Kvennalistinn - 01.06.1985, Page 17
17
Stundargróði
á kostnað
náttúrunnar
/'" 1111
Oft höfum við heyrt að nauðsynlegt sé fyrir okkur íslendinga að
nýta náttúruauðlindir okkar ef við ætlum að lifa í þessu landi. í alda-
raðir höfum við lifað á því sem landið og hafið umhverfis hefur gef-
ið. Að vísu hefur oft verið erfitt að lifa enda búum við í harðbýlu og
viðkvæmu landi þar sem ill veður og aðrar náttúruhamfarir gátu
skipt sköpum um hvort fólk lifði af eða ekki. Nútíma íslendingurinn
hefur ekki eins miklar áhyggjur af veðri og vindum og forfeður okkar
höfðu en við verðum samt að taka mið af náttúrunni og lifa í sátt við
hana ef við eigum að lifa af. Þegar ég segi við, þá á ég ekki aðeins
við okkur eingöngu sem nú gistum jörðina, heldur ekki síður þá sem
á eftir koma.
Ein af þeim auðlindum sem land okkar býr yfir er orka fallvatn-
anna. Ekki hafa aðeins verið skiptar skoðanir á því í hve miklum mæli
ætti að beisla þessa orku heldur einnig hvernig og hvar ætti að virkja.
Oft hefur heyrst að okkur sé nauðsyn að nýta alla þá vatnsorku sem
streymir óbeisluð til sjávar. En við megum ekki gleyma því að vindur-
inn blæs, sjórinn fellur að og frá, sólin skín og að það sama gildir um
allar þessar orkulindir, að það er dýrt að virkja þær.
Nýting auðlindanna
Eigum við að virkja eingöngu fyrir innanlandsmarkað eða eigum
við að flytja orkuna út? Staðsetning landsins gerir okkur illmögulegt
að flytja orkuna út beint. En við getum notað orkuna til framleiðslu
á vöru til útflutnings eins og viðgerum t.d. ífiskiðnaði. Einniggetum
við notað hana til eigin þarfa og reynt að útrýma eða a.m.k. minnka
olíú og bensíninnflutning. Sú eina leið sem ráðamenn virðast nú sjá
til að nýta þessa orku fallvatnanna er að selja raforkuna til stóriðju-
fyrirtækja, sem að mestu eða öllu leyti eru í eigu útlendinga. Þetta
þýðir aukin fjárhagsleg ítök erlendra aðila hér á landi, en það getur
haft aivarlegar afleiðingar fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Og þótt stóriðjan sé í eigu íslendinga að meirihluta held ég að þegar
um fjölþjóðafyrirtæki er að ræða verðum við eins og peð á taflborði
stóriðjufursta heimsins og getum því litlu ráðið hvort sem um er að
ræða verð á aðföngum eða því sem framleitt er.
Söluverð
Þeir sem halda uppi vörnum fyrir stórorkukaupendur benda á, að
þótt stóriðja greiði orkuna undir markaðsverði geti það þýtt lægra
verð á innanlandsmarkaði en orka frá smávirkjunum. Þetta er vegna
þess að þegar virkjað er stórt þá verði orkueiningin ódýrari og því
hagkvæmara fyrir alla, okkur líka. Þetta fer væntanlega allt eftir því
hvernig reiknað er og hvaða forsendur eru gefnar. Ef borið er saman
orkuverð til almennings hér á Iandi og í nágrannalöndunum er ekki
hægt að sjá að stórvirkjanir og stóriðja í tengslum við þær hafi gefið
okkur lægra orkuverð. Ég tel að ekki eigi að selja raforku til stóriðju
undir því meðalverði sem kostar að framleiða hana með nýjum virkj-
unum. Er ekki betra að leyfa vatninu að renna óbeisluðu til sjávar en
að byggja stórvirkjun fyrir erlend lán og gefa síðan nánast útlending-
um orkuna?
Undanfarin ár hefur stór hluti af raforku okkar farið til stóriðjufyr-
irtækja sem eru að mestum eða öllum hluta í eigu erlendra auðhringa
— auðhringa sem svífast einskis í samskiptum sínum við smáþjóðir.
Verðum við ekki strax að snúa af þessari braut?
Störf fyrir komandi kynslóðir?
,,Þið kvennalistakonur megið ekki vera svo ábyrgðarlausar að
hugsa ekki um allt það fóik sem á eftir að koma út á vinnumarkaðinn
á næstu árum“ — heyrist oft sagt við okkurþegar rætt er um stóriðju.
