Kvennalistinn - 01.06.1985, Qupperneq 11

Kvennalistinn - 01.06.1985, Qupperneq 11
Þ 1 n o n u r n a r þínu kjördœmi, hvað lítur þú á sem forgangsverkefni? — Eflingu atvinnu og þá fyrst og fremst að fjölga atvinnutæki- færum fyrir konur. Reykjanes býður upp á mikla möguleika t.d. í ferðaþjónustu og svo í heilsu- rækt, og þá er ég með jarðhita- svæðin í huga, þar væri hægt að byggja upp stórkostlega hluti í heilsurækt. Bæði ferðaþjónusta og heilsurækt eru atvinnugreinar, þar sem konur koma mikið við sögu. Einnig vildi ég sjá aukna fjölbreytni í úrvinnslu á fiskafurð- um, þar eru ýmsir ónýttir mögu- leikar. — Þegar kemur að málefnum kjördæmanna, erí rauninni svo mikill ágreiningur þingmanna á milli? — Nei, í rauninni ekki. t>að er í ,,stóru“ málunum, eins og stór- iðjunni eða utanríkispólitík, sem ágreiningurinn kemur í ljós. Ég held að þingmenn hvers kjör- dæmis treysti hver öðrum nokkuð vel þegar kemur að málefnum. heiman að, mér hefur a.m.k. virst svo vera hjá okkur Reykjanesþing- mönnunum. En áhuginn er auð- vitað misjafnlega mikill eftir mál- efnum, og ég held, að menn séu alveg með það á hreinu, hvar minn áhugi liggur. Sigríður Dúna Hvemig nýtist kvenfrelsishug- sjónin á þinginu? Fyrir mér er hún grundvallar- atriði vegna þess, að það er ekki hægt að starfa á þessum vettvangi án þess að vita hvers vegna, á hvaða forsendum og hvers konar gildi maður vill leggja til grund- vallar. Sú hugmyndafræði sem við lögðum upp með, hefur reynst líf- akkeri og fyrir mér eru þessar hug- myndir stoðir, sem allt annað hvort stendur eða fellur með. Og þær hafa verið haldgóðar stoðir. í stefnumótun, í vinnubrögðum, í daglegri umgengni við fólk, sem hefur aðrar forsendur og síðast en ekki síst í því hvernig við fjöllum um málin og hvaða málum við ein- beitum okkur að. Hvað áttu við þegar þú segir í daglegri umgengni? Jú, sjáðu til, á Alþingi erum við á dálítið óvenjulegum vinnustað. Þar vinnur fólk, sem þangað er komið á ólíkum forsendum og vegna þeirra og þessar forsendur móta vinnubrögð hvers og eins. Það er því nauðsynlegt að vera með sínar forsendur á hreinu (upp á hvern dag), til þess að þær komi ávallt skýrt fram. í annan stað koma hugmyndir kvenfrelsisins að sérstökum notum í daglegu starfi á Alþirigi vegna þess að þar erum við staddar nánast í karla- veldinu miðju. Á Alþingi hafa karlar tekið ákvarðanir um hag lands og þjóðar í langan aldur og þar hafa þau gildi og viðhorf sem einkenna karlaveröldina tekið á sig mypd og ráðið ferðinni. Það skiptir máli að átta sig á þessu því af þessu mótast m.a. það starf sem fram fer á Alþingi og út frá þessu verður margt skiljanlegra og við- ráðanlegra en annars. Ef konur vilja breyta þeim viðhorfum sem lögð hafa verið til grundvallar á Alþingi þá verða þær að þekkja þau viðhorf því annars er ekki hægt að taka á þeim. Það er engin von til þess að við fáum nokkru brey tt nema við gerum okkur fulla grein fyrir hverju þarf að breyta. Þú ert í rauninni að segja að kvennahreyfingin verði að skil- greina karlaveldið til að geta unnið á því? Já. Ein ykkar sagðiþað hafa kom- ið sér mest á óvart, hversu óger- legt er að stjóma tíma sínum á þingi, hafa áhrif á dagskrá. . . Já. Það má kannski segja að þetta sé líkt og að vera herleiddur, mér líður stundum eins og silungi í neti! Og sem dæmi um vinnuálagið get ég nefnt að núna undanfarnar vikur hafa fundir oft staðið frá því kl. 9 á morgnana til 12 á miðnætti og við þessu virðist ekkert hægt að gera. Eða ég get nefnt dag- skrána: á hverjum degi er prentuð dagskrá þingsins, en