Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 14
12 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ í ritdómi um bók þessa, er birtist i Morg- unblaðinu: Höf. gefur ráð og leið- beiningar um, hvernig bezt sé að koma öllu fyrir, setur markið hátt og gengur út frá því að góð skilyrði séu fyrir hendi, en þá dettur máske einhverjum í liug gamla máltækið: „Ivóngur vill sigla, en byr verður að ráða“. Margri dalakonunni myndi máske þykja snúningsamt að leita læknis 10—15 sinnum um meðgöngutím- anna, ef henni fyndist allt með felldu og sumar þættust geta komist af með minna en 3—4 dúsin af bleium og 8—10 pela, en þetta hefir allt sína kosti og alltaf er hægt að slá af, ef annars er ekki kostur, og gott er að vita hvað heppilegast er, ef ástæður leyfa. — Ég er sann- færður um að þessi bók verður foreldrum hinn bezti leiðarsteinn og að hún verður aufúsugestur á mörgu heimili---------■“ Þetta segir Ingólfur Gíslason. Að mínum dómi hefir frk. Þorbjörg lagt alúð við verkið svo sem hennar er von og vísa, m, a, tel ég mikilsvert að fá þarna greinagóðan kafla um heilsuvernd móðurinnar um meðgöngutímann, og ekki veitir af að brýna fyrir mæðrum að hafa börn sín á brjósti og hvað bezt sé að gera svo það megi takast. Aftast í bókinni er þörf hugvekja um slysavarnir, heilsu- vernd, sjúka og ófullburða barnið. Þegar ég las kaflann um ógleði og upp- köst sem algeng þungunareinkenni koma mér í hug ummæli tveggja lækna þessu viðvíkjandi: — Yfirlæknir fæðingardeild- arinnar í Árósmn sagði okkur hjúkrunar- konum sögu um vanfæra konu, er kom á deildina vegna uppsölu um meðgöngu- tímann. Svo brá við, að hún steinhætti að selja upp er á spítalann kom — en, mað- urinn hennar mátti ekki einu sinni koma í heimsókn þá byrjaði hún aftur, og geta má nærri hvernig fór þegar heim kom. Dr. D. H. Fink segir í bók sinni „Release from Nervous Tension“, að til hans kom kona nokkur, er kvartaði um að hafa ekki haft tíðir í 3 mánuði. „Það hlýtur að vera eitthvað atlnigavert með hormón- anna“, sagði hún. „Ekki er ég vanfær því þá myndi ógleðin segja til sín.“ Dr. Fink rannsakaði konuna og sagði að því loknu: „Eftir mánaðartíma byrjar barnið að sparka innan í yður.“ „Fljótt með ílát“, kallaði konan -— og miðdags- matinn missti hún í ílátið. Mér finnst skemmtilegt að myndirnar í hókinni skuli vera teknar á Fæðingar- deild Landspítalans, en nokkuð eru þær misjafnar að gæðum. Hefir hj.k. og ljós- mæðrum á L.sp. verið kennt að mæla hit- ann í börnum, eins og þarna er gert? Og hvers vegna er höfði barnsins haldið fast við kranann (lieita eða kalda) meðan verið er að því? Málið á bókinni er gott, þó finnst mér dálítið óviðkunnanlegt að nefna geirvört- ur konunnar brjóstvörtur (brystvorter). Aftur á móti finnst mér fallegra að segja að liarnið sé lag't „við brjóst“, eins og þarna er gert, en ekki „á brjóst“ svo sem venjan er að segja. Frk. Þorbjörg á þakkir skilið fyrir þessa þörfu bók. — Hún er 203 bls. að stærð og kostar kr. 55,00 í góðu bandi. M. J. FRETTIR. Útför Jóhönnu Knudsen fyrrv. yfir- hjúkrunarkonu fór fram frá Fossvogs- kapellu j). 14. sept. s.l. Kistan var einkar smekkelga og viðeigandi skreytt, með þrí- litri íslenzkri fjólu. Hjúkrunarkonur báru kistuna inn í kapelluna. Voru það nem- endur hinnar látnu og kunningjakonur. I byrjun októbermánaðar voru hér á landi starfandi eftirtaldar erlendar hjúkr- unarkonur: Á Landspítalanum: Dagmar Sofie Petersen, Elisaheth Kristoffersen, Gertrud

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.