Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 4
2
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
sen nokkur ár í stjórn Fél. ísl. hjúkrunar-
kvenna, og svo mikið traust bárum við
samstarfskonur til dómgreindar hennar,
að ekki þótti framfaramálum hjúkrunar-
kvennastéttarinnar vel borgið, nema henn-
ar álits og ráða væri leitað. Á þann hátt
áttum við saman margþætta samvinnu,
og er mér nú mikill söknuður að því að
ekki er lengur holl ráð og skilning að
sækja til hennar um okkar sameiginlegu
liugðarmál. — Þótt Jóhanna væri frábær
hjúkrunarkona við sjúkrabeð, varð það
hlutskipti hennar að taka að sér heilsu-
gæslustörf um skeið í lögreglu Reykja-
víkur, en síðustu árin hvarf hún frá
hjúkrunarstörfum og gerðist þá ritstjóri
og útgefandi tímaritsins Syrpu um leið
og lnin hóf nýjan listiðnað til vegs, en
það var skreyting hennar úr þurrkuðum
íslenzkum blómum á heillaóskakort og
minjagripi. — Heilsugæslan í lögreglu
Reykjavíkur, útgáfa Syrpu og minja-
gripaskreytingin voru 3 samslungnir þætt-
ir, er áttu rót sína að rekja til sterkrar
ættjarðarástar. Jóhanna var í hópi þeiiæa
Islendinga, sem á hernámsárunum sá
glöggt hættur þær er steðjuðu að íslenzku
þjóðinni með hérvist hins fjölmenna her-
liðs. Hana tók sárt afdrif ungra stúlkna
í þeirri viðureign og ósæmandi samskipti
landa sinna við hernámsliðið. Og henni
fannst mikil vansæmd vera í því, að land
og þjóð var kynnt út á við með sölu
ósmekklegs varnings, undir nafninu is-
lenzkir minjagripir. Loks fannst henni
dekur margra Islendinga í ræðu og riti
við hernámsliðið í senn niðrandi og
hættulegt fyrir islenzkt þjóðerni. — Þess-
vegna réði Jóhanna Knudsen sig til lög-
reglu Reykjavíkur og fullyrði ég að hún
vann þar þjóðþrifastarf og bjargaði
margri ungri stúlku frá glötun. Heilslu-
gæzla sem þessi var óþekkt hér á landi
og mjög erfitt starf. Jóhanna eignaðist
marga samstarfsmenn, en því miður varð
líka á vegi hennar skilningslaust fólk,
sem réðist gegn henni. Sjálfsagt hafa þær
árásir sært djúpt og orðið til þess, að
hún dró sig í hlé. En þá hófst sá þáttur
í lífi Jóhönnu Knudsen, sem ég tel hafa
orðið giftudrýgstan. Með snilldargreinum
sínum í tímaritinu Syrpu tókst henni að
ná til þjóðarinnar til vakningar og hvatn-
ingar að vaka á verðinum. Syrpa var
eitt vandaðasta og bezt ritaða tímarit,
sem út kom um þessar mundir, í senn
fróðleikur og hispurslausar rökfastar
greinar um vandamál líðandi stundar.
Þegar Jóhanna fékk frétt um að henni
hefðu verið veitt 1. verðlaun í keppni um
minjagripagerð, gladdist hún mjög. Sagði
hún eitt sinn við mig, að nú styrktist hún
í trúnni á það, að unnt yrði að útrýma
öllu því, sem selt væri úr landinu því til
vanvirðu, og bæri ósmekkvísi og menn-
ingarleysi vott. Taldi hún blómagerð sína
tákna hreinleika ættjarðarinnar, en
svo þyrfti önnur þjóðleg minjagripateg-
und að rísa upp, sem táknaði manndóm
og staðfestu sjálfstæðrar þjóðar.
Island hefir mist einn sinna beztu þegna,
en þess er að vona, að merki Jóhönnu
Knudsen verði haldið hátt á loft og er þá
vel borgið minningu óvenju mikilhæfrar
og heilsteyptrar konu.
Ég þakka viðkynninguna, samstarfið,
styrk og uppörfun á erfiðum stundum.
Og ég á ekki betri ósk til ættlands míns
og þjóðar en þá, að sem flestir þegnar
hennar lifi og starfi í anda Jóhönnu
Knudsen.
Sigríður Eiríksdóttir.
Jóhanna Knudsen er horfin af sjónar-
sviðinu. — Hún andaðist 8. september
s. 1. eftir nokkurra mánaða erfiða sjúk-
dómslegu, 52 ára að aldri.
Þótt hennar sé sárt saknað af vinuni
og vandamönnum, munum við þó gleðj-
ast yfir, að hún er nú laus frá þrautunum