kærkomin vídd sem ekki er innan hinna fiokkanna. Ég ætlaðist reyndar til að einhver önnur kona en ég stæði í eldlínunni en ég vildi ekki skorast undan ábyrgð þegar spjótin beindust að mér. 3 Það er svo margt sem þarf að laga. Það sem upp úr stendur er að staða konunnar er al- veg hörmuleg og fer versnandi. Launabilið breikkar stöðugt. Stöð- ugt fleiri konur fara í langskólanám en það er ekki lengur mæli- kvarði á þau laun sem greidd eru. Samvinna, virðing fyrir hver ann- arri og stuðningur kvenna innbyrðís er al- gjör grundvöllur þess að við getum rétt hag okkar í þessu samfé- lagi. xV

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.