Fréttablaðið - 15.04.2017, Page 6

Fréttablaðið - 15.04.2017, Page 6
Fararstjóri: Hjalti Kristjánsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hjólað í Toskana Í þessari töfrandi hjólaferð verður hjólað eftir fáförnum leiðum í gegnum Toskanahéraðið á Ítalíu, sem svo marga dreymir um að heimsækja. Við upplifum fagurt landslagið með öllum skilningarvitunum og njótum hins ljúfa lífs. Dagleiðirnar, sem spanna um 25-70 km, eru flestar miðlungserfiðar og ættu að henta velflestu hjólafólki. Verð: 224.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . 17. - 24. júní Eigum til á lager ítalskt skrautjárn sem hentar í handrið o.. Getum einnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 AfgAnistAn „Þessi árás var ómann­ úðleg og grimmileg misnotkun á landi okkar,“ sagði Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistans, í gær um sprengjuárás Bandaríkja­ hers á bækistöðvar ISIS í Nang­ arhar­fylki þar í landi í vikunni. H e r i n n v a r p a ð i s t æ r s t u sprengju, svokallaðri móður allra sprengja,  sem hann hefur nokk­ urn tímann notað, að kjarnorku­ sprengjum undanskildum, á bæki­ stöðvarnar og samkvæmt afganska varnarmálaráðuneytinu féllu 36 skæruliðar í árásinni. Einna helst var um að ræða kerfi neðanjarðarganga. Samkvæmt tals­ manni Ashraf Ghani, forseta Afgan­ istans, var ISIS­herforinginn Siddiq Yar á meðal hinna föllnu. Sagði talsmaðurinn að skæruliðarnir í göngunum hafi komið frá Pakistan og væru að herja á fólk á svæðinu umhverfis bækistöðvarnar. Abdullah Abdullah, fram­ kvæmdastjóri Afganistans, sagði á blaðamannafundi að fullt samráð hefði verið haft við afgönsku ríkis­ stjórnina. Reynt hafi verið að forð­ ast að skaða almenna borgara og að það virðist hafa tekist. – þea Karzai fordæmir sprengjuárásina Árleg krossfesting Kristnir Filippseyingar í bænum Cutud, norðan af höfuðborginni Maníla, leika eftir krossfestingu Jesú Krists á föstudaginn langa. Hefð er á meðal heittrúaðra kaþólikka á Filippseyjum að láta krossfesta sig og þola svipuhögg ár hvert til að minnast píslargöngu Jesú. Nordicphotos/AFp reykmökkurinn eftir sprenginguna. Nordicphotos/AFp norður-KóreA „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður­Kóreu annars vegar og Norð­ ur­Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norð­ ur­Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreu­ skaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbún­ aður sé vegna ótta um að Norður­ Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong­un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il­Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður­Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður­Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður­Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norður­ kóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forð­ ist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risa­ vaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Toma­ hawk­eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður­Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráð­ herra Norður­Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásar­ gjarnari gagnvart Norður­Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofn­ un nátengd utanríkisráðuneyti Norður­Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. thorgnyr@frettabladid.is Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFp Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína 1 5 . A p r í l 2 0 1 7 l A u g A r D A g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -1 E 4 8 1 C A A -1 D 0 C 1 C A A -1 B D 0 1 C A A -1 A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.