Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 3
Úr dagsins • önn Hjúkrunarkvennatalsnefnd; frá vinstri: Bergljót Líndal, Ema Aradóttir, Ingi- leif Óiafsdóttir, Guðrún Guðnadóttir, Guðrún Ámadóttir, Salome Pálmadóttir. Spjallað við hjúkrunarkvennatalsnefnd Á vegum Hjúkrunarfélags Islands starfar nefnd, sem sannar- lega er kominn tími til að kynna fyrir lesendum. Þetta er hjúkrun- arkvennatalsnefnd, en hana skipa: Bergljót Líndal, Erna Aradóttir, Guðrún Árnadóttir, Guðrún Guðnadóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Salome Pálmadóttir. Þar sem nefnd þessi hefur starfað í 3 ár datt okkur í hug að hitta þær að máli á einum af miðvikudagsfundum þeirra í skrif- stofu félagsins að Þingholtsstræti 30. Tekið var rausnarlega á móti blaðakonu, og ef veitingar eru alltaf jafn glæsilegar og á þessum fundi er skiljanlegt að nefndarkonur uni sér á fundunum. Að lok- inni kaffidrykkju hófust fjörugar samræður um hjúkrunarkvenna- talið, tildrög þess, markmið, starfstilhögun nefndar o. fl. „Hver voru fyrstu tildrög aö hjúkrunarlcvennatali?“ „Samþykkt var á félagsfundi í desember 1964 að hefjast handa um útgáfu hjúkrunarkvennatals og miða útgáfu þess við 50 ára afmæli HFÍ í nóvember 1969. Tilgangur ritsins er eiginlega sá að varðveita nöfn hjúkrunarkvenna frá upphafi, en saga skipulagðr- TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 27

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.