Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 5

Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 5
— Arið 1983 voru karlar við verslunarstörf með 29% hærra dagvinnukaup en konur. Sigurbjör Aðalsteinsdóttir: Nokkrar hugleiðingar um kvenmannskaup Það þarf e.t.v. ekki að fjölyrða um þá staðreynd, að á íslandi er kynskiptur vinnumarkaður. Þær kannanir sem gerðar hafa verið hérlendis leiða það í Ijós svo ekki verður um villst. Kannske verður það skýrast þegar skoðuð eru kjör einstæðra mæðra, sem eru einar fyrirvinnur síns heimilis, að konum er ekki ætl- að að vera matvinnungar, jafnvel þó fullu dagsverki sé skilað á vinnumarkaðinum. Það ætti sem sé enginn að ganga þess gruflandi sem á annað borð flettir dag- blaði eða hlustar á fréttir, að laun íslenskra kvenna á besta vinnualdri eru sambærileg við laun karla á elli- lífeyrisaldri og unglingspilta. En hver skyldi svo vera skýringin á þessu ófremdar- ástandi? Sjálfsagt hefur mörg konan bundið við það vonir, þegar lögin um jöfn laun kvenna og karla, sem nú hafa verið í gildi í u.þ.b. aldar- fjórðung, myndu leysa þennan vanda í eitt skipti fyrir öil. Sú hef- ur þó ekki orðið raunin á. Þó e.t.v. hafi ekki verið ágreiningur um efni laganna, þegar þau gengu í gildi, þá hafa þau þó haft lítil áhrif á kjör kvenna. Skýringar á því eru án efa margar og engin þeirra ein- hlít. Ein orsökin gæti verið sú sem Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SFR benti á í viðtali Dagvinnulaun á hinum alm. vinnumarkatfi mai 1984 KARLAR HÆRRIEN KONUR LÆGRA ALMENNT PRÓF VERSL UNA RPRÓF STÚDENTSPRÓF fulltrúar/gjaldk ~1 SÖL UMENN/ RÁÐGJA F l BÓKARAR tl DEILDARSTJÓRAR :I t:;v =1 0 10 20 30 W 50 60% við Ásgarð fyrir nokkrum árum: ,,Þrátt fyrir lög höfðu atvinnu- rekendur ekki í hyggju að hætta að kaupa vinnuframlag kvenna ódýru verði. Ákvæðistöxtum var þröngvað yfir þær og kvalin út úr þeim full vinna á hálfum degi. Sama er að segja um hálfsdags- vinnu á skrifstofum. Þær koma óþreyttar og skila fullri vinnu á hálfum degi. Svona lagað láta að- eins konur bjóða sér, karlar hafa ekki þrek til þess.“ Margt bendir til þess að einmitt á þessum tíma hafi láglaunahópar bættum kjörum þeim til handa. Önnur skýring sem oft er gripið til þegar rætt er um lág laun kvenna, er sú sem lýtur að ólíku uppeldi stráka og stelpna. Brýn nauðsyn er talin á því að brjóta upp hinn kynskipta vinnumarkað starfsgreinum sem konur hafa sótt í. Má þar benda á t.d. þróun launa- mála hjá kennurum og banka- mönnum undanfarna áratugi. Þau viðhorf sem felast í þessari viðleitni, sýna líka sáttfýsi við ríkjandi gildismat í þjóðfélaginu, kvenna orðið til, þrátt fyrir laga- setningu um jöfn laun. Það má heldur ekki gleymast að þessi lög voru sett í þjóðfélagi sem mótað hafði verið af körlum og skorti í raun frá byrjun allar nauðsynlegar forsendur fyrir raunverulegri framkvæmd þeirra. Má þar nefna, að ætið hefur ríkt ófremdarástand í dagvistarmálum ásamt sundur- slitnum vinnudegi skólabarna. Ábyrgð á heimili og börnum hvfldi s.s. áfram á konum, þrátt fyrir síaukna þátttöku í atvinnulíf- inu og vandfundinn tími til virkr- ar baráttu fyrir eigin kjörum. með því að auka fjölbreytni í náms- og starfsvali stúlkna og auð- velda þeim að fá vinnu í hefð- bundnum kallastörfum. Sú viðleitni er í sjálfu sér góðra gjalda verð, út frá því sjónarmiði, að kynferði hindri engan í að stunda það nám eða starf sem hug- ur stendur til. Hætt er þó við