það er aldrei að vita fyrirfram hvort eftir henni er farið eða hvað kann að koma uppá. Samviskusömum konum er gert ákaflega erfitt fyrir með und- irbúning og það er rétt eins og gert sé ráð fyrir, að fólk sé reiðubúið til að fara í ræðustól fyrirvaralaust og tala um ólík málefni án þess að hafa fengið tíma til að kynna sér þau. — Staðreyndin er sú, að Al- þingi er lítill heimur sem getur auðveldlega einangrast, ekki síst vegna vinnulagsins og það held ég að geti reynst afar hættulegt. — Hvemig þá? Hættan er sú að lokast hreinlega inni. Vinnuálagið er gífurlegt, tími til að fara á mannamót eða vera með sínum nánustu verður lít- ill sem enginn og sú hætta skapast að missa tengslin við þjóðfélagið og þá líka þá sem maður er fulltrúi fyrir. Mér finnst það nauðsynlegt fyrir allar stjórnmálahreyfingar og lífsnauðsynlegt fyrir kvenna- hreyfinguna að gera sér grein fyrir þessu. — Hvers vegna kvennahreyf- inguna sérstaklega? Vegna þess að hún byggir á við- horfum, kvennaviðhorfum, sem eru upprunnin utan þess kerfis sem við lýði er hér á landi, og ef hún missir sjónar á þessum uppruna sínum, lokast inni í kerfinu, þá á hún ekki lengur rétt á sér. Mér finnst stjórnmálastarf vera sköp- unarstarf, „vettvangur stjórnmál- anna“ eins og menn segja þegar þeir vilja vera hátíðlegir, á að mínu viti að vera vettvangur sköpunar. Og fyrir konur er þetta nýr vett- vangur. Við erum vanar að skapa á öðrum sviðum, heimilið, börnin okkar. . . Stjórnmál eru annars konar vettvangur, en þar getum við og verðum að finna sköpunar- krafti okkar stað, þar er einnig far- vegur fyrir lífssýn okkar, þekk- ingu og reynslu, já og fyrir gleðina líka því allri sköpun fylgir gleði. Kvennalistinn er í sjálfu sér slfk sköpun, sköpun á rétti til að hafa skoðanir sem byggjast á okkur lífs- sýn og sköpun á rétti til að fylgja þeim skoðunum eftir. Og svo ég komi aftur að því sem ég sagði fyrst, þá tel ég að ein mikilvæg uppspretta kvenlegrar sköpunar sé að skynja sig standandi utan við það kerfi sem gildi karlasamfé- lagsins hafa búið til. Orka okkar og hugvit liggja í sérstöðunni og í okkar eigin menningu. Ef missum sjónar á þessu þá eigum við ekki erindi sem konur inn í neina um- ræðu og þess vegna er svo áríð- andi að lokast ekki inni, hvorki inni í þingsölum né neinum öðr- um sölum eða kytrum. — Hefur vera Kvennalistans á þingi orðið til að breyta eín- hverju þar, vinnureglum, sam- skiþtum? Það vona ég. Við höfum tekið vel eftir svokölluðum leikreglum og samskiptaháttum og reynt að hafa áhrif á hvorutveggja. Við höf- um reynt að finna flöt á raunveru- legri umræðu um málin og á hugs- anlegri samstöðu eftir því hvernig málin eru vaxin, í stað þess að standa í eilífum og gagnslausum kýtingi, rifrildi um hver hafi gert hvað, hvenær o.s.frv. Reynt að leggja okkar af mörkum til að rífa umræðuna upp úr þeim hjólförum sem hún kemst hvorki afturábak né áfram í, — Og þá hvín nú í okkur, þótt mér finnist að harla lítið af því sem við erum að segja nái að komast út fyrir veggi þing- hússins. Við ,,eigum“ nefnilega engan fjölmiðil og ættum auðvit- að ekki að þurfa þess, en þannig er það nú. Og við höfum áreiðanlega breytt myndinni út á við; taktu bara sjónvarpið, nú ber stundum þannig við að mönnum finnst nauðsyniegt að hafa svo sem eina konu með í umræðum þar. Við skulum heldur ekki gleyma því að • við höfum a.m.k. tvíþættu hlut- verki að gegna í stjórnmálum, annars vegar að halda á lofti þeim sjónarmiðum sem við stöndum fyrir og hins vegar að réttlæta það að við skulum voga okkur að