Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 24
Vitavörður, læknir, lögfræðingur, sjómaður, barþjónn, ég hef kynnst höfundum úr öllum greinum og stigum samfélagsins. Og þegar við hittumst þá tölum við ekki um glæpasögur eða glæpi. Við tölum um eiginlega allt annað en það. Þá finnst mér einkennandi að þennan geira bókmenntanna einkennir mikil samstaða. Maður finnur fyrir því að aðrir höfundar samgleðjast þegar það gengur vel. Það er enginn illvilji eða öfund í bransanum. Og þá eru líka allir af vilja gerðir að hjálpa og leiðbeina,“ segir Yrsa. Alltaf forvitin um hrylling Glæpasagnahöfundar eiga það þó sammerkt þrátt fyrir ólíkan bak- grunn að hafa brennandi áhuga á myrkari kimum samfélagsins, glæpum og hryllingi. Yrsa þrætir ekki fyrir það og segir frá hryllings- myndaáhuga sínum sem hófst á unga aldri og er enn mikill. „Ég hafði í æsku áhuga á öllu því sem var skrýtið og furðulegt. Mjög snemma vildi ég horfa á hryllings- myndir. Ég held ég hafi verið ellefu ára gömul þegar ég horfði fyrst á hryllingsmynd. Það var Hitch- cock-myndin Birds. Mamma og pabbi höfðu farið út að borða og við vorum ein heima nokkrir krakkar. Það hafði enginn áhuga á því að horfa á myndina með mér. Ég horfði því á hana ein og minnist þess ekki að hafa orðið hrædd. Ég var öllu heldur bara forvitin,“ segir Yrsa. „Mörgum finnst það skrýtið en ég slaka hvað best á yfir góðri hryllingsmynd. Því miður þá eru ekki margar góðar hryllingsmyndir framleiddar en ég nýt þess að horfa á þær þegar ég finn þær. Ég er hrifin af myndum til dæmis frá Suður-Kóreu og Japan og þá helst þeim sem eru svokallaðir sálfræðitryllar.“ Yrsa býr yfir meiri sérvisku en að slaka á yfir hryllingi. Á ráðstefnum og upplestrum nýverið hefur hún vakið athygli fyrir líflegt og óvana- legt skótau og litríkar töskur. „Umboðsmönnum mínum úti fannst skórnir ræna athyglinni frá bókum mínum,“ segir Yrsa glettin. „Nýjustu kaupin eru í skóm með Darth Vader hæl. Ég á mörg skó- pör, ekki öll svona flippuð en mörg skemmtileg og litrík.“ Svo segist hún sérfræðingur í því að spæla egg. „Ég er nú reyndar bara stolt af því. Ég þyki best í heimi að spæla egg. Annars þyki ég nefnilega ekki hafa hæfileika í matargerð.“ Um páskana ætlar Yrsa að hafa það notalegt með fjölskyldunni. „Ég verð með mat fyrir fjölskylduna og á annan í páskum held ég allsherjar nammipartí. Þar verða að sjálfsögðu páskaegg en líka alls konar nammi sem hefur safnast upp í fríhafnar- ferðum upp á síðkastið. Það er slatti, það verður sum sé nammi í matinn,“ segir hún létt í bragði. MörguM finnst það skrýtið en ég slaka hvað best á yfir góðri hryllingsMynd. NÝ ÞÁTTARÖÐ MEÐ PIERCE BROSNAN Í AÐALHLUTVERKI TVÖFALDUR FYRSTI ÞÁTTUR Á PÁSKADAG 365.is Sími 1817 SUNNUDAGANÝTT Yrsa býr yfir meiri sérvisku en að slaka á yfir hryllingi. Á ráðstefnum og upplestrum nýverið hefur hún vakið athygli fyrir líflegt og óvanalegt skótau og litríkar töskur. uMboðsMönnuM MínuM úti fannst skórnir ræna athyglinni frá bókuM MínuM. nýjustu kaupin eru í skóM Með darth vader hæl. 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r24 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -3 B E 8 1 C A A -3 A A C 1 C A A -3 9 7 0 1 C A A -3 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.