Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 3
3. tbl. 1950. XXVI. árg. Útgefandi: F. í. H. Form. F. í. H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. Ritstjórn: Ásvallagötu 79, Reykjavik. Guðrún Bjarnadóttir, sími 80216. Sími 1960. Jakobína Magnúsdóttir, simi 80566. Gjaldk.: Frú María Pétursdóttir, Arngunnur Ársælsdóttir, sími 3556. Garðastræti 8, sími 5097, box 982. — 3M i n n in yaro rð — JOHANNA KAUDSEA /f/ffi*. yiirhjúhruttarhnna. Þann 8. sept. s. 1. lést Jóhanna Knudsen, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona í Land- spítalanum, eftir þungbæra sjúkdómslegu. Hún var fædd 10. okt. 1897, dóttir hjón- anna Hólmfríðar og Vilhelms Knudsens, verzlunarstjóra frá Akureyri. Jóhanna hlaut í æsku ágæta menntun, enda bráð- gáfuð og listhneigð svo af har. 1 útliti og framkomu allri einkenndi hana svipur sannrar menntunar og var öllum ljóst er sáu hana, að þar fór óvenjuleg kona. 1 nokkur ár vann hún að skrifstofustörf- um, en brátt kom i ljós, að shk störf full- nægðu ekki löngun hennar til þess að vinna þjóð sinni gagn, og hóf hún þá hjúkrunarnám. Jóhanna lauk hjúkrunarprófi í Osló árið 1930 og hvarf þá þegar heim til starfa þeirra er um getur í annari minn- ingargrein um hana hér í blaðinu. — Hjúkrunar- og heilsuverndarstörfum gegndi hún síðan fram til ársins 1947, allsstaðar með þeirri vandvirkni og mannúðarkend, er einkendi hvert það starf er hún tók sér fyrir hendur. En Jóhanna var kröfuhörð við sjálfa sig og um allt það, er orðið gæti til góðs fyrir skjólstæðinga hennar, óskaði þar ávallt Jóhanna Knudsen. hins bezta, en átti erfitt við að fella sig við hið næst-bezta. Vart verður Jóhönnu rninnst án þess að geta hinna ágætu kennsluhæfileika hennar og munu hjúkr- unarnemar þeir sem dvöldu undir hand- leiðslu hennar á Isafirði þau ár sem hún var yfirhjúkrunarkona þar, undantekn- ingarlaust telja það lán að hafa fengið að njóla slíkrar hjúkrunar- og siðfræði- kennslu. Auk annara starfa sat Jóhanna Knud-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.