Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 sínum allan daginn, þó að þeir mæli að rökum með leikskólavist til handa börn- um innan skólaskyldualdurs. Kappkosta þarf að gera sem flestum mæðrum kleift að hafa böm sín hjá sér, sem mestan hluta sólarhringsins, svo framarlega sem þær eru vitsmunalega og siðferðilega hæfar til að gegna móður- hlutverkinu. Því yngri sem börnin eru, því síðm- mega þau við þvi að fara á mis við at- læti og umhyggju móðurinnar. Erlendis, þar sem fjárhagsvandamál heimilanna hafa víða verið leyst með því, að senda börn á dagheimili og ungbörn á vöggustofur, svo að mæðurnar gætu unnið fyrir þeim, hafa þessar ráðstafanir ekki gefið góða raun, skoðað frá uppeldis- legu sjónarmiði. Alvarlegastar afleið- ingar hefur það að skilja ungbarnið frá móður sinni. Enskar rannsóknir hafa t.d. leitt í ljós, að börn á fyrirmyndarstofn- unum standa öreigabörnum að baki um andlegan þroska á siðari hluta fyrsta árs. Auk þess er hætt við að móðir, sem þarf að láta barn sitt frá sér á unga aldri, varpi smám saman af sér allri ábyrgðinni á uppeldi þess — og er þá illa farið. Það var þvi ekki að ástæðulausu, að fóstrur og forstöðukonur, sem héldu nor- rænt mót í Danmörku sumarið 1947, samþykktu meðal annars svohljóðandi á- skorun til í’íkisstjórna á Norðurlöndum: „Að áliti voru ber að veita börnum inn- an tveggja ára aldurs, uppeldi að öllu leyti á heimilinu, en ekki á dagheimilum eða öðnun stofnunum. Þess vegna skor- um við á hlutaðeigandi yfirvöld að taka rækilega til athugunar, hvort ekki er unnt að veita mæðrum barna á þessum aldri svo mikla fjárhagslega aðstoð, að þær geti sjálfar stundað börn sín og heimili.’1 Á þessa leið er skoðun þeirra, er mesta reynslu hafa af barnaheimilum á Norður- löndum. Barnaheimili og vöggustofur eru enn of fáar í Rvík, svo að hjá okkur gæt- ir sízt öfga á þá sveifina, en ekki er ráð nema i tíma sé tekið, og það er ævinlega tími kominn til að leita bezta ráðsins. Það er augljóst, að mæðumar, sem einar vinna fyrir barni sínu eða börnum, og barnmörgu og fátæku foreldrarnir þurfa á aðstoð að halda. En grundvallarspum- ingin er: Hvers konar aðstoð er æskileg- ust frá uppeldisfræðilegu sjónarmiði og líklegust til heilla börnunum sjálfum, for- eldrum þeirra og þjóðfélaginu? Leysa dag- heimilin bezt úr þessum vandamálum eða verður farsælla að styrkja einkaheimilin ? Þetta skiptir svo miklu máli, að ekki verð- m* hjá því komizt að þrauthugsa, hverj- ar leiðir muni vænlegastar að marki. Hér mun það þó ekki rætt frekar. öruggasta og haldbezta barnaverndin hlýtur að vera sú, að varðveita heilbrigði þeirra barna, sem fæðast í þennan heim heil á líkama og sál. Við þau hljótum við fyrst og fremst að binda framtíðar- vonir okkar, og að þeim hlýtur starfsemi Barnaverndarfél. Rvk. einnig að beinast. ^utnathúMÍ Meðal hjúkrunarkvenna hefur verið efnt til samskota til kaupa á lóð siiniar- hússins, sem er leigulóð. Þegar hafa safn- azt 2600,00 kr.; en betur má ef duga skal, því að lóðin kostar 10.000,00 kr. Hér með er skorað á þær hjúkrunar- koniu’, sem ekki hafa þegar látið eitthvað af hendi rakna að styðja samskotin og gefa helzt um 50,00 kr. hver. Frk. Katrín Gisladóttir hjúkrunarkona á Landsspítalanum veitir samskotunum viðtöku.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.