Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 3
2. tbl. 1950. XXVI. árg'. Útgefandi: F. í. H. Form. F. í. H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. Ritstjórn: Ásvailagötu 79, Reykjavik. Guðrún Bjarnadóttir, sími 80216. Sími 1960. Jakobina Magnúsdóttir, sími 80566. Gjaldk.: Frú Maria Pétursdóttir, Arngunnur Ársælsdóttir, sími 3556. Garðastræti 8, simi 5097, box 982. KRABBAMEINSFÉLAG REYKJ AVÍKU R. Geislalœkning viö kmbbnwneini. EFTIR DR. MED. GÍSLA FR. PETERSEN YFIRLÆKNI Erindi flutt í 1. kennslustofu Háskólans, 3. apríl 1950 á námskeiði fyrir hjúkrunar konur og ljósmæður. Mér hefur verið falið að gera grein fyrir geislalækningu. við krabbameini á þessu námskeiði. Eins og að líkum lætur, verður aðeins hægt að stikla á því stærsta í ein- um fyrirlesti’i. Efnið er mjög umfangs- rnikið og ekki vandalaust að velja svo úr aðalatriði, að það gefi sæmilega hugmynd um þá læknismeðferð við krabbameini, sem hér mn ræðir. Enginn má hinsvegar láta sinn hlut eftir liggja, þar sem unnið er fyrir gott málefni, að auka sem mest þekkingu á krabbameini meðal hjúkrunar- kvenna og ljósmæðra, og þannig vekja áhuga þeirra fyrir stefnumáli Krabba- meinsfélagsins, þ. e. að ailir vinni sam- eiginlega að því markmiði að gera allt sem unnt er til þess, að draga úr og vinna sigur á því böli, sem krabbameinið er. Þekkingin er þar eitt aðalvopnið. Auk skurðlækninga, hafa geislalækning- ar með röntgen og radium mikla þýðingu við meðferð og lækningu krabbameins. Aðrar aðferðir koma þar vart til greina. — Geislalækningar eru ung vísindagrein, sem hefur tekið stórstigum framförum á síð- ustu áratugum, og er enn á þroskaskeiði, svo að búást má við bættum árangri í meðferð illkynja æxla, þegar fram líða stundir. Hver fann röntgengeislana? Wilhelm Conrad Röntgen, prófessor í eðlisfræði við Háskólann í Wúrzburg í Þýzkalandi, fann geisla þá, sem síðan eru við hann kenndir, 8. nóv. 1895. Þá var brotið blað í sögu vísindanna, og hófst nýtt tímabil i eðlis- fræði og læknavísindum. Próf. Röntgen var að gera rannsóknir á úthleðslufyrir- brigðum, sem verða þegar háspenntum rafmagnsstraum er hleypt á milli tveggja póla í lofttómu glerhylki. Þá varð hann var hinn ósýnilegu geisla, sem hann nefndi X-geisla, þar sem þeir voni áður óþekktir. Það nafn hefur haldizt á þeim að mestu í hinum enskumælandi heimi, en annars eru þeir nefndir röntgengeislar, eftir upp- finningamanninum. Nokkru eftir að þetta gerðist, birti Röntgen fyrstu skýrslu sína um hina nýju geisla, það var 28. des. 1895. Ritið var ekki stórt, aðeins 12 hlaðsíður, en innihaldið mikið og afdrifaríkt fyrir vísindin. Röntgen var stuttorður og gagn- orður og fremur hlédrirgur maður. Hann

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.