Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Blaðsíða 2
PILSAÞYTUR
Afmælisblað Kvennalistans, 1. tbl. 1. árg. mars 1991
Kvennalistinn á afmæli. Þann 13. mars varð
hann 8 ára. Það er ekki hár aldur en fram-
boðshreyfing kvenna er enn eldri. Forsaga
hennar nær aftur á annan áratug þessarar
aldar. Sú saga var þó flestum ókunn þar til hreyfingin gekk
í endurnýjun lífdaga með kvennaframboðunum í Reykjavík
og á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 1982. Ári síðar
var Kvennalistinn stofnaður sem þjóðmálahreyfing kvenna.
Þrisvar sinnum hafa kvennalistar verið í boði í sveitar-
stjórnarkosningum og Kvennalistinn býður nú fram til Al-
þingis þriðja sinni. í hvert eitt sinn hafa forystumenn
flokkanna og fylgisveinar þeirra gripið til nýrra ráða í til-
raunum sínum til að kveða Kvennallstann niður. Fyrst var
það fordæming, svo hæðni, þá bónorð og nú er efst á blaði
að gera Kvennalistann ósýnilegan. Allt eru þetta gamal-
kunnar og margþvældar aðferðir sem vonsviknir karlar
grípa gjaman til í samskiptum sínum við konur. Konur
hafa aldalanga reynslu í því að láta sér þær í léttu rúmi
•‘ggja-
Frá því kvennalistar komu fram á sjónarsviðið hafa þeir
haft víðtæk áhrif á fjölmörgum sviðum. Kvennasjónarmlða
gætir ólíkt meir en áður í allrt stjórnmálaumræðu og kon-
um hefur fjölgað verulega í sveitarstjórnum og á Alþingi.
Framboðslistar flokkanna í komandi þingkosningum
benda hins vegar til þess að þeim þyki nú nóg að gert. Við
því er eitt öruggt svar og það er að kjósa Kvennalistann. Þar
með er tryggt að konum með kvennapólitísk sjónarmið
fjölgar á Alþingi.
Segja má að Kvennalistinn standi nú á iímamótum. Að
baki er sá mótunartími þar sem trausiur grunnur var lagð-
ur að samstöðu kvenna um þá menningu og reynslu sem
þær eiga sameiginlega. Nú hljótum við að byggja ofan á
þennan grunn og leggja áherslu á að konur eru mismun-
andi £em cinstaklingar og aðstæður þelrra margbreytilegar.
Áherslan á hið sameiginlega og hið sérstæða á að fara hönd
í hönd í starfi og stefnu Kvennalistans.
Þótt ýmislegt hafi áunnist eigum við mikið starf óunnið.
Á undanförnum árum hafa laun kvenna dregist jafnt og
þétt aftur úr launum karla og var þó ekki úr háum söðli að
detta. „Tímamótasamningar" verkalýðshreyfingarinnar,
1986 og 1990, hafa sannað með áþreifanlegum hætti að það
launakerfi sem heldur konum niðri lifir öruggara og sjálf-
stæðara lífi en konur sjálfar. Dagvistun bama er enn í
ólestri og tvö mtsmunandi ráðherrafrumvörp sem nú liggja
fyrir Alþingi breyta þar engu um. Dagvistarheimili verða
ekki byggð fyrir frumvarpspappíra heldur peninga. Skipu-
lag grunnskólans tekur mið af samfélagi gærdagsins þegar
mamma var heima og (umönnun aldraðra sjúklinga er enn
gert út á góðan vílja og skyldurækni dætra og tengdadætra.
Enn sem fyrr eru það vel stæðir karlar á besta fram-
kvæmdaaldri sem ráða för í samfélagi okkar og þeir þurfa
ekki að axla þá ábyrgð sem fylgir umönnun barna og aldr-
aðra.
öllu þessu þarf að breyta. Kvennalistinn hefur sett sér
slíki markmið með slarfl sínu á Alþingi. En hann gerir
það ekki einn og óstuddur. Ef kjósendur
vilja leggja sitt af mörkum þá verða þeir að
taka ábyrga afstöðu í kjörklefanum. Þá
kjósa þeir Kvennalistann.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
HVERS VEGNA PILSAÞYTUR?
Hópur fugla kemur með vængjaþyt. Hópur kvenna með
pilsaþyt. Við viljum að okkur fylgi lágur dynur sem lætur vel
í eyrum og eftir er tekið. f kosningunum í vor berst pilsa-
þytur úr öllum kjördæmum landsins, hann fylgir þeim 126
konum sem eru í framboði fyrir Kvennalistann. Að kosn-
ingum loknum ætlum við með pilsaþyt á þing.
Þessi PILSAÞYTUR er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti. Á
Vestfjörðum hafa kvennalistakonur margsinnis gefið út
blað með sama nafni. Þær lögðu okkur til nafnið og nú
brelðir PILSAÞYTUR sig um land allt.