En við verðum að hafa það í huga að fram til aldamóta er búist við
að a.m.k. 25 þús. manns komi út á vinnumarkaðinn en stóriðjuupp-
bygging í samræmi við áætlanir við stórvirkjanir til sama tfma veitir
aðeins 6% þessa fólks atvinnu. f fæstum tilfellum er síðan um að
ræða störf sem henta konum og oft er um að ræða heilsuspillandi
vinnustaði. Auk þess er alltaf um meiri og meiri sjálfvirkni að ræða
í stóriðjufyrirtækjum þannig að sífellt fækkar þeim störfum sem stór-
iðja skapar.
KAUPUM
ÖKKUR
HÚS!
Það vantar ekki áræðnina — nú
ætla konur að kaupa hús, ekki bara
eitt heldur heilt sett eins og krakk-
arnir segja! Og það alveg í hjarta
höfuðborgarinnar, neðst á Vestur-
götunni og bara steinsnar frá
Lækjartorgi, Alþingishúsinu,
Þjóðleikhúsinu, og já stjórnarráð-
inu! Sunnudaginn 9. júní var hald-
inn stofnfundur hlutafélags um
húsin og söfnun hlutafjár, þ.e.
eignarhluta í Kvenheimum, mun
standa yfir næsta árið. Eignin kost-
ar 9 og hálfa milljón og sú upphæð
á öll að greiðast á árinu svo nú er
að draga fram aurana!
En til hvers, kann einhver að
spurja, þurfa konur að eignast
hús? Til hvers ekki! Hugmyndin er
að þarna verði eitt allsherjar fé-
lags- og menningarheimili kvenna
með bókasafni, sýningarsölum,
kaffistofu, fundaraðstöðu og sam-
verustofu. Hluti húsanna verður
leigður út, m.a. er ætlunin að hafa
til boða ,,sérherbergi“ — aðstöðu
fyrir konur, sem telja sig þurfa á
sérherbergi að halda í ákveðinn
tíma, annað hvort til að vinna að
einhverjum verkefnum eða þá til
annarra hluta. Þarna má halda
námskeið, efna til fyrirlestra — nú
sýna leikrit. . . Möguleikarnir eru
ótæmandi því nóg er plássið. Um
800 fermetrar í notalegu timbur-
húsi, sem ber höfuðið hátt þrátt
fyrir nokkurn aldur.
Vesturgata 3 eru, eins og áður
sagði, eiginlega þrjú hús, sem
mynda svo sólríkt og skjólgott
port sín á milii. Saga fremsta húss-
ins, þess er snýr að götunni, hefst
strax 1841 en húsið í sinni núver-
andi mynd var byggt 1885. Bak-
Virðist uppbygging stóriðju vera sú leið sem við eigum að fara til
að skapa störf fyrir komandi kynslóðir?
Mengun
Hvað með mengun vegna stóriðju? Hún er lítil sem engin er alltaf
sagt. Það má vel vera að, með fullkomnum hreinsibúnaði verði
mengun mjög lítil eins og sagt er — en hvað er meint með „lítið?“ Þetta
litla getur nefnilega verið mjög mikið fyrir okkar viðkvæma land. Raun-
ar höfum við íslendingar verið mjög andvaralausir gagnvart mengun og
þurfum að taka okkur verulega á í því efni. Sjónarmið stundargróða
mega ekki vera ráðandi heldur verðum við að líta til lengri tíma. Og
hvað ef einhver bilun verður í hreinsibúnaði? Það getur haft ófyrir-
„Fram til aldamóta er búist við að a.m.k. 25000 manns
komi út á vinnumarkaðinn en stóriðjuuppbygging í sam-
ræmi við áætlanir um stórvirkjanir á sama tíma veitir að-
eins 6% þess fólks atvinnu.“
sjáanlegar afleiðingar. Við íslendingar eigum ekki að taka þá áhættu.
Við megum ekki leggja náttúruna að veði fyrir aura sem við höldum
að gefi okkur aukin lífsgæði án þess að reyna að gera okkur grein fyr-
ir því hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér.
Tökum mið af framtíðinni
Stóriðjustefnan hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hug-
að að öðrum iðnaði sem skyldi — iðnaði sem okkur íslendingum
hentar betur, fellur betur að hinum dreifðu byggðum landsins, tekur
mið af því fólki sem landið byggir og þörfum þess.
