Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 22
Yrsa er varla búin að taka upp úr ferða-töskunni fyrr en hún er farin að setja í hana aftur og svona gengur það stóran hluta árs-
ins. Á háannatíma um vor og haust
sækir hún ráðstefnur og upplestra
í tengslum við glæpasögur vítt og
breitt um heiminn nokkrum sinn-
um í mánuði.
Glæpasögugeirann mætti kalla
iðnað, svo mikið af glæpasögum
er gefið út í Evrópu og á Norður-
löndum og þótt margir hafi viljað
spá dauða og hnignun norrænu
glæpasögunnar þá virðist lítið fjara
undan vinsældunum.
„Nú sit ég í Skotlandi og borða
á veitingastað. Ég tek þátt í upp-
lestrarkvöldi með Stuart MacBride,
skoskum glæpasagnahöfundi, en
kem svo aftur og eyði páskahelginni
með fjölskyldunni. Ég ferðast mikið
á vorin og haustin. Ég get ekki talið
allar ferðirnar sem ég hef farið í
nýverið. Eftir Skotland þá liggur
leiðin til Búdapest, aftur til Bret-
lands og svo til Finnlands. Ég hef
samt gaman af þessu og sem betur
fer þá fer eiginmaðurinn oft með
mér, þannig að við getum notið þess
saman að ferðast.“
Bjó sig undir það versta
Áður var Yrsa í fullu starfi á verk-
fræðistofu og skrifaði á kvöldin og
um helgar. „Það gekk ekki þannig
lengur. Ég hef minnkað starfshlut-
fallið, aðallega vegna ferðalaganna.
Mér finnst samt enn þá ekkert mál
að skrifa svona til hliðar við önnur
verkefni,“ segir Yrsa sem hefur í tólf
ár gefið út bók fyrir hver jól. „Ég er
með bók í smíðum til útgáfu fyrir
næstu jól,“ segir hún og segir enga
pressu á sig aðra en að vilja geðjast
lesendum sínum. „Ég er byrjuð að
skrifa. Auðvitað er vilji til að koma
út bók en það er engin pressa.
Pressa hjálpar ekki. Ég er knúin
áfram af því að vilja skrifa góða
glæpasögu en líka því að valda ekki
lesendum mínum vonbrigðum. Ég
hef nokkrum sinnum orðið mjög
hrædd um að gera það. Ég hrædd-
ist þetta örugglega mest áður en
bókin Ég man þig kom út. Ég hugs-
aði með mér: Guð minn góður, er
þetta eitthvað sem lesendur verða
ánægðir með? Ætti ég yfirhöfuð að
gefa þetta út? En svo kom bara aug-
lýsing í Bókatíðindum um útgáfu
bókarinnar og það varð ekki aftur
snúið. Ég bjó mig undir það versta
í það skiptið. Og bjóst líka við að
hafa gert mig að algjöru fífli með
útgáfu þeirrar bókar. Mig langaði
í smá stund bara til að fela mig. En
þessi ótti virtist hafa magnað sig
upp innra með mér, lesendur tóku
bókinni nefnilega mjög vel. Það er
það allra besta, gleði lesenda. Ekki
metsölu- eða vinsældalistar. Ég finn
fyrir gleði lesenda og hún skiptir
mig öllu máli,“ segir Yrsa.
Kvikmynd gerð eftir einmitt þess-
ari bók Yrsu, Ég man þig, verður
frumsýnd í byrjun maí. Myndinni
leikstýrir Óskar Þór Axelsson og í
aðalhlutverkum verða meðal ann-
arra Jóhannes Haukur Jóhannesson
og Ágústa Eva Erlendsdóttir.
„Það er skemmtilegt að þessi bók
er orðin að kvikmynd. Ég bíð spennt
eftir frumsýningu myndarinnar og
mæti strax eftir flug frá Finnlandi.
Það er svo stíf dagskrá að ég þarf að
mála mig og greiða í flugvélinni og
mæta svo beint í bíó,“ segir Yrsa.