því að konum sækist seint að ná launajafnrétti með því móti. Reynslan sýnir nefnilega að sókn kvenna í hefð- bundin kallastörf hefur ekki dreg- ið úr kynbundnu launamisrétti heldur hafa laun lækkað í þeim þ.e. að hið hefðbundna uppeldi stráka feli í sér kosti sem séu þjóð- félaginu verðmætari þegar hýran er reiknuð, en hið hefðbundna uppeldi stúlkna. Þessi afstaða fel- ur reyndar í sér það viðhorf að hæfileikar kvenna, eðlislægir eða áunnir, séu verðlitlir og gagnslitlir þjóðfélaginu. Vandinn er því fyrst og fremst fólginn í því brenglaða verðmæta- mati sem lagt er til grundvallar þegar ákveðin eru laun fyrir hin ýmsu störf. Það er því kominn tími til að störf kvenna verði virt að verðleikum og sú ábyrgð sem þeim fylgir verði metin á nýjum forsendum. Kynbundið launamisrétti er staðreynd. Störf kvenna eru, og hafa ætíð verið, lægra metin til launa en karla, hvort sem um er að ræða hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum. Nokkur umræða hefur átt sér stað hérlendis að undanförnu um hver muni verða áhrif tölvuvæð- ingar á stöðu kvenna á vinnu- markaði. Er það að vonum, því það er ljóst að tölvuvæðing er þeg- ar farin að hafa áhrif á þau störf þar sem konur eru í meirihluta, þ.e. skrifstofu- og þjónustugrein- um og hefur atvinnutækifærum þegar fækkað á undanförnum ár- um. í nágrannalöndum okkar, þar sem tölvuvæðing er lengra á veg komin en hér, hefur það reyndar þegar sýnt sig, að konur hafa orð- ið hart úti í kjölfar hennar, ekki einungis hvað varðar starfsöryggi, heldur hefur einnig komið í ljós að tölvuvæðing hefur fest enn frekar í sessi hina hefðbundnu verkaskiptingu kynjanna. Markviss stefnumótun á þessu sviði, af hálfu stjórnvalda, verka- lýðsforystu og atvinnurekenda, virðist þó langt undan. Það virðist reyndar einsýnt, að konur og þeirra hagsmunir eru ekki og hafa ekki verð efst á blaði þegar gengið er til kjarasamninga. (Má þar t.d. nefna, að það er ekki fyrr en 1979 að settar voru fram kröfur á þingi ASÍ um dagvistun fyrir öll börn — Sama ár voru 65000 konur á vinnumarkaðn- um.) Konur verða því enn sem fyrr að taka málin í sínar hendur og standa sameiginlega að stefnu- mótun og kröfugerð í atvinnumál- um. Á það jafnt við um stórfelldar kjarabætur þeim til handa nú þeg- ar sem og skipulag vinnunar í ná- inni framtíð. Aðeins með því móti verður hægt að tryggja jöfn atvinnutæki- færi kynjanna og styttan vinnu- tíma án launaskerðingar — og spyrna á móti stjórnlausri tækni- hyggju ásamt því atvinnuleysi, er óhjákvæmilega hlýtur að fylgja í kjölfarið. Ein skýring, sem oft er gripið til þegar reynt er að skýra lág laun kvenna sú, að konur séu svo miklu „ómenntaðri" en karlar. En þegar nánar er að gáð kemur annað í Ijós. Benda má t.a.m. á, að í mörg- um hefðbundnum kvennastörfum er krafist 3ja—8 ára starfsmennt- unar að loknu grunnskólaprófi. Einnig er vert að geta þess, að árið 1982 útskrifuðust 4 konur á móti hverjum 6 körlum úr Háskóla ís- lands og haustið 1984 innrituðust jafn margar konur og karlar í skól- ann. Sífellt lengri skólaganga kvenna hefur því ekki skilað sér í Móðir, kona, meyja og aðrir íslendingar Meö 21. öldina í sjónmáli er mikilvægt aö horfast í augu við staðreyndir. Nýtum nýjustu tækni stóriðjunnar í áliðnaði og á öðrum starfssviðum, okkur öllum til framdráttar. , Að hika er sama og tapa. Ahugamerm um framfarir við Eyjafjörð

x

Kvennalistinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.