Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 33

Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 33
Sigurður Ólafsson kynntist Amínó Fiskprótín Liðir eftir ábendingu frá fjölskyldumeð- limi sem vissi að hann var búinn að glíma við ónot í hnjám. Sigurður hefur alla tíð verið duglegur að stunda einhvers konar hreyfingu, en fyrir um það bil fimm árum fór að bera á verkjum í hnjám. „Árið 2012 byrjaði ég að stunda fjallgöngur í töluvert miklum mæli en það eina sem skyggði á ánægjuna voru verkir sem ég fór að finna fyrir þegar leið á göngurnar,“ segir Sigurður. „Þegar ég byrjaði að taka þátt í Landvættaprógrammi hjá Ferða- félagi Íslands haustið 2015, þar sem mikið er um hlaupa- og hjóla- æfingar, fór enn meira að bera á þessum verkjum. Eftir að hafa reynt ýmsar vörur prófaði ég Amínó Fisk- prótín Liði. Mjög fljótlega tók ég eftir gríðarlega miklum mun. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek fæðu- bótarefni sem algjörlega breytir aðstæðum mínum þannig að ég get stundað hreyfingu án verkja,“ segir hann. „Haustið 2016 byrjaði ég að æfa fyrir IronMan keppni sem verður haldin í Kaupmannahöfn seinni- part sumars 2017. Æfingaálagið er töluvert mikið og ef ekki væri fyrir Amínó Fiskprótín Liði þá væri ég ekki að ná sama magni af æfinga- tímum í viku.“ Amínó® vörulínan saman- stendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein® ásamt öðrum lífvirkum efnum. Amínó® Liðir er liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria frondosa) og IceProtein® (vatns- rofin þorskprótín). Skrápurinn samanstendur að mestu leyti af brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að innihalda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna- extraktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin. Auk sæbjúgna og IceProteins® innihalda Amínó Liðir túrmerik, D- og C-vítamín og mangan. Rannsóknir hafa sýnt að vatnsrofin fiskprótín, eins og eru í IceProtein®, auka upp- töku á kalki úr meltingar- vegi og styðja þannig við liðaheilsu. Kollagen, chondr oitin sulph ate, D- og C-vítamín og mangan eru allt efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu. Amínó® vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda þorskprótín, ásamt öðrum lífvirkum efnum sem styðja við eða auka heilsubætandi virkni þorskpeptíðanna. Að sögn dr. Hólmfríðar Sveins- dóttir, stofnanda og framkvæmda- stjóra PROTIS ehf., sem framleiðir Amínó® vörulínuna, er fiskprót- ínið unnið úr hágæða hráefni sem fellur til við flakavinnslu á íslenskum þorski. „Markmiðið er að hámarka nýtingu á ein- stakri náttúruauðlind og bæta lýðheilsu.“ Fæst í apótekum, heilsu- verslunum og í heilsu- hillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má finna á www.icecare.is. Stundar hreyfingu án verkja Sigurður átti orðið erfitt með fjallgöngur vegna verkja, en stefnir núna á IronMan í sumar eftir að hann fór að taka inn Amínó Fiskprótín Liðir. Sigurður Ólafsson getur sannarlega mælt með Amínó Liðir. Þegar lífinu er lifað til fulls er auð- velt að finna fyrir því og það sést á fólki. Dagsdaglega leiðir fólk almennt ekki hugann að lifrinni. Hún gegnir þó mikilvægu hlutverki varðandi efnaskipti og niðurbrot á fitu. Of mikið af kolvetnum, of mikið áfengi og feitur matur veldur of miklu álagi á starfsemi lifrarinn- ar og gallsins. Matur, sem neytt er nú á dögum, inniheldur meira af kolvetnum en matur sem forfeður okkar neyttu. „Við erum ekki vön þeim. Of stór skammtur af kolvetnum miðað við prótein gerir lifrinni erfitt að við halda eðlilegum efnaskiptum og niðurbroti á fitu. Sem betur fer eru það ekki einungis prótein sem geta örvað lifrarstarfsemina,“ útskýrir Ólöf Rún Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri hjá IceCare. Active Liver inniheldur nátt- úrulegu jurtirnar túrmerik og svartan pipar. Einnig ætiþistil og mjólkurþistil sem eru þekktir fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrarinnar og gallsins. Einnig inni- heldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum, við- heldur eðlilegri starfsemi lifrarinnar og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar amínósýruna hómósystein. Góður árangur Jóna Hjálmarsdóttir hefur notað Active Liver í nokkra mánuði með góðum árangri. „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr nátt úrulegum efnum og ég hef fulla trú á að náttúruefnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrar- starfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkamsstarf- semina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Hún segist fljótt hafa fundið mun á sér. „Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd, enda inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi, og hef trú á að Active Liver virki fyrir mig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri,“ segir Jóna. Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni. Það getur verið vegna áfengisneyslu en þetta getur einnig verið vandamál hjá fólki í yfirþyngd. Þreyta og þrótt- leysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. Vörurnar eru fáanlegar í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu IceCare, www. icecare.is Heilbrigð melting hjá Jónu með Active Liver Fita getur sest víða á líkamann, meðal annars innan í líffærin, þar á meðal lifrina. Active Liver stuðl- ar að eðlilegum efnaskiptum. Jóna Hjálmarsdóttir hefur mjög góða reynslu af Active Liver. Active Liver virkar vel fyrir Jónu. Feitur matur og sterkur örvar sýruframleiðslu ENGIN UPPÞEMBA LENGUR Einar Ágúst Einarsson, smiður mælir með Frutin töflunum en eftir að hann byrjaði að taka þær hálftíma fyrir svefn og mat finnur hann lítið sem ekkert fyrir óþægindum eða uppþembu. „Ég hafði verið með mikla uppþembu og brjóstsviða eftir mat í langan tíma. Þetta kom sérstaklega fyrir ef ég borðaði seint á kvöldin eða fékk mér gosdrykki eða bjór stuttu fyrir svefninn. Þar sem ég er smiður og mikið á ferðinni milli vinnustaða er oft auðvelt að detta í skyndibitann og fylgir því brjóstsviði eða uppþemba í nær öll skiptin. Eftir að ég byrjaði að taka Frutin töflurnar finn ég ekki fyrir því lengur,“ segir Einar Ágúst ánægður. Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum eftir máltíðina. Frutin fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. www.icecare.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 5 . A p r í L 2 0 1 7 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A A -4 0 D 8 1 C A A -3 F 9 C 1 C A A -3 E 6 0 1 C A A -3 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.