Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1968, Page 27
FRÉTTIR 0g TILKYillMR
Stjórnarl'undur SSN 30. nóvember — 1.
desember 1967 í Stokkhólmi.
Fundinn sátu: Aagot Lindström, for-
maður, Noregi: Gerd Zetterström Lag-
ervall, 1. varaformaður, Svíþjóð;
Birthe Kofoed-Hansen, 2. varaformað-
ur, Danmörk; Toini Nousiainen, Finn.
landi; María Pétursdóttir, Islandi,
Laura Christensen, gjaldkeri, Dan-
mörk; auk Annemarie van Bockhov-
en, Finnlandi og Astrid Herbst, Sví-
þjóð, meöstjórnendur.
Varðandi skipulag og starfsaðferðir
SSN og fjárhag þess voru lagðar fram
tillögur um endurskipulagningu. María
Pétursdóttir gerði grein fyrir því, að
hún gæti ekki skrifað undir tillögurn-
ar fyrir Islands hönd vegna fjárhags.
legra aðstæðna. Samkomulag ríkti þó
um að auka bæri starfsemi SSN í
anda norrænnar samvinnu.
Skýrsla var lögð fram frá fundi launa-
og kjaranefndar SSN í Helsinki 26.—
27. október 1967 um, að ákveðið hefði
verið að gera athugun á kaupmætti
launa hjúkrunarfólks; og jafnframt að
gera athuganir á, hvar séu hámarks-
takmörk á yfirvinnu og vaktavinnu.
Auk þess voru til umræðu aðrar
nefndarskýrslur og ákvarðanir teknar
um fundi.
Stjórnin fór yfir fundarsamþykktir
og tillögur, sem gerðar hafa verið á
þingum og fulltrúamótum SSN síðan
1950.
Farið var yfir reikninga frá þinginu
i Stokkhólmi 1966. Tekjur reyndust
vera töluvert lægri en gert hafði verið
ráð fyrir vegna færri þátttakenda en
búist hafði verið við (600 í stað 1000).
Stjórnarfundur SSN 4. — 5. apríl
1968 í Stokkhólmi.
Fundinn sátu: Aagot Lindström,
formaður, Noregi; Gerd Zetterström
Lagervall, 1. varaformaður, Svíþjóð;
Birthe Kofoed-Hansen, 2. varafor-
maður, Danmörk; Annemarie van
Bockhoven, Finnlandi; Laura Christ-
ensen, gjaldkeri, Danmörk og Iva
Bondeson, ritari, ásamt áheyrnaríull-
trúum frá dönsku, norsku og sænsku
h j úkrunarf élögunum.
Fram kom, að félagatala SSN hafði
hækkað um 3000 sl. 2 ár upp í rúm-
lega 63.000 félaga.
Fjárhagsafkoman reyndist vera góð,
en vegna hækkandi verðlags verður á
fulltrúaþingi 1968 tekið til athugunar,
hvort hækka beri félagsgjöld.
Ákveðið var, að í nefndinni, sem á
að taka fyrir viðhorfið til „Evrópu-
hjúkrunarfólks", verði 2 fulltrúar frá
hverju landi ásamt 2 varafulltrúum.
Nefnd þessi á að fjalla um ýmis mál
varðandi laun, kjör og menntun
hjúkrunarfólks í Evrópu vegna sam-
eiginlegs vinnumarkaðs.
Ákveðið var að gefa út rit í sam-
bandi við 50 ára afmæli SSN, sem hald.
ið verður hátíðlegt á Islandi 1970. Sér-
hvert Norðurlanda leggi þar eitthvað
að mörkum: frumsamdar ritgerðir um
hjúkrunarmál í dag. Einnig er gert
ráð fyrir stuttu sögulegu yfirliti um
starfsemi SSN.
Gjöf til Hjúkrunarfélags íslands.
Hjúkrunarfélagið fékk góða heim-
sókn fimmtudaginn 21. marz s. 1., en þá
komu hjúkrunarkonurnar Elín Ág-
ústsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Ragn-
hildur F. Jóhannsdóttir og Þuriður
Þorvaldsdóttir á skrifstofu félagsins
og færðu félaginu gjöf, silfurstjaka,
frá 21 nema, til minningar um Magða-
lenu Guðjónsdóttur, hjúkrunarkonu.
Það er ánægjulegt, að hjúkrunar-
konur skuli láta félag sitt njóta góðs
af um leið og þær minnast látins kenn-
ara og stéttarsystur með þakklæti.
Hjúskapartilkynningar:
Hrefna María Proppé, hjúkrunar-
kona og Magnús Þór Magnússon, cand.
el.
Guðrún Jóhannesdóttir, hjúkrunar-
nemi og Jóhann Freyr Ásgeirsson
prentari.
Iljúkrunarkonur,
Þið, sem hafið aðstöðu til þess, setjið
nöfn ykkar í símaskrána. Það auðveldar
okkur að hafa samband hver við aðra.
Stytting vinnutíina iijá Reykjavíkur-
borg.
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að því, að fá samkomulag við
Reykjavíkurborg um breytingar á
vinnutíma hjúkrunarkvenna til sam-
ræmis við niðurstöður Kjaradóms í
máli ríkisstarfsmanna nr. 2/1967. Á
fundi starfskjaranefndar Reykjavíkur-
borgar og fulltrúa Hjúkrunarfélags Is-
lands 6. maí var samið um, að vikuleg-
ur starfstími hjúkrunarkvenna skv. 1.
gr. A verði 42 klst. í stað 44 klst. frá 1.
júni 1968.
Þetta samkomulag var staðfest á
fundi Borgarráðs 7. maí.
Hækkun félagsgjalda.
Á síðasta aðalfundi Hjúkrunarfélags
Islands var samþykkt töluverð hækk-
un á félagsgjöldum á þeim forsendum,
að félag, sem er nærri hálfrar aldar
gamalt og telur hátt i níu hundruð
félaga, verði að mæta stöðugt vax-
andi verkefnum. Af því leiðir aukinn
kostnað og vinnu, sem nú er ástæðu-
laust að fá að mestu leyti sem sjálf-
boðavinnu og með styrkjum og gjöfum
frá velunnurum, eins og verið hefur
fram til þessa.
Hjúkrunarfélag Islands hefur þegar
boðið SSN að halda þing á Islandi
sumarið 1970, og er það ánægjulegt en
ekki vandalaust. Það er þó bót í máli,
að íslenzka hjúkrunarstéttin hefur æf-
inlega staðið með félagi sínu um lausn
þeirra vandamála, sem eru á döfinni
hverju sinni.
Leiðréttingar
í síðasta tölublaði:
Á bls. 4 fyrsta dálki leiðréttist . . .
ella ósamboðið nokkrum með snef-
il af sjálfsvirðingu.
Á bls. 11 miðdálki . . . þar sem hin
mikilsverða heimahjúkrun var ekki
undanskilin.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 51