Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Page 17
sérstaklega hjúkrunarkonur
sjúkrahússins, sem vinna við
svo erfiðar aðstæður, að slíkt
þekkist óvíða. Við höfum sætt
okkur við þetta, segir yfirhjúkr-
unarkonan, vegna þess að vi'ð
héldum, að við ættum von á öðru
betra. En nú, þegar komnar eru
fram slíkar raddir, að breyta
þessari nýju byggingu í menn-
ingarmiðstöð eða skóla, þá er
ekki hægt að þegja lengur. Það
hlýtur að koma að því, að við
gerum kröfur til annars betra.
Þó að þessi eina rödd hafi látið
frá sér heyra í einu blaði bæj-
ni’ins, þá eru því miður fleiri,
sem tala um þetta sín á milli.
Það er sagt að taprekstur á
sjúkrahúsinu sé um 2 millj. kr.
Það eru miklir peningar finnst
rnanni auðvitað. En hvaða
sjúkrahús ber sig í dag? Þetta
£etur ekki slegið ryki í augu
okkar, sem við þessi mál fáumst,
því að hér kemur svo margt tií
greina. Hvað ætli sjúkrasamlag-
ið þurfi að greiða árlega fyrir
s.iúklinga, sem sendir eru á önn-
ur sjúkrahús víðs vegar um land-
ið, vegna þess að hér er ekki
hægt að sinna þessu fólki. En
með tilkomu nýja sjúkrahússins
væri hægt að sinna flestum
sjúkratilfellum, og myndu þá
ekki peningamálin, sem virðast
skipta hér öllu máli, breytast?
En fólk horfir yfirleitt sjaldan í
peningana, ef hægt er að kaupa
heilsuna aftur.
Er ekki kominn tími til að
forráðamenn þessa bæjar, og á
ég þá við háttvirta bæjarstjórn,
geri sér grein fyrir vinnuað-
stöðu þess fólks, sem er að reyna
að vinna hér að heilbrigðismál-
um? Stöldrum við á sjúkrahús-
inu, þar er vinnuaðstaðan svo
hörmuleg, að aðalvinna hjúkr-
unarkvenna er á göngum sjúkra-
hússins. Það er svolítið meira,
sem þarf að gera á sjúkrahúsi
en áð búa um rúm sjúklinga.
Allar umbúðapakkningar til
sótthreinsunar fara fram á
göngum sjúkrahússins, þar eru
engin vinnuherbergi éða vakt-
herbergi. Eða hvar er yfirlækn-
inum ætlað að ræða við sjúk-
linga sína?
Sér fólk ekki, hvað hér vant-
ar?
Ég trúi ekki öðru, en það
sjái þetta og finni, þótt enginn
vilii viðurkenna það.
Það má líka koma fram, að á
göngum sjúkrahússins er bið-
stofa fyrir fólk, sem kemur ut-
an úr bæ. Þar er sjónvarpið
staðsett, sem sagt setustofa fyr-
ir sjúklingana.
Aðstoðarlæknar hafa heldur
ekki að neinu að hverfa. Það
þarf að skrifa sjúkrasögu hvers
einasta sjúklings, sem inn er
lagður á sjúkrahús. Það er að
vísu til eitt skrifborð, staðsett í
herbergi, sem allir þurfa að
ganga um. Yfirhjúkrunarkon-
an, þarf einnig að gefa miklar
skýrslur og stjórna og raða nið-
ur vinnutímum starfsfólks.
Þetta verður hún að gera á
kvöldin eða um nætur, svo hægt
sé að vera í næði. Sitja þessir
háu herrar ekki í fínum dýrind-
isskrifstofum með teppum út í
öll horn, og liggur meira eftir
þá en það fólk, sem er að reyna
áð vinna að því að hjálpa þeim
sjúku aftur út í lífið. Það á að
vera okkar metnaðarmál, að
fólk, sem þarf að leggjast á
sjúkrahús, þurfi ekki að fara
annað að leita sér lækninga.
Við eigum að geta sinnt þessu
með því að fá nýtt fullkomið
sjúkrahús hér í Vestmannaeyj-
um.
Við eigum áreiðanlega hér þá
menn og konur, er munu styðja
þessi mál, ef þau verða betur
skipulögð. Læknar, hjúkrunar-
fólk og forráðamenn þessa bæj-
ar þurfa að ræða þessi mál sam-
eiginlega. Slíkt þarf að ske. 1
dag er ekki hægt að bjóða fólki
það, sem allir sættu sig við fyrir
40 árum. Berum saman hrein-
lætið í dag og þá, hvað hefur
skeð?
Eru ekki baðherbergi og
vatnssalerni sjálfsögð í öllum
húsum?
Hér á sjúkrahúsinu er eitt
bað fyrir 30—40 manns, tvö
vatnssalerni, og athugið, að
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 41