Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 8
H J Ú KRUN ARIv VEN N ABLAÐIÐ
tæk, eru oft og tíðum læknuð með geislum,
ef batahorfur eru jafn góðar eða betri
þannig. önnyndarnir eftir geislameðferð,
eru oft litlar og ekki lýtandi, eins og
orðið getur eftir skurðaðgerð ef hún er
gagnger.
Eins og áður var rakið, er all mikill
munur á geislanæmi ýmissa vefja líkam-
ans. Á sama hátt er mikill munur á
geislanæmi hinna ýmsu illkynjuðu æxla.
Næmi þeirra er venjulega nokkuð svip-
að eða öllu meira en þess vefjar, sem
æxlið er vaxið út frá. Það má með nokkr-
um sanni deila þeim í 3 flokka, eftir
geislanæmi: mjög- næm, miðlungsnæm,
og ónæm æxli. Að sjálfsögðu er aðeins
hægt að beita geislameðferð við 2 fyrstu
flokkana.
Maður skyldi ætla að mestar vonir
stæðu til þess, að vinna bug á hinum mjög
næmu æxlum með geislum. Þvi er þó ekki
að heilsa. Þetta eru mjög illkynjuð æxli,
sem sá sér fljótt til annarra líffæra, svo
að horfur eru slæmar frá byrjun. 1 þess-
um flokki mjög geislanæmra æxla eru
ýmis sarkmein, sérstaklega vaxin út frá
beinmerg, lymfueitlum eða lymfatiskum
vef, t.d. í koki eða nefkoki. Einnig telj-
ast þarna til sumar æxlistegundir í kyn-
kirtlum (testes og ovaria). Ilvítblæði eða
leukæmi heyra einnig hér til. Það er
undravert að sjá, hvernig æxli í þessum
flokki getur bráðnað niður við geislameð-
ferð, á örskömmum tíma. Æxli á stærð við
mannshöfuð getur horfið að mestu á
nokkrum dögum, og líðan sjúklingsins
breytist á sama hátt til hins betra á stutt-
um tíma. Bata er þó ekki að vænta til
frambúðar, en kannske um árabil, við
þessar hraðvaxandi æxlistegundir.
1 næsta flokki æxla, sem eru í meðal-
lagi næm fyrir geislum, næst beztur ár-
angur með geislameðferð. Þau vaxa hæg-
ar og sá sér ekki eins fljótt og mjög
geislanæmu æxlin. Vegna þess að geisla-
næmið er oft mjög takmarkað, þarf tíð-
um mjög stóra geislaskammta til þess að
eyða æxlinu, svo að nálgast geislaþol húð-
arinnar. 1 þessum flokki er krabbamein
í húðinni, sum slímhúðarkrabbamein, sér-
staklega í mimni, og einnig legkrabba-
meinið.
Við röntgengeislun á krabbameini,
reynir venjulega mikið á geislaþol húðar-
innar, þvi að óhjákvæmilega verða geisl-
arnir að fara í gegnum hana þótt' æxlið
sé dýpra. Það hefur komið í ljós, að það
má margfalda þann geislaskammt, sem
hægt er að koma í innvortis æxli, frá
því sem var fyrr meir, án þess að mis-
bjóða geislaþoli húðarinnar. Eftir þeirri
röntgentækni, sem nú tíðkast mjög, er
geislaskammtur tiltölulega lítill hverju
sinni, en geislunin dregin á langinn. Heild-
ar-geislaskammtur, sem nær æxlinu, get-
ur þannig orðið æskilega stór, án þess að
misbjóða húðinni. Ef þannig er geislað í
smáskömmtum, verða breytingar í húð-
inni á annan veg. Eftir þriggja vikna
tíma eru þær mestar. Húðin er þá mjög
rauð og pigmenteruð, kannske með
vessandi fleiðrum, vegna röntgenbruna.
Húðin jafnar sig þó fyllilega, þegar geisl-
unin er gel'in á þennan hátt, en ekki í
fáum stórum skömmtum, eins og áður
tíðkaðist.
Þegar geislameðferðin tekur svo lang-
an tíma, er talið að hkurnar fyrir því
aukist mjög, að geislarnir hitti æxlisfrum-
urnar, þegar þær eru að skipta sér og
eru næmastar fyrir geislunum.
Þessi geislatækni, sem nú var lýst
(kennd við H. Coutard), er ein aðal-
framförin í geislameðferð hin síðari ár,
og hefur bætt mjög árangur við ýmsar
krabbameinstegundir, sem áður voru lítt
eða ekki viðráðanlegar með geislun (Ca.
laryngis).
Radium og röntgengeislar eru notaðir
jöfnum höndum. Við útvortis krabbamein,
sem ekki er mjög stórt um sig og afmark-
að, t.d. í húðinni, er notað radium. Einn-