Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 27
Frá kynslóð til kynslóðar: Ljónshjarta Ljónshjarta hlaut verðlaunin í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þar er um samtök að ræða fyrir ungar ekkjur og ekkla, 20 til 50 ára. Samtökin hafa starfað í rúm þrjú ár í sjálfboðavinnu og hyggjast efla starfsemina í framtíðinni. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á að við séum að vinna gott starf. Þetta er mjög mikil hvatning og eflir okkur og okkar starfsemi. Samtökin eru orðin sýnilegri og þar af leiðandi á fólk í þessari stöðu auðveldara með að leita til okkar. Við erum líka stolt, því þetta er mjög erfitt starf. Við í stjórn og varastjórn erum öll ungar ekkjur og ekklar og það tekur oft á, að sinna þessu starfi. Við erum líka í sorg eins og okkar félagsmenn,“ segir Ína Ólöf Sigurðardóttir formaður. Hún segir starfsemina hafa vaxið mikið undanfarið. „Nú höfum við náð að safna fjár- magni til að efla starfið og erum farin að geta stutt betur við bakið á okkar fólki. Við erum reglulega með viðburði og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna í Ljónshjarta. Núna erum við til dæmis að vinna í því að bjóða upp á sérstakt nám- skeið fyrir unglinga Ljónshjarta. Einnig munum við halda tveggja daga námskeið í sorgarúrvinnslu í haust með fagfólki.“ Til atlögu gegn fordómum: Foreldrafélag Breiðholtsskóla Verðlaunin í flokknum Til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breið- holtsskóla. Það hefur staðið fyrir fjölmenningarhátíðum fyrir nær- samfélagið þar sem öllum íbúum hverfisins er boðið í skólann. Tilgangurinn er að tengjast betur foreldrum og börnunum sem þar búa, kynnast ólíkum uppruna þeirra, tungumáli og ekki síst að fagna fjölbreytileikanum. „Þetta er viðurkenning á mikilli vinnu og hvatning til fólks sem hefur staðið vaktina,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir. „Ég vil draga fram styrk- leika sam- félagsins í Breið- holti,“ segir hún og segir um- fjöllunina um hverfið of oft á nei- kvæðum nótum. „Verðlaunin eru viðurkenning á vinnu. Þakklæti til fólks sem er búið að standa vakt- ina.  Ég vil að börnin mín búi að því alla ævi að umgangast fólk, virða það og taka því eins og það er, óháð uppruna og trú. Þetta er ekki bara ég, þetta er net af fólki og fjölskyldum í hverfinu.“ www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Náttúrule ga s t t Gómsætir eftirréttir, girnilegar kökur og ýmiss konar freistandi sætir bitar án viðbætts sykurs við sig sjálfa fyrr en með stofnun Lótushúss. „Ég var að glíma við þetta, að ná ekki djúpri tengingu við mig sjálfa. Minn kjarna. Ég held að þetta sé ekki óalgengt. Samt var ég búin að vera að hugleiða í mörg ár. En það var ekki markvisst. Með tilkomu Lótushúss hugleiddi ég á hverjum degi og las. Smátt og smátt færðist ég nær þessum kjarna, sem er ég. Það gerðist hægt og rólega. Ég hefði viljað að það gerðist hraðar, en það var bara ekki hægt,“ segir Sigrún. Hún segir það enda per- sónubundið hvernig og á hvaða hraða fólk nær þessari tengingu. „Í mínu tilfelli er það vegna þess að ég er svolítið úthverf, og tók mikið af áreiti umhverfisins inn á mig.“ Fjöldi fólks hefur notið liðsinnis Sigrúnar í Lótushúsi. „Ég hef séð svo margt fallegt. Hvernig hugleiðsla breytir manneskjunni smátt og smátt. Hvernig manneskjan smitar svo þessum góðu breytingum út frá sér inn á heimilið og í sitt nærum- hverfi. Þetta hefur breytt lífinu hjá fjölskyldum. Það er gott þegar það gerist,“ segir Sigrún.  Hún segir hugleiðslu einn- ig gagnast mikið við kvíða og þunglyndi. „Það gagnast  í því að finna okkur sjálf og  að treysta á okkur sjálf. Við þurfum  öll að læra  betur  inn á okkur. Í hug- leiðslunni snertum við okkar eigin kjarna og jafnvel þótt manni finnist maður hafi ekki upplifað neitt þá verður maður sáttari. Sáttin við lífið og tilveruna er mikilvægt markmið. Og að vera sáttur í eigin iðkun.“ Líf Sigrúnar og Þóris er rólegt eins og búast mátti við. „Við förum á fætur eldsnemma á morgnana, förum niður í Lótushús og erum þar í um tvær klukkustundir. Þar hugleiðum við og lesum texta. Við förum svo heim og fáum okkur morgunmat. Þórir snýr sér svo að sínum viðskiptum. Stundum förum við líka á kvöldin en annars fer starfið mest fram á morgnana. Áður en fólk fer inn í daginn og dagskrána. Eldsnemma á morgn- ana erum við glaðvakandi, heilinn getur tekið við og truflast ekki eins auðveldlega,“ útskýrir Sigrún. En skyldi Sigrún eiga eitthvert ráð til handa lesendum? „Ég á eitt ráð, komið og hugleiðið. Í gegnum hugleiðsluna náið þið tengingu við ykkur sjálf. Það er það dýrmætasta sem við gerum í þessu lífi. Að finna út hver þið  eruð og ná sátt. Að finna fyrir þessum sálarneista sem ert raunverulega þú. Vitneskjan og sáttin gerir það að verkum að þið eigið betra með að mæta erfið- leikum.“ Og þetta hefur Sigrún að leiðar- ljósi. „Ég treysti leikriti lífsins,“ segir hún. kristjanabjorg@frettabladid.is Ég var að glíma við þetta, að ná ekki djúpri tengingu við mig sjálfa. minn kjarna. Ég held að þetta sÉ ekki óalgengt. Sigrún Olsen h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 1 5 . A p R í l 2 0 1 7 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A A -2 8 2 8 1 C A A -2 6 E C 1 C A A -2 5 B 0 1 C A A -2 4 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.