Inn á hliðargötu
En ef hún skrifaði ekki um glæpi,
hvað þá? „Ég hóf ferilinn sem
barnabókahöfundur. Skrifaði fimm
barnabækur. Fann mig þá á enda-
stöð. Þá spurði útgefandi mig að
því hvort ég vildi ekki skrifa glæpa-
sögu og ég játti því. Gerði það og hef
gert í mörg ár síðan. Ef ég ætti að
velja um eitthvert annað þema, þá
held ég að ég myndi skrifa nokkurs
konar vísindaskáldskap, um enda-
lok heimsins eða eitthvað álíka. Það
er eitthvað við heimsmyndina núna
sem mann langar að takast á við,“
segir Yrsa.
En hvers vegna skyldi hún ekki gefa
sig alla í skriftir fyrst ferillinn vindur
svona upp á sig? „Ég er í spennandi
verkefnum, vinnan heillar mig.
Mér finnst skriftirnar enn þá vera
hliðarheimur. Þegar ég skrifa þá
fer ég af aðalveginum, inn á hliðar-
götu. Þannig líður mér. Ég hef þörf
fyrir að gera þetta hvort tveggja. Ég
er núna verkefnastjóri og formaður
byggingarnefndar um breytingar á
ÍR-svæðinu uppi í Breiðholti,“ segir
Yrsa. „Þá sinni ég enn verkefna-
stjórn fyrir hönnunarteymi fyrir
Þeistareykjavirkjun, en því verkefni
fer senn að ljúka.“
Enginn guð
Ferðalögin tengd ritstörfunum
þykja henni spennandi. „Ég hefði
ekki getað ferðast svona mikið
vegna ritstarfanna þegar ég var með
lítil börn. Ég get leyft mér meira.
Börnin mín eru uppkomin þann-
ig að enginn kvartar yfir ferðalög-
unum. Þetta er skemmtilegt líf, ég
hef eignast fjölmarga vini tengda
ritstörfum mínum og þessum sér-
staka glæpasagnaheimi. Svo auð-
vitað vingast maður meira við suma
en aðra.“
Hvaðan færðu innblástur? „Það er
bara héðan og þaðan. Það er mjög
misjafnt. Stundum er það eitthvað
sem ég heyri, einhver saga sem
heillar mig. Eða ég hitti eitthvert
fólk og nem eitthvað í fari þess.
Innblástur kemur aldrei til mín
fullmótaður. Ég þarf að vinna hug-
myndina, brot fyrir brot. Ég er að
minnsta kosti ekki þannig að ég fái
bara fullkomna hugmynd fyrir heila
bók í uppljómun.“
Hefur þú mikla þörf fyrir að
stjórna aðstæðum? Og færðu útrás
fyrir það í skrifum? „Ég er enginn
guð þegar ég skrifa,“ segir Yrsa og
frábiður sér nokkurs lags guðs-
komplexa. „En ég viðurkenni að mér
finnst ágætt að hafa stjórn á því sem
gerist á síðum bókarinnar. Ég hef þá
meiri stjórn á framvindu sögunnar
en því sem gerist í lífinu sjálfu.“
Vitavörður og barþjónn
En hvernig er hinn dæmigerði glæpa-
sagnahöfundur? „Það er nefnilega
málið að það er enginn dæmigerður
glæpasagnahöfundur. Það er með
ólíkindum hvað fólk er með fjöl-
breyttan og misjafnan bakgrunn.
Bjóst við að hafa
gert sig að algjöru fífli
Yrsa Sigurðardóttir pakkar nokkrum sinnum í mánuði ofan í ferðatösku og ferðast um
heiminn til að hitta aðdáendur sína. Þar vekur hún jafnan athygli fyrir líflega framkomu og
ekki síst óvanalegt skótau. Hún segist knúin áfram af því að valda ekki lesendum sínum
vonbrigðum. Við útgáfu bókarinnar Ég man þig bjó hún sig undir það versta.
Yrsa í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi. Hún hlakkar til frumsýningar myndar sem er byggð á bók hennar: Ég man þig. MYnd/LILja BIrGISdóttIr
Ætti ég yfirhöfuð að
gefa þetta út? en svo
kom bara auglýsing í
bókatíðindum um út-
gáfu bókarinnar og
það varð ekki aftur
snúið. ég bjó mig undir
það versta í það
skiptið.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r22 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
A
-2
8
2
8
1
C
A
A
-2
6
E
C
1
C
A
A
-2
5
B
0
1
C
A
A
-2
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K