Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 8

Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 8
 Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.isAlladaga Lambakjöt af nýslátruðu Við úrbeinum, fyllum, snyrtum og sögum fyrir þig PÁSKASTEIKINA FÆRÐU Í KJÖTBORÐI NÓATÚNS Frábært úrval fyrir matgæðinga Opnunartími um páskana 08-20 LOKAÐ 8-20 LAUGARDAGUR 15.APRÍL PÁSKADAGUR ANNAR Í PÁSKUM 2.899 Fyllt lam balæri m eð villisvepp um og tr önuberju m 1.499 Lambalæ ri á tilboð i 6.999 Íslensk na utalund á tilboði kr./kg kr./kg kr./k g Samgöngur Hjólreiðamenn ollu 91 umferðarslysi þar sem ökumenn bif- reiða slösuðust á síðasta ári. Aðeins slæm færð eins og hálka, ísing, krapi og vatnsagi ollu fleiri slysum á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngu- stofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð. „Við viljum taka á þessari umferðar- menningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiða- sambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjól- reiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“ Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiða- reglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjól- reiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“ benediktboas@365.is   Aðeins slæm færð veldur fleiri slysum en hjólreiðamenn Fimm helstu orsakir Slæm færð 143 Hjólreiðamaður 91 Biðskylda ekki virt 59 Ekið gegn rauðu ljósi 54 Of stutt bil á milli bifreiða 50 aldraðir Lífeyrissjóður bænda varar við frumvarpi Benedikts Jóhannes- sonar fjármálaráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi sérlög um sjóðinn. Munu lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna skerðast sem verður ekki við unað. Lífeyrissjóður bænda tók til starfa árið 1971 og fengu aðeins karlmenn aðgang að sjóðnum. Árið 1984 fengu konur aðgang. Sama ár fengu karlar bréf þar sem þeir gátu óskað eftir því að réttindum þeirra yrði skipt til helminga með eiginkonu þeirra. Konur í stétt bænda voru ekki spurðar. „Ég hef verið foxill út í sjóðinn síðan 1984,“ segir Sólrún Ólafsdóttir, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi bóndi á Kirkjubæjarklaustri. „Ég held að sjaldan í lífinu hafi verið gert jafn lítið úr mér.“ Sett voru í lögin sérákvæði til að tryggja rétt kvenna við fráfall maka. „Á tímum krafna um jafnrétti er eðli- legt að benda á að ef lögin yrðu felld úr gildi, væri verið að skerða réttindi maka bænda, í flestum tilvikum er um konur að ræða,“ segir Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda. sveinn@frettabladid.is Lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna í hættu Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni. FréttABlAðið/AntOn Brink lífeyrissjóður bænda varar við frum- varpinu. FréttABlAðið/StEFán Í slysaskýrslu Sam- göngustofu kemur fram að hjólreiðamenn valda næst flestum umferðar- slysum þar sem meiðsli verða. Samlífið milli þeirra sem eru akandi og hjólandi er slæmt. 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -3 2 0 8 1 C A A -3 0 C C 1 C A A -2 F 9 0 1 C A A -2 E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.