Kvennalistinn - 01.06.1985, Qupperneq 15
-HÚSNÆÐISÞANKAR
15
Frá hendi náttúrunnar er
mannskepnan ófullkomn-
ari sniglinum að því leiti, að
vera ekki sköpuð með húsið
sitt á bakinu. Þetta hefur
valdið henni ómældum
vangaveltum og vandræðum
Því að þrátt fyrir þessa vönt-
un teljum við það eina af
frumþörfunum að hafa
húsaskjól. Við teljum það
sjálfsögð mannréttindi.
Kröfurnar um hvernig þess-
ari frumþörf er fullnægt eru
afar mismunandi. Fara þær
m.a. eftir því hvar á jarðar-
kringluna við erum sett nið-
ur. Lang algengasta hýbýlis-
formið mun vera einhvers-
konar hús, byggð úr hinum
aðskiljanlegustu efnum.
Upphaflega munu tré og
torf hafa verið algengustu
byggingarefnin hér á landi.
Seinna náði torfið yfir-
höndinni þar sem tré var að
mestu uppurið. Svo sem al-
kunna er, er steinsteypa nú
langalgengasta efnið. Form-
ið er síðan mismunandi,
stærð og íburður fer eftir
efnum og ástæðum.
AÐ BYGGJA?
Um langt árabil hefur stór hluti
íslendinga byggt eigið húsnæði að
meira eða minna leyti sjálfir. En
steinsteypa er okkur oft mikill ör-
lagavaldur. Hér er lítil saga um
hvernig húsnæðismálin ganga fyr-
ir sig, nokkuð dæmigerð, tel ég:
Jón og Gunna kaupa sér íbúð í
blokk. Þau vinna myrkranna á
milli til að eiga fyrir íbúðinni sem
þau fá reyndar afhenta fokhelda.
Þau eyða öllum ,,frístundum“ í að
klára hana. Svo stækkar fjölskyld-
an. Það er keypt lóð undir raðhús
eða einbýli og enn fara allar frí-
stundir í að hreinsa mótatimbur,
mála, pússa, smíða og fl. og fl. Og
enn vinna Jón og Gunnar myrkr-
anna á milli til að fjármagna æfin-
týrið. Og tíðarandinn klappar
þeim á kollinn, þau eru svo dugleg
að koma sér áfram. Því það er jú
einmitt þetta sem gildir í okkar
samfélagi.
En er þá ekki allt í himnalagi? Jú
fyrir suma er þetta vissulega í lagi,
einstaka hafa jafnvel gaman af öllu
saman. En mig grunar að ailflestir
líti á þetta sem einskonar þegn-
skyldu. Ég þekki nefnilega nokkr-
ar Gunnur og Jóna sem hafa feng-
ið magasár, farið yfirum á taugum.
Hjónabönd sem hafa kiknað und-
an álaginu sem þjóðarsportinu
fylgir. Mörg börn sem verða fórn-
arlömb óviðunandi aðstæðna,
taugaveiklaðra sívinnandi for-
eldra, með stanslausar fjárhags-
áhyggjur og engan tíma til að
sinna þeim, sem landið eiga að
erfa. Fyrr en einn góðan veðurdag
að katastrófan er liðin hjá og „nú
geta þau farið að hafa það gott“.
Húsi næstum skuldlaust. En hvað
kemur í ljós? Börnin eru farin. Jón
og Gunna þekkjast ekki, umræðu-
efni undanfarinna 15—20 ára hef-
ur verið byggingar, innréttingar,
lán, víxlar og fleira þess háttar.
Um hvað eiga þau að tala? Svo er
Jón orðinn alki og Gunna þjáist af
þunglyndi.
Vissulega er það of mikil ein-
földun að skella allri skuldinni á
húsnæðisbaslið eitt saman, en það
á sinn þátt í örlögum Jóns og
Gunnu og mig grunar að sá þáttur
sé býsna stór.
AÐ LEIGJA
„Allir íslendingar vilja EIGA
húsnæði". Þessa fullyrðingu höf-
um við oft heyrt. En hver skyldi
vera ástæðan? Erum við kannske
öll einskonar Bjartar í Sumarhús-
um? Viljum við vera kóngar í ríki
okkar? Eða erum við hreinlega fé-
lagslega vanþroskuð? Eða hvaða
aðra möguleika höfum við? Það er
nú það.