Útgefandi: Samtök um Kvennalista.
Ritstýra; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ábm).
Ritnefnd: Bryndís Guömundsdóttir. Reykjanesi.
Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjanesi.
Hulda K. Guðjónsdóttir, Vesturlandi.
Kristín A. Ámadóttir, Reykjavík.
Kristjana Sigmundsdóttir, Suðurlandi.
Sigrún Helgadóttir, Reykjavík.
Sigurrós Erllngsdóttir, Reykjavík.
Útlit: Harpa Björnsdóttir,
Forsíða: Ina Salóme Hallgn'msdóltlr.
Rut Hallgrímsdóttir.
Teikningar: Ásgerður Helgadóttir.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir.
Setning, umbrot og prentun: Prentsmiðjan ODDI HF
PILSAÞYTUR er geflnn út í 85.000 eintökum og drelft á öll heimlll í
landinu.
ATH! Þar sem höfundar efnls túlka beinlínis skoðanlr Kvennalist-
ans er þess getið sérstaklega neðanmáls. Aðrir höfundar og við-
mælendur blaðslns eru á sjálfs sín vegum.
Fyrir skömmu
sagði tólf ára göm-
ul stúlka sem var
að velta fyrir sér
lífinu og tilver-
unni: „Mér finnst það rosalega
óréttlátt að strákarnir í mín-
um bekk eigi eftir að fá hærri
laun en ég, bara af því að þeir
eru strákar!“ Margir myndu ef-
laust segja að svona einfalt sé
þetta ekki. Stelpur þurfi bara
að mennta sig vel og takast á
hendur ábyrgðarmeiri störf.
En nú er það staðreynd að á
undanförnum árum hafa kon-
ur flykkst í langskólanám.
Hefðbundin kvennastörf eins
og t.d hjúkrun og kennsla
krefst margra ára háskóla-
náms, en ekki hafa launin
hækkað. Teljast það ef til vill
ekki ábyrgðarmikil störf að
bera ábyrgð á lífi og heilsu
fólks á öllum aldri!?
En staðreyndirnar á vinnu-
markaðnum tala sínu máli og
eru síður en svo uppbyggileg-
ar. f öllum starfshópum eru
laun kvenna lægri en laun
karla. Það er því ekki auðvelt
að útskýra „lögmál“ vinnu-
markaðarins og stöðu kvenna
án þess að grafa undan sjálfs-
mynd og sjálfstrausti stúlkna
sem eru að reyna að finna sér
stað í tilverunni.
KYNSKIPTUR
VINNUMARKAÐUR
Atvinnuþátttaka kvenna hér
á landi hefur margfaldast á
undanfömum ámm. Yfir 80%
giftra kvenna vinna nú utan
heimilis á móti um 20% árið
1960. Vinnumarkaðurinn er
kynskiptur og konur eru fjöl-
mennastar í þjónustugreinum
og hjá hinu opinbera. Fjöl-
margar atvinnugreinar, þ.á.m.
undirstöðuatvinnugreinarnar,
standa og falla með vinnu
kvenna. Þjóðfélagið og at-
vinnulífið getur ekki án þeirra
framlags verið. En konur hafa
samt alla tíð borið minna úr
býtum en karlar.
í lífskjarakönnun sem gerð
var af Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands kemur fram
að konur hafa í dagvinnulaun
um 68% af dagvinnulaunum
karla og í heildarlaunum 64%
af heildarlaunum karla.
Vinnutími skýrir hluta af
þessu en engu að síður hafa
konur aðeins um 75% af því
sem karlar hafa í heildartekjur
á vinnustund.
Nú er svo komið að afskipti
stjórnvalda af kjarasamning-
um og dugleysi verkalýðsfor-
ystunnar hefur leitt til þess að
laun kvenna og kaupmáttur
hafa rýrnað verulega á undan-
förnum tveimur árum, um-
fram það sem orðið hefur hjá
körlum.
ÞJÓÐARSÁTT Á
KOSTNAÐ KVENNA
f febrúar 1990 skrifuðu full-
trúar ASÍ og VSÍ ásamt BSRB
og ríkinu undir þá kjarasamn-
inga sem kenndir hafa verið
við þjóðarsátt. Markmið þjóð-
arsáttarinnar var að stöðva
verðbólguna og kaupmáttar-
hrapið og því hefur verið hald-
ið fram að þetta hafi tekist vel.
Sú fullyrðing fær þó ekki stað-
ist hvað kaupmátt kvenna
varðar.
Á tíma þjóðarsáttarinnar
hefur launabilið á milli kynj-
anna aukist allverulega, eins
og staðfest er í nýjasta frétta-
bréfi Kjararannsóknarnefndar.