Það er ekki á nokkurn hátt verjandi að virkja og virkja án tillits til
,,Ef borið er saman orkuverð hér á landi og í nágranna-
löndunum er ekki hægt að sjá, að stórvirkjanir og stóriðja
í tengslum við þær hafi gefið okkur lægra orkuverð“
þess hvort orkunnar sé þörf eða ekki. Við Kvennalistakonur teljum
að það virkjanabrjálæði sem hér hefur verið viðhaft geti ekki leitt til
annars en stöðugrar skuldasöfnunar. Enda er ljóst að erlend stóriðju-
fyrirtæki hafa ekki áhuga á að reisa hér verksmiðjur nema fá orkuna
jafnvel undir því meðalverði sem kostar að framleiða hana. Nú er svo
komið að við sitjum uppi með umframorku og íslenska ráðamenn
sem þeysast um löndin til að bjóða orku á útsölu og ódýrt vinnuafl,
til að laða hingað auðhringa sem síðan svífast einskis til að kúga
auma þjóð sem býr norður á hjara veraldar. Þessa vitleysu verður að
stöðva. Við eigum að byggja upp atvinnulíf í landinu sem tekur mið
af framtíðinni og er í sátt við' náttúru landsins og fólkið sem það
byggir.
Kristín Einarsdóttir
húsin eru frá 1896 og 1903. Það er
einmitt í þeim, sem í hyggju er að
hafa leikhús, en þar hafa til þessa
verið vörugeymslur. Öll eru húsin
í góðu ástandi, þarfnast lítillar Iag-
færingar annarrar en venjulegs
viðhalds og vegna staðsetningar
ætti að vera hægt að láta þau bera
sig með því að leigja hluta þeirra á
markaðsverði. Gífurleg stemning
var á stofnfundinum á dögunum
og greinilegt að konur hlakka til
að taka þarna til hendinni og eiga
sér heim út af fyrir sig. Eins og ein-
hver sagði: hlutabréf í þessu fram-
taki hlýtur að vera skírnargjöfin,
fermingargjöfin, sængurgjöfin,
jólagjöfin, stúdentsgjöfin og stór-
afmælisgjöfin í ár því allar konur
ættu að eignast hlut í Kvenheim-
um! Konur utan Reykjavíkur eru
þar ekki undanskildar. Og vert er
að taka fram að engin, hversu
mörg hlutabréf sem hún á hefur
meira en eitt atkvæði þegar að
ákvörðunum kemur þannig að
þarna munum við allar standa
jafnt að áhrifum. Þegar þetta er
skrifað, er enn ekki ljóst hvemig að
áframhaldandi söfnun hlutafjár-
ins verður staðið en það verður
væntanlega búið að auglýsa þegar
blaðið er prentað.
HÁTÍDA-
DAGAR
Einn liðurinn í aðgerðunum í
tilefni lokaá'rs Kvennaáratugs
Sameinuðu þjóðanna verður
Listahátíð kvenna sem mun fara
fram frá 21. september til loka
október. Þetta verður án efa mjög
spennandi hátíð, sem ætti að geta
vakið rækilega athygli á mikils-
verðum hlut kvenna í listalífinu.
Ráðgerðar eru myndlistarsýn-
ingar, tónleikar, kvikmyndasýn-
ingar, það verða sýnd leikrit, bók-
menntir kynntar, haldnir fyrir-
lestrar. . . Allt auðvitað gert af
konum. Nær allir salir og gallerí
borgarinnar verða undirlagðir,
þ.á.m. Kjarvalsstaðir, Listasafn
ASÍ, Listasafn íslands, Gerðuberg
o.fl. Undirbúningshópurinn hefur
að auki beint þeim tilmælum til
leikfélaga úti á landi, að þau taki
þátt í þessu framtaki með því að
sýna verk eftir konur eða undir
stjórn kvenna. Sýningarnar verða
flestar íslenskar en margt þó er-
lent á ferðinni. Forvitnileg ætti-
t.d. að geta orðið sýningin
„Karlar í augum karla“ og „konur
í augum karla“, sem sænsk lista-
kona hefur safnað og mun hún
flytja fyrirlestur um þetta efni —
en þessi sýning verður í Norræna
húsinu. Og þótt við nefnum hér
aðeins eitt er það ekki vegna þess
að okkur lítist ekki á allt, allt hitt!
Sem sagt, þið sem búið í Reykjavík
— ekki fara langt í burtu og þið
sem búið úti á landi — verðið ykk-
ur úti um gistingu í bænum til að
geta fylgst vel með þessu öllu. . .