Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Tæpum tveimur árum og tveimur heilbrigðis- ráðherrum síðar ryk- fellur skýrsl- an enn í skúffu í ráðuneytinu" PI PA R \ TB W A • S ÍA Austurveri Opið í Lyfjum & heilsu Austurveri kl. 10 til miðnættis yfir páskana. Lokað páskadag. Páskaopnun Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert frétt-næmt, enda er laugardagur um páskahelgi ein-hvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags. Föstudagurinn langi nútímans er svo sem ekkert sérstaklega merkilegur lengur. Þegar börnin manns spyrja hvað sé svona langt við hann verður frekar fátt um svör og maður leiðist út í einhverjar sagn- fræðilegar skýringar. Og þvílíkar skýringar! Þegar ég var barn var þessi dagur sá leiðinlegasti af þeim öllum. Unglingur á hápunkti gelgjuskeiðsins var hrein skemmtun við hliðina á þessum degi. Allir gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja 100% leiðindi. Samsæri fjölmiðla Sjónvarpið (þessi eina rás) var jafnvel leiðinlegra en venjulega á hátíðisdögum (sem var í raun talsvert afrek). Óperur, leiknar biblíusögumyndir og kannski gamalt sænskt sjónvarpsleikrit, til að tryggja full- kominn árangur. Við áttum að upplifa þjáningar Krists með leiðinlegu sjónvarpsefni. Í útvarpinu var bannað að leika alla tónlist sem innihélt ekki fiðlur. Bara sorglega og ámátlega tónlist sem lét þögn hljóma eins og hina raunverulegu guðs- gjöf. Og já. Það var bara ein rás sem var reyndar alltaf leiðinleg, en aldrei af jafn mikilli áfergju og þennan dag. Lok, lok og læs Það var allt lokað. Allt. Allar búðir, allar sjoppur, allar bensínstöðvar. Allt. Þess vegna var enginn á ferli nema kannski nokkrir soltnir útlendingar sem botnuðu ekkert í því að þetta undarlega land hafði bara bókstaflega skellt öllu í lás. Reyndar voru ein- hverjar flökkusögur um að lúgan á BSÍ væri opin en ég veit ekki hvort sviðakjammi hefði gert mikið fyrir þessi grey. Hafið í huga að á þessum tíma þótti stór- merkilegt að sjá ferðamann á Íslandi. Ég var reyndar einn af þeim heppnu. Við bræð- urnir þurftum ekki að klæða okkur í spariföt og við máttum fara út í fótbolta, ef það var ekki allt á kafi í snjó. Sumir voru ekki svo heppnir. Máttu ekki gera neitt nema sitja og tryggja hámarkslengd út úr þessum föstudegi. Ég sór þess samt eið að þegar ég eignaðist börn myndu þau fá að gera allt sem þeim dytti í hug þennan dag. Engin spariföt, engin matarboð, ekkert vesen. Í fyrra lögðu þingmenn Pírata og Bjartrar fram- tíðar fram frumvarp um afnám helgidagafriðar. Biskupinn var ekki mjög spenntur fyrir því, en Prestafélag Íslands var á þeirri skoðun að sérstakar reglur um helgidagafrið ættu ekki við í nútímasam- félagi þar sem fólk aðhylltist mismunandi trúar- og lífsskoðanir. Mér fannst sú afstaða prestanna merkileg, fyrir margra hluta sakir, þótt ég sé reyndar á sömu skoðun og BSRB í umsögn sinni um frum- varpið: Að breytingar ættu ekki að hafa nein áhrif á ákvæði kjarasamninga. Það er nefnilega sama hvaðan gott kemur. Þótt frumvarpið hafi ekki gengið í gegn virðast margir hafa svipaðar hugmyndir um helgidagafrið. Smám saman eru hlutirnir að breytast. Það er hægt að fara í bíó á föstudaginn langa. Og sund. Það er hægt að kaupa mjólk og brauð og sinnep og súrsaðar gúrkur. Ferðamenn fá að borða á veitingastöðum, sem er kannski