Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Blaðsíða 5

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.12.1928, Blaðsíða 5
-5- brjef, Þar sem hún bað fjelagið um að senda sjer íslenskar bækur, er fjölluðu um hjúkr- un sjúkra og heilbrigðisástand á íslandi,á- samt mjmdiim af íslenskum spítölum, sjúkling- um og starfsfólki. Átti efni Þetta að fara á hjúkrunarsýninguna í Köln, er haldin var Þar siðastliðið sumar. Stjórnin safnaði Því efni um Þetta mál, er unt var á svo stuttum tíma, og eiga forstöðukonur spítalanna Þakk- ir skilið fyrir Það, hve vel Þær brugðust við og sendu stjórninni margskonar myndir frá Þeim spítölum er Þær starfa við. Peiðursfjelagar. Frú C.Bjarnhjeðinsson, fyrverandi formað- ur F. Í.H. , og frú Sigríður Eiríksdóttir, nú- verandi formaður, hafa verið kosnar sem heið- ursfjelagar í Svensk Sjuksköterskeförening aj 1910. Yfirhjúkrunarkona Laugarnesspitala,Harrie1 Kjær, var á 25 ára starfsafmæli sinu.á ís- landi, kosins sem heiðursfjelagi í Fjelagi islenskra hjúkrunarkvenna. 2 til TJHevold Hospital, Oslo. 1 - Frederiksberg - Kaupmannahöfn. 2 - Rikisspítalans - - - - - Fjelaginu hafa verið sendar á Þessu ári bækur fesr og timarit, er hjer greinir: Frá Sjuksköterskeföreningen i Finland: L'árobok för sjuksköterskor VI. , eftir Karin Neumann - Rahn, frá formanni Norsk Sykepleierskeförbund: systur Bergljot Larsson: Skolealderen,Utvik- lingsforhold, Sygdomslære og Hygiejne, eftir Dr. med. Carl Schiötz, Chef for Skolevæsenet i Norge. Tímarit siðasta árs frá Dansk Sygepleje- raad, Norsk Sykepleierskeförbund, Svensk Sjuksköterskeförening af 1910 og Sjuksk"ters- keföreningen i Finland. Einnig hefir fjelag- inu verið sent The I. C. N. Keypt hafa verið 8 hlutabrjef í h/f. Kvenna- heimilið. Fjelagið hefir nú 47 lærðum hjúkrunarkon- um á að skipa og 28 aukafjelagskonum. Sigriður Eiriksdóttir. Styrkir. Á Samvinnufundinum i sumar var íslandi, eins og hinum norrænu hjúkrunarfje]ögum veitt- ar sænskar krónur 400.oo til styrWar hjúkrun- arkonu, einni eða fleiri, til Þess að sækja framhaldsnámskeið i hjúkrun, sem á hverju hausti eru haldin i Danmörku, SviÞjóð, Noregi og Finnlandi. Styrkur Þessi verður veittur fyrir næsta haust af stjórn fjelagsins, og mun hann verða auglýstur i timaritinu með nægum fyrirvara. F.í, H. hefir nú sem fyr fengið 700. pp kr„ styrk frá AlÞingi, og hefir styrkur Þessi verið veittur hjúkrunarnemum til náms, til ferðalaga og sem sjúkrastyrkur. Eimskipafje- lag íslands hefir gefið fjeiaginu farseðla fyrir 2 hjúkrunarnema til Danmerkur,og Ber- genske Dampskibselskab hefir veitt tveim hjúkrunarnemum ivilnun á fargjaldi til Nor- egs, að upphapð 100. oo kr. Fjelagið hefir veitt 4 hjúkrunarnemum ferðastyrk og einum hjúkrunarnema sjúkrastyrk. Fyrir milligcngu F. Í.H. hafa 4 hjúkrunar- konur fengið stöður við erlenda spitala.Hafa stöður Þessar verið veittar fyrir ákveðinn tima, eins og hjer greinir: 1 hjúkrunark. til Belgiu, ráðningartimi 1 ár. 2 - Skotlands - 6 már, 1 - Daiimerkur - - 6 - Á Þessu stjórnarári hafa verið sendir hjúkrunarnemar til framhaldsnáms eins og hjer greinir: -----x----- LÆKNINGAR MEÐ LITUM. (Notkun lita við lækningar). Niðurl. Skulum við nú athuga stuttlega hinar ýmsu lækningaaðferðir, sem notaðar eru nú á dögum: 1. Hinn venjulegi læknir beinir athygli sinni aðallega að jarðneska likamanum. Hann notar meðul allskonar ("drugs"), rafmagn, :iudd og uppskurði. Honum heppnast stundum að lækna, en mistekst lika oft, venjulega af Þvi að hann ræöst á sjúkdómseinkennin, hina ytri hlið sjúkdómsins, en ekki á sjúkdóminn sjálf- an, Þ.e.a.s. á upptök hans eða innri veru- leika. ' 2. Dáleiðarinn ('the hypnotist") verkar á huga og geð mannsins, en tekur minna tillit. til jarðneska likamans. 3. Sálkönnuðurinn ("the physchoanalyst") ræðst á Það, sem nefnt er stundum"dagvitund" og "undirvitund" mannsins. Hánn fer samt sem áður oft villur vegar, vegna Þess að hann tekur ekki tillit til hins andlega eðlis manna. 4. Presturinn verkar á sál og anda manns- ins, en tekur minna tillit til hugans og hins jarðneska likama. 5. Hinn kristni eðlisvisindamaður ("'chris- tian scientist") beinir athygli sinni að sál

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.