Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Blaðsíða 22
RADDIR HJÚKRUNARNEMA
Að Jiessu sinni höfum við kosið að birta fjrein um ffeðhjúkrunarmál,
sem við þýddum úr norsku off styttum lítið eitt. Höfundur greinarinnar
er Cornelius A. Tilghman, Sr. M. A. Sykepieier Ragnhild Stray þýddi
liana úr Canada’s Mental Health og birti í norska hjúkrunarblaðinu,
5. tbl. 1968.
Okkur fannst greinin athygiisverð og sxi tegund hjúkrunar, sem hún
fjallar um, hefur vakið áhuga okkar, og má telja víst, að svo sé fleirum
farið.
Hvers vegna refsum við geðsjúklingunum okkar?
Venjulega er álitið, að refsing sé óheppileg geðsjúklingum.
Hver sá, sem er vel menntaður í geðhjúkrun, er á þeirri skoðun.
Sálfræðingar og stjórnendur geðsjúkrahúsa benda á skaðsemi
refsinga fyrir slíka sjúklinga.
í kennslubókum í geðhjúkrun má að jafnaöi finna útskýringu
á því, hvers vegna eigi má hegna geðsjúklingum, er sjúkdóms-
einkenni koma í ljós. Hjúkrunarfólki og öðru starfsliði er kennt
að refsa þeim ekki.
En þessari kenningu virðist erfitt að framfylgja, því að margt
af því, sem kallast meðferð á geðsjúkrahúsum, er í raun og veru
refsing.
Sums staðar er bannað að loka sjúkling inni í einangrunarklefa
nema samkvæmt læknisráði. En opinbert eftirlit er ekkert.
Á einstaka sjúkrahúsi gætir yfirlætis, þegar þurft hefur að
beita sjúkling valdi. Þetta yfirlæti kemur e. t. v. í veg fyrir, að
starfsliðið finni andstöðu sjúklingsins, og þar af leiðandi þörf-
ina á meiri valdbeitingu.
Það er gagnstætt lögum að slá geðsjúkling, þó hendir það af
og til.
Dulbúnar refsiaðgerðir.
Þessar augljósu refsiaðgerðir eru minnst notaðar. Sjúklingur
geldur ef til vill í sömu mynt, og auk þess eru til aðrar aðferðir,
sem eru öruggar og löglegar.
Dæmi um það, sem rangt er: Að forðast sjúklinginn nema
nauðsynlega þurfi áð sinna honum og vera ónotalegur í orðum.
Til dæmis að tala um galla hans, og ræða um viðkomandi sem
tilfelli og meðferðina á því.
Gera gys að ótta hans og krefjast þess, að hann virði reglur
sjúkrahússins og starfsfólk meira en eigin persónuleika. Og síð-
ast en ekki sízt: segja það sem við á, en láta í ljós vanþóknun og
gremju með fasi og svip.
RITNEFND:
Þóra G. Sigurðardóttir,
Ólöf St. Amgrimsdóttir,
- Margrét Pétursdóttir.
46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS