Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Side 13
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Hér koma nokkur heilræði úr bókinni
„KURTEISI“ eftir Rannveigu Smith
Kurteisi.
Snyrtileg kona má aldrei toga niður
Hfstykkið sitt á opinberum stöðum.
Við skulum vera varasöm með regn-
hlifina okkar á götum og almanna-
færi. Það gaeti verið „óþægilegt" — og
d^rt — ef við rækjum augun úr ein-
hverjum.
Borðsiðir.
Hvar sem er í heiminum þykir það
niikil ókurteisi að borða með hanzka.
Ekkert er eins ósiðlegt og að stinga
hnifnum upp í sig.
Þerridúkinn má aðeins nota til þess
að þurrka sér um munninn og fing-
urna — fyrir alla muni ekki til þess
að þurrka sér um nefið!
Ekki má naga bein og því síður
sleikja fingurnar.
Sá, sem notar tannstöngul í annarra
viðurvist, ætti að flengjast.
Þegar við sitjum að borðum, meg-
um við ekki leika okkur að hnif og
gaffli eða flytja hlutina fram og aftur
fyrir framan okkur, hnoða brauðið eða
því um líkt.
Ekki þykir kurteisi að veifa gafflin-
um eða öðrum tækjum í kringum sig
við borðið.
Það er miður „klæðilegt" fyrir kven-
fólk að blóta. Annars eru það ekki svo
mörg blótsyrði, sem manni leiðist að
hlusta á, eins og það, að sumt kvenfólk
notar svo mikið ruddaleg orð. T. a. m.
virðist orðið „drulla" vera mjög mikið
notað og hika ég ekki við að segja, að
það er ekki orð í íslenzkunni, sem er
eins andstyggilegt; það brýtur i bág
við alla kurteisi, og orðið er svo óþol-
andi, að manni verður bókstaflega
flökurt af að hlusta á kvenfólk — já,
líka karlmenn — nota það.
Þá ætti kvenfólk að varast orðin
„ljúga“ og „skítur"; hvers vegna má
ekki nota orðin „skrökva" og óhrein-
indi"?
*
TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 37