Það er því ekki að ástæðulausu
að haldið hefur verið fram að
þjóðarsáttin byggist á fórnum
launafólks, og ef marka má
nýjustu útreikninga Kjara-
rannsóknarnefndar á þróun
launa og kaupmáttar virðist
sem konur hafi öðrum fremur
greitt kostnaðinn af „þjóðar-
sáttinni“.
Ef tímakaup á 3. ársfjórð-
ungi 1990 er borið saman við
tímakaupið á sama tímabil
íyrra árs kemur í ljós að kaup-
máttarrýrnunin á einu ári er
6,2% hjá verkakonum en 3,7%
hjá verkakörlum. Kaupmáttar-
lýrnun hjá afgreiðslukonum er
6% en kaupmáttur eykst hjá
afgreiðslukörlum um 1,1%.
Meðal skrifstofukarla mælist í
þessum samanburði 1.5%
lækkun á greiddu tímakaupi á
milli ára, en 2.1% hækkun hjá
skrifstofukonum. Samkvæmt
því minnkar kaupmáttur karl-
anna um 12,8% og kvennanna
um 9,6%.
Kjararannsóknarnefnd út-
skýrir sérstaklega að mikil
hækkun launa afgreiðslukarla
og lækkun launa skrifstofu-
karla orsakist af sveiflum í úr-
taki. Kann því að vera að ekki
sé um fullkomlega marktækar
niðurstöður að ræða hvað þær
tölur varðar. Engar tilraunir
eru hins vegar gerðar til að
skýra rýrnandi kjör kvenna í
þessum stéttum, enda liggja
aðrar ástæður að baki en gallar
í úrtaki.
KONUR ÁN FRÍÐINDA
Konur fylla að stærstum
hluta þá hópa sem ekki njóta
sérstakra fríðinda umfram
kauptaxtana, s.s. óunninnar
yfirvinnu eða bílastyrkja.
Á árinu 1989 varð samdrátt-
ur í atvinnumálum. í kjölfarið
fylgdi kaupmáttarrýrnun. Slík
rýrnun er alltaf tilfinnanlegust
hjá láglaunafólki sem situr eft-
ir á taxtakaupi og hefur ekki
tök á að bæta sér upp tapið eft-
ir öðrum leiðum. Þeir sem ofar
sitja í pýramídanum, bæði ein-
staklingar og hópar með
sterka samningsstöðu, geta
náð fram leiðréttingu eftir
óbeinum leiðum. Þetta hefur
leitt til þess að bilið milli taxta-
vinnufólks og annarra eykst og
þar með bilið milli karla og
kvenna. Vegna þessa dróst
kaupmáttur kvenna aftur úr
kaupmætti karla á árinu 1989.
Þjóðarsáttin sem gerð var í
febrúar í fyrra fól í sér staðfest-
ingu á þessu ástandi. Þegar
hún var gerð var því haldið að
fólki að þó ekki fælist í henni
nein kaupmáttaraukning á ár-
inu 1990 þá myndi hún fara að
skila sér á seinni hluta samn-
ingstímabilsins, þ.e. á þessu
ári. Sú hefur þó ekki orðið
raunin og því miður hefur
verkalýðshreyfingin átt fá svör
við þeirri fullyrðingu formanns
Vinnuveitendasambandsins
að ekkert svigrúm verði til að
leiðrétta lægstu launin að
loknu yfirstandandi samnings-
tímabili í september n.k.
FIÍIÍFBT
NÁTTÚRULÖGMÁL
Skýringar af þessum toga
hefði tólf ára stúlkan, sem sagt
var frá í upphafi, ekki skilið
enda ekki í sjálfu sér um skýr-
ingu að ræða á lágum launum
og vanmati á kvennastörfum.
Þeirra er miklu fremur að leita
í menningarlegri og félagslegri
arfleifð. En svona er staðan í
dag. Kynbundið launamisrétti
viðgengst á vinnumarkaðnum
í skjóli verðmætamats sem
metur hefðbundin karlastörf
meira en hefðbundin kvenna-
störf.
Þetta launamisrétti er ekki
náttúrulögmál. Það er löngu
tímabært að endurmeta störf
kvenna þannig að ábyrgð og
gildi umönnunar-, uppeldis-
og þjónustustarfa verði metið
til jafns við ábyrgðar- og frum-
kvæðisþætti hefðbundinna
karlastarfa. Það er líka löngu
tímabært að hækka taxta-
kaupið, svo hægt sé að fram-
fleyta sér á umsömdum laun-
um og ekki sé þörf á dulbún-
um launagreiðslum. Og það er
löngu tímabært að konur neiti
að láta „klifra upp bök sín“ í
kjarabaráttunni.
Við ríkjandi ástand geta
konur ekki verið sáttar.
KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR
Höfundur er starfskona þing-
flokks Kvennalistans og skipar
32. sæti framboðslistans í Reykja-
vík í komandi kosningum.