Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Síða 19
MINNINGARORÐ:
Sigríður Pétursdóttir
Fædd 18. ágúst 1918
Dáin 8. marz 1968
Fyrir réttum 25 árum var
það, að 11 glaðar og ánægðar
stúlkur luku prófi frá Hjúkrun-
arskóla Islands. Þrjú ár voru
liðin frá því, að við mættumst
fyrst og á þessum árum knýtt-
ust þau vináttubönd, sem aldrei
hafa rofnað, heldur orðið inni-
legri með hverju árinu sem leið.
Það er bjart yfir þessum árum
og margs að minnast, smáar
minningar að vísu og ekki
uierkilegar í annarra augum, en
ylja okkur samt. Að prófi loknu
tvístraðist hópurinn eins og
gengur, til stai-fa hér og þar um
landið. Oft höfum við hitzt, en
aldrei allar í einu og fyrir löngu
var ráðgert að hittast nú á 25
ára starfsafmæli. En þá var
komið skarð í hópinn. Sigríður
Pétursdóttir lézt 8. marz sl., fá-
um dögum áður en við skyldum
hittast. Reyndar kom það ekki á
óvart, því síðustu árin hafði
SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR
hún barizt sem hetja við ban-
vænan sjúkdóm og þó sérstak-
lega síðustu mánuðina, sem hún
var rúmliggjandi og alltaf sár-
þjáð. Þó hélt hún sínu glaða,
góða sinni, fylgdist með og ráð-
gerði undirbúning okkar að
þessum endurfundi og lengi vel
vonuðum við skólasystur henn-
ar, að hún yrði með okkur.
Sigríður var góður félagi, hlý,
glöð og hjálpsöm og veitul með
afbrigðum. Hún naut sín alltaf
vel sem húsmóðir. Á okkar
námsárum var engin fljótari til
að bera fram hressingu en ein-
mitt Sigiúður, er setið var yfir
bókum margt kvöldið eftir lang-
an og oft strangan vinnudag og
reynt að lesa fyrir næsta dag.
Það var ekki alltaf mikið til í
skápnum okkar, en einhvern-
veginn varð kaffisopinn beztur
og notalegastur hjá Siggu.
Sigi'íður var fædd að Hall-
freðarstöður í Hróarstungu,
dóttir hjónanna Guðlaugar Sig-
mundsdóttur og Péturs Sigurðs-
sonar og var hún elzt 8 systkina.
Hún ólzt upp hjá foreldrum sín-
um eystra, en á unglingsárum
hennar fluttu þau til Reykjavík-
ur og áttu þar heimili upp frá
því. Hún byrjaði nám í Hjúkr-
unarskóla íslands vorið 1940 og
lauk þaðan prófi vorið 1943.
Strax að prófi loknu réðist hún
að Sjúkrahúsi Isafjarðar og
vann þar samflevtt í 2K ár.
Vorið 1946 fór hún til Dan-
merkur og var þar í 1 V> ár og
starfaði fyrst í sjúkrahúsi á
Suður-Jótlandi — í Tönder —,
nokkra mánuði vann hún einnig
í Rikisspítalanum í Kaupmanna-
höfn. Eftir heimkomuna réðist
hún yfirhjúkrunarkona við
sjúkrahúsið Sólheima og vann
þar í tæpt ár eða þar til hún
giftist Birni Guðfinnssyni, pró-
fessor, en hjónaband þeirra stóð
stutt, þar eð hann lézt eftir rúm-
lega 1 árs sambúð. Eftir lát
manns síns fór hún aftur að
vinna og þá við geðveikrahælið
á Kleppi og vann þar í mörg ár,
en hélt jafnframt heimili með
stjúpdóttur sinni, sem hún lét
sér mjög annt um, sem væri hún
dóttir hennar.
Síðustu árin bjó Sigríður með
móður sinni að Úthlíð 13 og
vann í Landsspítalanum meðan
hún gat heilsunnar vegna og
lengur þó. Það má með sanni
segja, að hún stóð meðan stætt
var.
Tvö síðustu árin voru þrot-
laus barátta við kvalafullan
sjúkdóm. Fjölskylda hennar, hin
mörgu systkin, tengdas.vstkin og
þeirra börn og þó sérstaklega
móðir hennar gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð, til að létta
henni baráttuna, gleðja hana og
hressa og fyrir það var hún
mjög þakklát. Síðustu mánuðina
lá hún á kvensjúkdómadeild
fæðingardeildar Landspítalans
og þar lézt hún.
Við skólasystur hennar þökk-
um henni allt frá liðnum árum
og minnumst hennar ávallt með
hlýju og þökk.
Móður hennar og fjölskyldu
sendum við okkar innilegustu
kveðju.
Árnína Guðmundsdéttir
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 43