gera það. Kvennaframboðið og Kvennalistinn voru hvoru tveggja stór skref, þar gengum við þvert á rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna og áskildum okkur þann rétt að standa sjálfar fyrir okkar sjónarmiðum með beinni stjórn- málaþátttöku, með því að bjóða fram. Það var og er hreint ekki lít- ið mál, málflutningurinn á þing- inu beinist stundum frekar gegn okkur fremur en málefnunum — það er skemmst að minnast frægr- ar umfjöllunar Eiðs Guðnasonar á — Reykjaneskjördœmið er að mörgu leyti sérstætt, t.d. skiþtist það í stórborgarsvæði og lands- byggð. —Já, það er rétt. Það gengur þó nokkuð vel að samræma sjónar- miðin, þrátt fyrir mjög ólíkar að- stæður. Suðurnesin er allt annar heimur en á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er að mörgu leyti merki- legt samfélag, þar sem undirstað- an er fiskur, í Grindavík vinna t.d. 70% allra íbúa í fiski, ég held það sélandsmet. . . En það er mikil og góð samvinna á milli sveitarfélag- anna á Suðurnesjum, meiri. en víða annars staðar, á sviði heilsu- gæslu, menntunar, brunavarna, sorpeyðingar o.fl., nú og í orku- málum með Hitaveitu Suðurnesja. Stækkun og samruni sveitarfélaga hefur ekki gerst þar formlega en talsvert um það rætt, og nú er ver- ið að láta Hagvang vinna skýrslu um kosti og galla við samruna sveitarfélaganna. . . — Stundum finnst manni að sveitarfélögin gætu haft miklu meira sjálfstæöi og að Alþingi sé e.t.v. stundum í of miklum sþarðatíningi og ætti ekki að hafa með það að gera hvort t.d. byggður verði skóli hér eða þar. Ertu á því að þetta sé rétt og að efla þyrfti sjálfstœði heima- manna? — TVímælalaust. Það er nú allt- af verið að vinna að breytingum á lögum um þessi mál, en ef sjálf- stæði sveitarfélaganna á að vera meira, þá þurfa þau meiri tekjur, ekki satt — og þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Ég sit einmitt í nefnd sem heitir Byggða- nefnd þingflokkanna. Sú nefnd er ekki kjörin eftir þessum hefð- bundnu línum, þ.e. að um meiri- hluta stjórnarflokkanna sé að ræða, heldur er þarna einn fulltrúi frá hverjum þingflokki. Og við er- um að ræða einmitt þetta: Vald- dreifingu og virkara lýðræði. Hvort tveggja er ofarlega á baugi í stefnu Kvennalistans og ég hafði því mikinn áhuga á að starfa í þessari nefnd. Og það er mikið talað um að auka verkefni sveitar- félaganna og lögð áhersla á, að ábyrgð og framkvæmdir fari saman. Það er almennur vilji fyrir því, að þetta breytist í þá átt, að sveitarfélögin hafi hvort tveggja á hendi og þurfi ekki að fara betli- ferðir suður eftir fjármagni, enda myndi þessi breyting að mínum dómi auka aðhald, og sparnaðar- sjónarmiðið fengi byr undir báða vængi. En — þetta strandar á tekjustofnunum. Reyndar hef ég beðið um að fá álit nefndar sem hefur það verkefni að fjalla um tekjustofna sveitarfélaganna og er orðin margraáragömul. En það var nú bara hlegið að mér fyrir þá bjartsýni að vera að biðjá um ein- hverjar niðurstöður þaðan! — Líklega myndi aukið sjálf- stæði sveitarfélaganna riðla þólitíkinni verulega: Þingmenn væru ekki lengur í aðstöðu til að afla sératkvæða meðþvíað reka erindi á borð viö skóla hér eða heilsugæslu þar inni á þingi/Já, rifrildið myndi líka færast heim í hérað og kannski myndu menn sanka þess að geta ekki varpað sökinni á þingmannarolurnar! Þetta er sem sagt allt dálítið flókið mál! Það er nú einmitt eitt af því sem maður hefur lært; hversu erfitt það er oft að taka afstöðu. Þegar maður stendur fyrir utan og horfir inn, þá virð- ist oft svo einfalt að vera með eða á móti, en það