Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 68
Listaverkið
Melkorka litla kom í skólann og
spurði kennarann: Er hægt að
refsa manni fyrir það sem maður
hefur ekki gert?
Kennarinn: Nei, auðvitað ekki.
Melkorka: Gott. Ég lærði nefnilega
ekki heima í dag.
Hver hefur borðað grautinn minn?
þrumaði bangsapabbi.
Og hver hefur borðað grautinn
minn? vældi litli húnninn.
Æ, slappið þið af, sagði bangsa
mamma pirruð. Ég nennti ekki að
elda neinn graut handa ykkur í
morgun.
Ferðalangur hitti gamlan indíána
höfðingja og spurði: Hvað heitir
þú?
Indíánahöfðingi: Svarti örn.
Ferðalangur: Áttu son?
Indíánahöfðingi: Já, hann heitir
Hvíti fálki.
Ferðalangur: En barnabörn?
Indíánahöfðingi: Já, iPod og iPad.
Brandarar
Hekla Arnardóttir
er listamaðurinn
á bak við þessa
páskamynd.
Martin Bjarni vann Íslandsmeistara-
titil í fjölþraut unglinga um síð-
ustu helgi og bætti svo við titlum
fyrir gólfæfingar, stökk, svifrá og
tvíslá.
Átti hann von á öllum þessum
sigrum? Ég var búinn að æfa vel fyrir
þetta mót og átti góðan séns, þrátt
fyrir að hafa lent í meiðslum í upp-
hitun á laugardeginum.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fim-
leika? Þegar ég var fjögurra ára
en fór tveggja ára í Íþróttaskóla
barnanna á Selfossi. Nú æfi ég með
Gerplu í Kópavogi sex sinnum í viku,
þrjá tíma á dag.
Hvernig er að búa á Selfossi og
æfa í Kópavogi? Ég hef gert það
síðan ég var fjögurra ára svo að það
eðlilegt fyrir mig að keyra í 45 mín-
útur eða taka strætó einn og hálfan
tíma á æfingu.
Ertu jafngóður á öllum áhöld-
um? Bogahesturinn hefur reynst
mér erfiður. Ég þarf að leggja enn
harðar að mér þar svo að ég geti náð
markmiðum mínum á Ólympíu-
leikum æskunnar í Ungverjalandi í
sumar. Ég er Norðurlandameistari í
stökki. Gólf og svifrá eru í uppáhaldi,
þau fá hjartað til að slá, sérstaklega
tvöföld heljarstökk, margar skrúfur
á gólfinu og flugæfingar á svifránni.
Áttu fleiri áhugamál? Ég æfi fót-
bolta með Selfossi og hef gaman af
mörgum íþróttum.
Hvað borðar þú eiginlega? Kjúkl-
ing, fisk, kjöt, grænmeti og ávexti og
drekk um þrjá lítra af vatni á dag.
Drekk ekki gos en borða súkku-
laði og ís í hófi. Ég hef ekki keypt
mér laugardagsnammi í mörg ár og
finnst jarðarber mun betri.
Hvernig gengur í skólanum? Ég
er í Sunnulækjarskóla og gengur
mjög vel, reyni að klára allt í skól-
anum, þá er lítið heimanám.
Framtíðaráformin? Ég stefni á
Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og
þarf að vera duglegur að æfa til að
ná því markmiði.
Fimmfaldur
Íslandsmeistari
Martin Bjarni Guðmundsson er 16 ára Selfyssingur sem æfir
fimleika í Kópavogi sex sinnum í viku og landaði fimm Íslands-
meistaratitlum í unglingaflokki um síðustu helgi.
Martin Bjarni Guðmundsson, Íslandsmeistari unglinga í fimm greinum fimleika.
GLAMOUR fylgir nú með
Stóra- og Risapakkanum
Kynntu þér málið á 365.is
Bragi Halldórsson
245
„Þetta finnst mér gaman, eldspýtnaþraut!“ sagði Lísaloppa og ljómaði öll.
Ekki var Kata jafn ánægð. „Þú og þínar eldspýtnaþrautir,“ sagði hún önug.
„Þér finnst þær bara skemmtilegar af því að þú ert betri í þeim en við,“ bætti
hún við. „Sko,“ sagði Lísaloppa. „Hérna eru þrír jafn stórir ferhyrningar, getur
þú fært til aðeins tvær eldspýtur svo úr verði klukkan 30 mínútur yfir fjögur?“
Róbert horfði vantrúaður á eldspýtnaþrautina. „Það er ekkert hægt að leysa þessa
þraut,“ sagði hann fúll. „Svona nú,“ sagði Lísaloppa. „Þið getið nú reynt að leysa
þessa þraut.“ „Nei,“ sagði Kata önug. „Ég neita að leysa fleiri eldspýtnaþrautir.“
„Þér gekk nú ekkert svo illa með þá síðustu var það nokkuð?“ sagði Lísaloppa.
Kata hugsaði sig um smá stund. „Allt í lagi,“ sagði hún stundarhátt og það mátti
heyra að keppnisskapið var komið í hana. „Upp með ermarnar, við leysum þetta.“
Getur þú leyst þessa eldspýtnaþraut? Það má aðeins færa tvær eldspýtur til að
mynda klukkuna 30 mínútur yfir fjögur. Ekki má brjóta né beygja neina eldspýtu.
Svar: Takið efstu eldspýtuna á fyrsta kassanum og færið hana fyrir neðan hægri eldspýtuna, þá eru þið komin með töluna fjóra.
Færið svo eldspýtuna sem er vinstra megin í miðkassanum og setjið hana þvert inn í kassann, þá eru þið komin með töluna þrjá.
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r40 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
A
-2
3
3
8
1
C
A
A
-2
1
F
C
1
C
A
A
-2
0
C
0
1
C
A
A
-1
F
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K