Þegar Jón og Gunna, ung og ást-
fangin ákváðu að rugla saman reit-
um og fara að búa, vaknaði spurn-
ingin um hvar þau gætu búið.
Hjá foreldrunum? Jafnvel þótt
aðstæður séu sæmilegar (sem er
sjaldnar en ekki) er það ekki fýsi-
legur kostur ungu fólki sem vill
standa á eigin fótum.
Nei þau ákváðu að leigja úti í bæ
(höfðu reyndar ekki annan kost).
Eftir margra mánaða leit, tugi
ósvaraðra umsókna og tilboða,
bauðst þeim pínulítil kjallaraíbúð,
töluvert niðurgrafin. En þau voru
alsæl, enda ekki kröfuhörð, og
slógu víxillán fyrir eins árs fyrir-
framgreiðslu.
Eftir árið var íbúðin seld og
hófst þá sama píslargangan, tugir
umsókna, önnur kjallaraíbúð, nýtt
víxillán og svo framvegis. Svona
gekk þetta í fjögur ár, börnin voru
orðin tvö og Jón og Gunna búin að
flytja fimm sinnum. Og svei mér
þá ef þau var ekki farið að dreyma
um að eignast íbúð. . . Skyldi
þetta vera ein af ástæðunum fyrir
því að íslendingar vilja EIGA íbúð?
Skyldi dæmið hafa orðið öðrúvísi
ef Gunna og Jón hefðu haft mögu-
leika á að kaupa sér leigurétt og
fengið íbúð, kannske eftir ein-
hvern biðtíma, getað svo búið þar
svo lengi sem þau listi án þess að
eiga á hættu að vera flæmd út?
Skyldi draumurinn um eigin íbúð
þá hafa vaknað?
ANNARS STAÐAR
En er einhverju hægt að breyta?
Það er hætt við að við Frónbúar
séum farnir að líta á húsnæðisbasl-
ið sem eðlilegan, óumbreytanleg-
an hlut. Líkt og maður gerir sér
ýmislegt að góðu þekkir maður
ekki annað. Og þurfa ekki allir að
hafa fyrir lífinu? Vinna fyrir mat
og húsnæði.
Ef við lítum í kringum okkur
t.d. til hinna Norðurlandanna, sjá-
um við að málin standa öðru vísi
og að þar getum við ýmislegt lært.
Það er raunar skrýtið hversu
ósnortin við erum af góðum áhrif-
um frá frændum vorum sem hafa
áratuga reynslu á þessu sviði. Þar
og reyndar víðar eru hefðir fyrir
ýmsum húsnæðisformum sem allt
of langt mál yrði að rekja hér.
Bæði leigu og eignarhúsnæði. Og
hvers vegna skyldi ekki vera
grundvöllur fyrir slíku hér. Mér er
spurn.
EIGIÐ HÚSNÆÐI
Þar er hægt að eignast íbúðir
með því að borga hóflega útborg-
un og síðan fastar mánaðargreiðsl-
ur. Hluta af þessu eignast fólk og
fær til baka ef það selur. Mismun-
urinn fer í rekstur húsnæðisins.
Sem dæmi um hvernig þetta getur
virkað er hér lítil saga uji$ vin
minn sem fyrir skömmu keypti sér
45m2 íbúð í miðborg Kaupmanna-
hafnar. Húsið er æfagamalt en vel
við haldið og búið öllum nýtísku
þægindum. í útborgun greiðir
hann sem svarar til 37 þúsund ísl.
krónum. Síðan borgar hann 15
þúsund krónur (ísl) á mánuði.
Nokkuð há mánaðargreiðsla fyrir
ekki stærri íbúð, en innifalið í
þeirri upphæð er rafmagn, hiti og
allt viðhald á húseigninni.
LEIGUHÚS
Það eru líka til leigufélög þar
sem fólk getur keypt sér búsetu-
rétt. Reyndar hefur það íbúða-
form talsvert verið kynnt hér að
undanförnu og en sem kunnugt er
hefur hópur fólks sem ekki getur
eða vill taka þátt í darraðardansi
eignarstefnunnar og þarf eða vill
leigja, stofnað með sér samtök.
