Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Qupperneq 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Qupperneq 15
Frá Montreal mjóar, en þar eru nú komnar forngripaverzlanir, sýningar- salir fyrir listmuni og veitinga- hús. Meðal hinna elztu bygginga í gamla borgarhlutanum er Chateau de Ramesay, 261 árs gamalt safn, sem upprunalega var aðalaðsetur franskra ný- lendustjóra, og síðar brezkra eftirmanna þeirra. I ameríska borgarastríðinu var húsið her- tekið af Benjamín Franklín og mönnum hans. Montreal nútímans. Miðborgin hefur með bygg- mgu margra og stórra skýja- kljúfa fengið mjög nýtízkuleg- an svip. Það kostaði 200 millj- ónir dollara að byggja Place Ville Marie, en miðhluti hennar er 45 hæða krosslaga bygging. I þessari byggingarsamstæðu eru 60 verzlanir, tvö kvikmyndahús og tvö leikhús. Þetta hús notar álíka mikið rafmagn og venju- legur 20.000 manna bær, og sím- arnir eru eins margir og í 15.000 manna bæ í Norður-Ameríku. Rétt hjá er Place Victoria, önnur af tveimur 47 hæða bygg- ingum. Þar eru tvær kauphallir og í kjallaranum eru 40 verzl- anir, veitingahús og barir. Milli þessara tveggja risabygginga er Place Bonaventure, þar sem margir af ICN fundunum verða haldnir árið 1969. I efsta hluta byggingarinnar er 410 her- bergja hótel, sem byggt er hringinn í kringum vetrargarð. I stærsta salnum eru 17.000 sæti, og þar að auki eru í húsinu meira en 100 verzlanir, og veit- ingahús við allra hæfi. Hótel og veitingahús. í Montreal eru fleiri hótel og betri ferðamannaþjónusta en nokkur annar bær í Kanada býð- ur. í útjaðri borgarinnar eru Ritz-Carlton mótelin, sem eru óvenju skemmtileg, og í fjöl- förnustu verzlunargötunum er minna en 5 mínútna gangur á milli hótela. í borginni eru 4000 veitingahús, sem hafa á boðstól- um meira en tylft mismunandi þjóðrétta. Skemmtanalíf er mjög fjölbreytt. Sinfóníuhljóm- sveit Montreal hefur áunnið sér alþjóðlega viðurkenningu. Ball- ettsýningar og leiksýningar fara fram í Place des Art í miðborg- inni. Hundruð bara og nætur- klúbba bjóða margs konar skemmtiatriði: ýmist litlir reyk- mettaðir salir, þar sem sungnir eru fransk-bandarískir alþýðu- söngvar, eða stórir skemmti- staðir, þar sem frægir skemmti- kraftar sýna listir sýnar. Allir, hvort sem það eru borgarbúar eða aðkomumenn, ættu að geta fundið skemmtan- ir við sitt hæfi í Montreal. Bæði borgin og landið eru hrífandi, en stórfenglegast er landið að sumarlagi, og það er einmitt næsta sumar, sem ICN mótið verður haldið. Lausl. þýtt, E. B. D. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 39

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.