Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 7
alt frá heilanum, þegar hann
vegna veiklaðrar hjartastarf-
semi og blóðrásar fær ekki nóg
súrefni. En um leið hverfur
meðvitundin og þar af leiðandi
sársauki. Dauðinn er miskunn-
samur. Sjúklingar, sem verið
hafa nær dauða af lífhimnu-
bólgu, einum sársaukafyllsta
sjúkdómi sem til er, segja að á
landamærum lífs og dauða, milli
meðvitundar og meðvitundar-
leysis hafi þeir jafnvel fundið
til eins konar sælutilfinningar.
Maöur deyr alltaf þyrstur.
Vöðvaviðbrögð (reflexar)
hverfa smám saman, og neðan
frá. Þar af leiðandi verður sog-
refleksinn, fyrsta viðbragð
mannsins eftir fæðinguna, einn-
ig það síðasta sem hverfur.
Þetta þýðir að maður getur allt
til hinstu stundar sogið til sín
vökva; ennþá ein miskunnsöm
í'áðstöfun náttúrunnar, því að
vegna aukins adrenalinútskiln-
aðar er hinn deyjandi alltaf
þyrstur. Eða eins og sagt er
„tungan límist við góminn“.
hegar hjúkrað er deyjandi
manni, sem ekki getur drukkið
lengur, er hægt að útbúa eins
konar kveik og stinga öðrum
endanum í vatnsglas og hinum í
munn sjúklingsins. Eða þá að
vefja litlum ísmola í grisju og
leggja á milli efri tanngarðs og
kinnar.
Heyrnin er síöasta skiln-
mgarvitiö sem hverfur.
Eitt, sem allir ættu að muna,
er að heyrnin er síðasta skiln-
ingarvitið sem hverfur. Sá sem
er að dauða kominn heyrir oft
greinilega þótt svo líti út sem
hann sé langt frá tíma og rúmi.
Þáð að augun eru lokuð getur
orsakast af þreytu og ekki með-
vitundarleysi.
Á undan heyrninni hverfur
sjónin.
Hinn deyjandi verður var við
að það dimmi, og snýr sér að
ljósinu eða glugganum. Það á
alltaf að vera bjart hjá deyj-
andi sjúklingi. Eins og Goethe
sagði síðast „Meira ljós“.
„Dauöi minn er minn eiginn“
einnig í þeim skilningi að dauði
eins líkist ekki annarra dauða.
Dauðastríðið fylgir ekki sömu
línum hjá ungum og gömlum.
Hjá hinum unga er ennþá forði
af kröftum eftir, en hjá hinum
aldraða er mótstöðuaflið brotið
fyrir löngu. Einkenni þess að
mótstaðan fyrir alvöru tekur að
dvína hjá gömlu fólki ei\ að það
hættir að geta borðað sjálft og
vill helzt sofa allan daginn. Það
snýr bókstaflega baki við lífinu.
Einn góðan veðurdag verða að-
standendur e. t. v. varir við að
andardráttur og púls eru hrað-
ari, og slím safnast í lungnapíp-
urnar, og lungnabólgan, síðasti
sjúkdómur margs aldraðs fólks
er orðin staðreynd. Þrátt fyrir
alla meðferð og umönnun missir
hann meðvitund, andardráttur
dýpkar og verður hryglukennd-
ur, nefbroddurinn kaldur, hend-
ur og fætur stirðna. Og með
nokkrum djúpum andvörpum
stöðvast svo andardrátturinn.
Hjartslátturinn heyrist ekki
lengur í hlustpípunni, andlits-
húðin stríkkar, sjáöldrin víkka,
andlitið verður innfallið. Lífið
er búið. Eftir nokkrar klukku-
stundir kemur svo dauðastirðn-
unin, og smám saman líkblett-
irnir.
Hræöslan viÖ skinndauöa.
Margt fólk, og ef til vill eink-
anlega gamalt, sem hefur hrak-
að smám saman, þannig að það
hefur haft tíma til að hugsa um
það sem fyrir dyrum er, er
hrætt við skinndauða. Sumir fá
lækninn til að lofa sér því að
hann skeri á slagæðar hjá þeim
eftir dauðann, til að útiloka
þennan möguleika.
Og öruggt er að skinndauði
getur átt sér stað. Það hefur
skeð að hjartað hefur byrjað að
slá aftur þegar sjúklingur sem
dó sitjandi var lagður útaf.
Hjartalínurit, sem lítur út
sem strik, þarf ekki að þýða, að
hjartað hafi stöðvast. Það gæti
einnig verið galli á tækinu.
En læknar hafa svo marga
möguleika til að útiloka skinn-
dauða að enginn þarf að óttast
slíkt.
í þessu sambandi er sagt frá
konu, sem var lögð inn á sjúkra-
hús 1965 vegna sífelldra húð-
blæðinga á iljum. Læknir, sem
skoðaði hana, sagði undrandi
„en þetta lítur nærri því eins út
og líkblettir“! Sjúklingurinn
spratt upp eins og fjöður og
hrópáði: „Það er einmitt það
sem það er, ég var dáin í gær“!
TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 31