Þarna er hópur fólks sem vill
leggja sitt af mörkum til að leysa
hið gífurlega vandamál sem
skortur á leiguhúsnæði er. Þau
hafa farið fram á fyrirframgreiðslu
stjórnvalda, fengið loforð á loforð
ofan, án þess að neitt hafi verið
efnt, ennþá. Leiguhúsnæði er
nauðsynlegt og hefur reyndar sem
valmöguleiki ýmsa kosti fram yfir
eignarhúsnæði. Það auðveldar
fólki að flytjast á milli staða. En
eins og allir þekkja getur húseign
virkað sem átthagafjötrar sum-
staðar á landinu. Fjárfesting sem
er ill — eða óseljanleg.
Einnig er aðeins veitt eitt lán til
leiguhúsnæðis á meðan það er
gjarnan veitt margsinnis til íbúða
sem ganga kaupum og sölum.
VERKAMANNABÚSTAÐIR
Ekki skal gleyma því sem vel er
get. Félagsíbúðakerfið hefur þjón-
að verðugu hlutverki í gegn um
tíðina. Það hefur gert mörgum
kleift að komast í tryggt húsnæði,
sem ekki höfðu aðra möguleika.
En það þjónar bara allt of fáum.
Til þess að fá þar inni þarf að upp-
fylla ákveðin skilyrði (tekjumörk
ofl.) Og aðeins brot af þeim sem
uppfylla þau skilyrði komast að.
Svo eru bara ekki allir sem hafa tök
á að greiða þau 20% (nýlega
hækkað úr 10%) sem kaupendur
þurfa að inna af hendi.
Miklar hræringar hafa verið í
þjóðfélaginu undangengið ár í
húsnæðismálum. Húsbyggjendur
og kaupendur hafa skorið upp
herör gegn stjórnvöldum, sem
fyrir síðustu kosningar höfðu of-
arlega á stefnuskrám sínum miklar
úrbætur í húsnæðismálum. En
eins og allt of margir hafa merkt á
eigin buddu voru þetta blekkingar
einar saman og verra en það. Verð-
tryggð lán bundin lánskjaravísi-
tölu sem æðir áfram á meðan
launavísitölu er kippt úr sambandi
og að auki „vaxtafrelsi", er að fara
með marga fjölskylduna á heljar-
þröm þessa dagana. Allar „úrbæt-
ur“ sem ríkisstjórnin hefur verið
að lofa eru , ,reddingar fyrir horn‘‘.
Eða hrein sýndarmennska. Geysi-
stór hluti þeirra peninga, sem
veitt er til húsnæðiskerfisins fer í
fjármögnun, þ.e. til að standa
straum af lánum, erlendum og
innlendum sem Byggingarsjóðn-
um hefur verið gert að taka með
rokvöxtum til að geta greitt út
lögboðin lán til húsbyggjenda og
kaupenda. Sum þessara lána hafa
verið kölluð „framlög frá ríkinu“
í fjölmiðlum. Félagsmálaráðherra
boðar t fjölmiðlum „nýja stefnu'1
þar sem heimilað verði að lána
allt að 50% af nýbyggingarlánum
til eldra húsnæðis. Sú heimild
hefur reyndar verið til staðar og
framkvæmd í nokkur ár, en vegna
fjárskorts var þetta hlutfall lækkað
1984 og 1985!
Engin langtíma áætlun hefur
verið gerð. Starfsemi Húsnæðis-
stofnunnar ríkisins einkennist
öðru fremur af því að bjarga deg-
inum í dag. Vegna hinna ótryggu
tekjustofna er lítið hægt að gera af
haldbærum áætlunum. Það eru
mannréttindi að búa við öruggt
húsnæði. Stjórnvöld sem telja
þjóðina hafa efni á að byggja flug-
stöð, Seðlabanka og annan slíkan
lúxus, geta ekki staðið frammi fyr-
ir fólkinu og sagt: „Okkur þykir
það leitt, en það eru ekki til pen-
ingar“. Það er engin að fara fram á
gjafir heldur einungis vilja og
skilning. Og að mótuð verði bita-
stæð framtíðaráætlun sem mögu-
legt verði að framfylgja.
Kristín Blöndal.