Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Page 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Page 18
Krabbameinsrannsókn HAFIN í VESTMANNAEYJUM starfsfólkið verður líka að hafa aðgang áð þeim. Segja má, að hér sé skurðstofa og skiptistofa, en það er bara rétt nafnið. Hvernig er skurðstofan búin tækjum og hvar er rannsóknar- stofan? Þarf þetta ekki að fylgj- ast að? Hvaða aðstöðu 'liafa læknarnir til að framkvæma hér læknisaðgerðir? Hvernig hafa Vestmannaeyingar búið að sjúkrahúslækninum, sem er bú- inn að starfa hér í 30 ár og svo margt hefur gert hér við þessar erfiðu aðstæ'ður. í dag eru kröf- urnar bara orðnar aðrar; fólk fer og það fer þangað, sem nýj- ungarnar eru hafðar í hávegum. Fólk talar um þetta sjúkrahúss- bákn, sem er í smíðum, en von- andi skilst öllum, sem fara bara að hugsa um þessi mál, að nýja sjúkrahúsið þarf að komast upp sem allra fyrst, og þá væri hægt að sameina þar alla heilbrigðis- þjónustu í þessum bæ. Steina Scheving. 1 Vestmannaeyjum er í fyrsta sinn hafin krabbameinsrann- sókn, sem Vestmannaeyjadeild Hjúkrunarfél. íslands, Krabba- meinsfélags Vestmannaeyja og héraðslæknirinn á staðnum hafa beitt sér fyrir. Er það skoðun vegna legkrabba, og ætlazt til, að allar konur á aldrinum 25— 60 ára komi til sko'ðunar. Hefur konum í bænum á þeim aldri verið sent bréf þar að lútandi. Skoðunin hefst 6. mai og fer fram í sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. í því skyni kemur læknirinn Guðmundur Jóhann- esson, sem er sérfræðingur í kvensjúkdómum svo og hjúkr- unarkona frá leitarstöð Krabba- beinsfélagsins í Reykjavík. En hjúkrunarkonur á staðnum að- stoða endurgjaldslaust. Til að standast kostnað af þessum rannsóknum verður þó ætlazt til, að hver kona greiði kr. 150 fyr- ir skoðunina. Kvenfélagið Líkn, sem alltaf liefur verið reiðubúið til a'ðstoð- ar, hefur nú líka brugðið við og gefur sjúkrahúsinu skoðun- arbekk og fleiri tæki, sem til slíkrar skoðunar þarf. Og er vonazt til, að með tilkomu þess- ara tækja verði hægt að halda á- fram læknisskoðunum sem þess- ari. Eru allar konur í Vest- mannaeyjum á fyrrgreindum aldri hvattar til að nota tæki- færið og mæta til krabbameins- rannsóknarinnar. (Úr Mbl.) „Þannig er dauðinn" — Framliald af bls. 33. að tala vi'ð sjúkrahússprestinn eða annan prest. Samband við sálusorgara er sérstaklega þýðingarmikið fyrir rómversk- og grísk-kaþólska, og kaþólskur maður deyr með meiri frið í sálu sinni eftir að hafa fengið syndafyrirgefningu og hina síðustu smurningu. Back- mann safnaðarformaður áleit, að þar sem fleiri og fleiri með framandi trúarbrögð búa nú orðið í Svíþjóð, væri athugandi hvoi*t ekki ætti a'ð hafa sérstak- an dálk á innlagningarseðlum sjúkrahúsanna þar sem trúar- brögð sjúkl. væru skrifuð ef hann óskaði þess. Þetta mundi auðvelda það að samband kæm- ist á milli sjúklinga með fram- andi trúarbrögð og sálusorgara þeirra. Óvissa um dánarorsök. Það er alls ekki iilutverk prestsins, sagði Backmann, að reyna að útskýra fyrir órólegum eða spyrjandi aðstandendum hver dánarorsökin var. Þetta undirstrikaði prófessor Adams-Ray einnig. Þótt læknir- inn hafi verið viðstaddur dauðs- falli'ð og talað við aðstandendur, skvldi hann hitta fjölskylduna að máli bráðlega aftur, svo hægt sé að gefa greinilegar upplýs- inffar um dánarorsökina. Margar kvartanir og kærur á hendur læknum eiga rót sína að rekja til þess að slíkar upplýs- ingar hafa ekki verið gefnar. Aðstandendur verða að fá greinilegar skýringar frá lækn- inum um það sem skeð hefur. Það er ekki presturinn, sem á að útskýra dánarvottorðið. Að lokum sagði próf. Adams- Ray: „Ég álít að læknirinn hafi stóru hlutverki að gegna í sam- bandi vi'ð meðferð á deyjandi. Þetta hlutverk getur gert rétt eins stórar kröfur og upp- skurður. Manneskja með lífið að baki sér —, hún á skilið að við gerum okkar bezta til þess að hún geti dái'ð í friði, og virðu- lega. Einnig við sjálf munum sennileg óska þess einhvern tíma að fá rétta og góða með- höndlun." Þessi grein er þýdd, og endursögS að nokkru leyti, úr norsku. Ema Holse. 42 TÍMARIT H.TÚKRUNARFÉLACS ÍSI.ANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.