Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 með nokkuð mismunandi bylgjulengd. Með hækkaðri spennu verður tiltölulega meira af röntgengeislum með stuttri bylgjulengd, og er það í ákveðnu hlut- falli við mismunandi spennu. Þetta atriði hefur mikla hagnýta þýðingu, þegar röntgengeislar eru notaðir til lækninga. Stuttir geislar eða harðir, eins og þeir eru oft nefndir, fara dýpra niður í holdið, og ná því vel til meinsemda, sem liggja í innri líffærum. Mjúkir geislar hinsvegar, sem eru með lengri bylgjulengd, stöðvast í ytri vefjum líkamans, og eru þvi not- aðir við meinsemdum eða við aðra sjúk- dóma í húðinni. Auk þess, sem rafspennan hefur áhrif á þessa eiginleika röntgengeislanna, eru einnig notaðar geislasíur (filter). Því er þannig háttað, að geislarnir stöðvast að meira eða minna leyti í efninu, sem verð- ur á leið þeirra. Eðlisþyngd eða atom- þungi efnisins ræður þar öllu, eftir því sem hún er meiri, eykst fyrirstaðan og minna geislamagn fer í gegn. Eins og við þekkjum er blý, sem ,er þungur málmur, notað til verndar starfsfólki á röntgen- deildum. Geislasíur eru úr mismunandi þungum málmi. Ef geisla á útvortis sjúkdóma, t.d. eczem í húðinni, er not- uð lægri spenna (t.d. 150 kv.) og sía úr aluminium, t.d. 2 eða 4 mm á þykkt. Við slíka geislun stöðvast geislamagnið að mestu í húðinni, þar sem því er ætlað að hafa sín áhrif. Ef geislunum er ætlað að ná lengra niður í dýpið, er spennan hærri (t.d. 180 kv.) og sían er úr kopar, vana- lega Vo mm. Þeir geislar, sem þá fara í gegn um síuna, eru tiltölulega harðir, með stuttri bylgjulengd. Með því móti niá hlifa húðinni, því mikið af þeim geislum, sem myndu stöðvast þar, hafa síast frá. Má því koma meira geislamagni á æxlið, sem liggur dýpra, án þess að skaða húðina. Röntgengeislar eru mældir í r-eining- um. Sú mæling hyggist á þvi, að geisl- ( KeWod-a.) ÍJh%& cLau) arnir ionisera loftið, þ.e. framleiða i því örsmáar rafeindir, svo að það leiðir raf- magn. Sérstakir þar til gerðir mælar, sem byggðir eru á þessum eiginleika geislanna, eru hafðir til þess að mæla geislamagnið. Hér er ekki tækifæri til þess að gera frekari grein fyrir þessum atriðum. Geta má þess, að geislaskammturinn verður að vera mjög nákvæmlega mældur, því að ef svo er ekki, getur það valdið röntgen- bruna eða haft önnur skaðleg og heilsu- spillandi áhrif á sjúklinginn. Geislamagn- ið frá röntgenlampanum getur hreytzt við notkunina, og þarf því að sannprófa það öðru hvoru. Hér hjá okkur annast Þor- björn Sigurgeirsson, atomfræðingur, það starf. Læknar og hjúkrunarkonur, sem annast geislunina, þurfa að vera nákvæm og aðgætin, svo að geislameðferðin valdi ekki tjóni. Radiumgeislar eru sama eðlis og röntgengeislar, Það var Marie Slilodowska

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.