eru svo ótal margir þættir sem þarf að vega og meta. — Segðu mér þó ekki að þú hafir veikst í trúnni/Að þér þyki erfiðara að taka afstöðu frá sjónarhóli kvenna en þú tmynd- aðir þér áður! — Nei, nei, hvað það snertir hef 11 útvarpslagafrumvarpi Kvennalist- ans! Það virðist stundum frekar vera það að við sitjum á þingi, en ekki það sem við höfum að segja, sem snúist er gegn. — Hverjar eruð þið að rtfa kjaft, þið sem ekkert vit hafið á þeningum, eruð hlægilegar og heimskar!! — og allt það! Akkúrat!! En þetta er þó ekki reglan, ég hef líka kynnst hinu gagnstæða. Hins vegar er þetta reynsla sem ég held að flestar kon- ur kannist við, sem einhvern tím- ann hafa andmælt einhverju eða haft skoðanir, sem brjóta í bága við skoðanir annarra. Og þessi viðbrögð eru eitt af því sem færa mér heim sanninn fyrirþví, að við verðum að vera á þingi, kvenna- rödd hefur rétt á sér alls staðar, hún hefur tilgang og skiptir máli. — Síðast en ekki síst, eins og þú orðaðir það sjálf í uþþhafi, hefur hugmyndafræði kvenfrels- isins ráðið vali ykkar á mála- flokkum og umfjöllun. . . Já. Þar hafa hugmyndir kven- frelsis auðvitað verið okkur akker- ið. Lengina fæðingarorlofs, endur- mat á störfum húsmæðra, sér- sköttun hjóna, — sem byggir á því grundvallaratriði að líta beri á hvern einstakling sem fjárhags- lega sjálfstæðan, — stóriðjan, sem er óarðbær fjárfesting og auk þess náttúruskemmandi, — langar þig til að börnin þín þurfi að vinna með gasgrímu? — utanríkismál, þar sem við höfum talað gegn ein- hvers konar vígbúnaði vegna þess að vopn drepa, eyða því lífi sem við berum í skauti. . . og ótal margt fleira, sem við höfum gert sérstaklega að okkar viðfangsefni. Að baki stefnu okkar liggur hug- sjón kvenfrelsisins og þess að lífga en ekki deyða. — Hefur vera þín á þingi stað- fest hugmyndir þínar um mis- rétti? Já, svo sannarlega. Ástandið er í raun verra en mig óraði fyrir. í fyrsta lagi veit ég enn betur núna, hversu mismunun kynjanna er gífurleg, í öðru lagi hversu geig vænleg misskiptingin á lífsins gæðum, er bæði á milli kynja og í samfélaginu öllu og í þriðja lagi finnst mér ég vita betur hversu mikið þarf að breytast svo að eitt- hvert jafnrétti og einhver jöfnuð- ur náist. Og ég skal segja þér alveg eins og er, að ég verð reiðari eftir því sem ég fæ betri sýn yfir ástand- ið. Og um leið finn ég það sífellt betur hversu áríðandi og knýjandi það er að breyta hlutunum. ég styrkst í trúnni. Það er oftar en margan grunaði — mig Iíka — sem sjónarmið kvenna er haldgóður sjónarhóll. — Eftir tveggja þinga störf hvað finnst þér helst hafa komið þér á óvart? — Líklega kemur mér það mest á óvart, hversu lifla stjórn ég hef í rauninni á lífi mínu nú orðið. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því, hversu ótrúlega margbreytilegt og tímafrekt þingmannsstarfið er. Það eru svo mörg mál, sem þarf að setja sig inn í og taka afstöðu til, að það gefast of fá tækifæri til að hafa frumkvæði. Og það er hörð barátta á þinginu að koma sfnum málum að. Við ætluðum auðvitað að breyta heiminum á einum vetri, en ég er nú komin á þá skoð- un að það taki eitthvað lengri tíma! Svo er annað, sem veldur mér frekar áhyggjum en að það komi mér á óvart, — að vegna þess hve þetta er gífurlega tímafrekt starf, þá gefst allt of lítill tími með hin- um konunum í Kvennalistanum og það er ekki nógu gott, því þær eru okkar orkulind. Til þeirra sækjum við kraftinn til að standa íþessu, orkuna, hugmyndirnar og ánægjuna.

x

Kvennalistinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.