Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 10

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 10
8 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIf) Penicillíii, innspÝtingar og gjaldskrá. Á síðustn árum licfur mikið farið í vöxt að gefa penicillín- og vítamininnspýting- ar í heimahúsum. Þetta hefir aftur haft í för með sér, að mjög hefur aukizt eftir- spurri á hjúkrunarliði til þessa starfa. Heimilishjúkrunarkonur Líknar hafa ekkí nema að litlu leyti getað bætt á sig þess- ari grein sjúkraaðgerða, og hafa því hjúkrunarkonur tekið þessi störf að sér fyrir eigin reikning. Sagt er, að sumir læknar hafi einnig kennt einhverjum heimilismanna að dæla þessum lyfjum i sjúklinga sína, og afleiðingin mun m.a. hafa orðið sú, að nokkrar stúlkur, sem ekki kunna annars til sjúkrahjúkrunar, hafa gert sér þessi störf að einhverju levti að atvinnu. Síðastliðið haust samþykkti F. I. H. á fundi sínum nýja gjaldskrá fyrir þær hjúkrunarkonur, sem starfa í einkahjúkr- un og launalögin ná elcki til. Sú gjaldskrá var miðuð við 8 klst. dag- eða nætur- vaktir og einstakar vitjanir. Er þar tekið fram, að hámarksgjald fyrir sjúkravitjun sé 15 kr., fari hún ekki fram úr einni klst. 1 sambandi við gjaldskrána voru ein- mitt umræddar penicillín-innspýtingar teknar (il meðferðar og þótti meðlimum gott, að hafa eitthvert fast verðlag að fara eftir, en mörgum þótti af hátt reikn- að, ef vitjun, þar sem eina sjúkraaðgerðin væri að dæla lyfi í sjúkling, og tæki að- eins skamma stund, yrði greidd með kr. 15. Var þá skýrt tekið fram, að auðvitað væri ]fað hjúkrunarkonunni í sjálfsvald sett, að taka minna, ef vitjunin næði t.d. ekki einni klst., eða þar sem fjárhags- ástæður væru ekki góðar. Undanfarna mánuði hafa mér bæði frá einstökum læknum og fjölda einstaklinga borizt kvartanir um, hversu dýrseldar hjúkrunarkonurnar væru á innspýtingar sínar. Er mér tjáð, að venjulega sé taxt- inn 20 kr. og sé á því gefin sú skýring, að innspýtingin kosti 15 kr. og 5 kr. séu fyrir bílfari. Ég hefi gert ítrekaðar til- raunir til þess að fá nöfn þeirra kvenna, sem slika okurstarfsemi reka, en tekizt illa, þvi fólki er venjuleg þannig farið, að það er óspart á umkvartanir, en rennur svo af hólmi, ef taka á málið til meðferð- ar og leiðréttingar. Þó hefi ég í einstökum tilfellum komizt að því, að ekki hefur verið um lærðar hjúkrunarkonur að ræða, þótt fólk, sem aðstoðarinnar hefir notið, hafi haldi að svo væri. Þarna hafa ólærð- ar stúlkur verið að verki, sennilega með fullu samþykki þeirra lækna, sem fyrir- skipa innspýtinguna. Dylgjur fólks um okurverð í þessum efnum, er að verða hjúkrunarkvennastéttinni til mikils álits- hnekkis, og má því ekki við svo búið standa. Það er auðvitað fjarstæða, að krefja fólk um aukagjald fyrir bilfari, þegar um slíka þjónustu er að ræða, enda þekkist það mér vitanlega ekki í öðrum sjúkravitjunum. Einnig tel ég það vera varhugavert, ef læknar leyfa ólærðum stúlkum að sinna slikum störfum úti um bæinn, þótt skiljanlegt sé, að i einstaka tilfellum sé heimilismanni, þar sem þrifn- aðiu- er í góðu lagi, og læknir tekur ábyrgð á, leyft að meðhöndla lyfjadælu innan vé- banda heimilisins. Verði hjúkrunar- kvennastéttin síðan fyrir aðdróttunum um okurstarfsemi, vegna annarra kvenna, sem annað hvort þykjast vera lærðar hjúkrunarkonur — eða láta almenning vera í þeirri trú, að þær séu það, — fer málið að verða svo alvarlegt, að ganga verður að því með fullri einurð að reyna að leysa það í samráði við læknastéttina. Sigríður Eiríksdóttir.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.