Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 12
Ingibjörg Árnadóttir Suipmundir 1 t't i t í i. Ji (< ilÁ J43J Frá tískuhúsinu „Hlöðubúð". — Frá vinstri: Frk. Sigga Ligga Lá — Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir. Frk. Donna Mixolína — Ólafur Mixa, læknir. Frú Arabíska — Jón Ólafsson, húsgagnaarkitekt. Frk. Þjóðlína Channel, forstöðukona — Hlöð- ur F. Bjarnason, læknir. Frk. Gina Lolló Obstetrica — Jón Þ. Hallgrímsson, lækn- ir. Frk. Narkosa Anasthesia •— Rögnvaldur Stefánsson, hjúkrunarmaður. Hin Franskættaða — Ketill Larsen, leikari. Árshátíð Hjúkrunarfélags Is- lands var haldin að Hótel Sögu (súlnasalnum) föstudaginn 29. marz 1968, og hófst með borð- haldi kl. 19.30. Þátttaka félagsmeðlima hefði mátt vera betri, en þrátt fyrir það var hátíðin að öllu le.vti mjög vel heppnuð. Virtust allir gestir skemmta sér hið bezta. Skemmtiatriði hófust méð því að Árni Jónsson söngvari stjórnaði sameiginlegum söng, af mikilli snilld. Þar á eftir voru fluttir tveir stuttir gamanþætt- ir, frumsamdir af Katli Larsen leikara, og lék hann einnig sjálf- ur. Guðrún Eygló Guðmunds- dóttir hj úkrunarkona, söng lít- inn brag um litla hjúkrunar- konu. Rúsínan í pylsuendanum var tízkusýning, sem vakti mikla kátínu áhorfenda, meðfylgjandi mynd gefur lesendum örlitla nasasjón af hinni óviðjafnan- legu forstöðukonu tízkuhússins „Hlöðubúð" og sýningardömum hennar (hans). Happdrætti var innifalið í aðgöngumiðunum og dró frk. Katrín Gísladóttir hjúkrunar- kona út vinning. Síðan var stiginn dans af miklu fjöri til kl. 02. Veizlustjóri kvöldsins var Ingibjörg Árnadóttir hjúkrun- arkona. 1 undirbúningsnefnd voru þær Ingibjörg Árnadóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir og Sigrún G. Gísladóttir. 36 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.