eins gott fyrst að það er endanlega búið að loka lúgunni á BSÍ. Ríkið er að vísu lokað en við skulum kannski ekki alveg missa okkur í þessu. En stundum er ágætt að rifja upp hvernig þetta var allt saman áður, þegar föstudagurinn langi var engu líkur. Það hefði samt verið gaman ef fólk hefði lagt jafn mikinn metnað í að láta sumardaginn fyrsta standa undir nafni. Föstudagurinn laaaangi Krabbameinsáætlun mun líta dagsins ljós fljótlega, að því er fram kom hér í blaðinu á skírdag. Það er vel. En gagn-rýnt hefur verið hversu langan tíma hefur tekið að ýta áætluninni úr vör.Eftir nokkurra missera vinnu var boðað að um mitt ár 2014 yrði áætlunin lögð fram fyrir árslok. Í apríl 2017 hefur hún enn ekki litið dagsins ljós. Gagnrýnin hefur ekki síst komið frá félagasam- tökum, Krabbameinsfélagi Íslands og Reykjavíkur, sem hafa ályktað að undanförnu og sent ráðuneytinu erindi til að grafast fyrir um stöðuna. Þeim skrifum hefur ekki verið svarað formlega. Minnt hefur verið á að Ísland eitt Norðurlanda hefur ekki enn gert krabbameins áætlun. Þó hafi mikil vinna verið lögð í áætlunina og hætta sé á að hún verði til lítils ef upplýs- ingar og gögn úreldast. Til samanburðar má nefna, að árið 1998 var áætlun af þessu tagi lögð fram í Noregi. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhópsins, tekur í samtali við Fréttablaðið, undir gagnrýni á seinagang í stjórnsýslunni. Hann bendir á að hópurinn hafi skilað af sér í nóvember 2015. Tæpum tveimur árum og tveimur heilbrigðisráð- herrum síðar rykfellur skýrslan enn í skúffu í ráðu- neytinu. Árlega greinast um 1.500 manns með krabbamein hér á landi og eftir fimmtán ár má búast við fjölgun krabbameinssjúklinga um næstum þriðjung. Skýring- in er hækkandi meðalaldur og fjölgun landsmanna. Tæplega fimmtán þúsund manns, sem hafa fengið krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, eru enn á lífi. Skýrslur staðfesta þá eðlilegu ályktun að stór hluti þessa hóps sé fyrirferðarmikill bæði í heilbrigðis- og félagsþjónustunni. Í krabbameinsáætlun á að gera ráð fyrir stuðningi við krabbameinssjúka og þeirra fólk frá fyrsta degi og áfram meðan aðstoðar er þörf. Ruglingslegt kerfi mætir krabbameinssjúkum í dag. Ung eiginkona krabbameinssjúklings, Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaformaður Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, lýsti lífi þeirra hjóna á einlægan og hispurslausan hátt á ljósvakanum nýlega. Hún gaf okkur innsýn í líf þeirra sem stríða árum saman við vágesti sem knýja dyra og umturna lífi heilu fjöl- skyldnanna. Í nokkur ár hafa þessi ungu hjón barist saman, ekki bara fyrir því að eiginmaðurinn nái heilsu og þau geti lifað eins bærilegu lífi og kostur er – heldur hafa þau líka þurft að berjast við ómanneskjulegt kerfi. Það var þyngra en tárum tekur að hlusta á frásögn Ástrósar Rutar. Hún hreyfði við öllum sem á hlustuðu. Ekki vanþörf á. Við þurfum að taka okkur tak og hlúa betur að fólki sem stríðir við erfiða sjúkdóma í langan tíma. Aðgerðir þola enga bið. Við eigum að létta þeim byrð- arnar með ráðum og dáð. Erfitt er að benda á leið til að verja skattpeningum betur. Skýrsla í skúffu 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -1 9 5 8 1 C A A -1 8 1 C 1 C A A -1 6 E 0 1 C A A -1 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.