Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 7
sýnd tilhlýðileg virðing sem manneskju með vissa blygðunarsemi, til dæmis þegar hópur nemenda er viðstaddur viðkvæmar skoðanir. Það hafa verið undirritaðar margar yfirlýsingar varð- andi siðferðislegar skyldur heilbrigðis- stétta þar sem heitið er að virða rétt sjúklingsins. Má þar benda á „alþjóða- heit hjúkrunarfræðinga," læknaeiðinn og Genfarheit lækna. Ahrif á batahorfur — árangur meðferðar Göngum út frá skilgreiningu Murry og Zentner, að: „Heilbrigði/vellíðan og vanheilbrigði/ vanlíðan sé flókinn dýnamískur ferill á vogarstöng, sem inniheldur líkamlega, sálarlega og félagslega þætti og aðlög- unarviðbrögð gagnvart innra og ytra (jafnvægi) umhverfi." „Heilbrigði bygg- ist á samspili áhrifaþátta, sem annað- hvort hjálpa eða hindra einstaklinginn í að uppfylla þarfir sínar og ná sinni bestu mögulegu heilsu." Þegar litið er á einstaklinginn sem sjálf- stæða heild, með sinn persónulega þroska, þarfir og væntingar, þá fer varla hjá því að hann finni fyrir vissri ófull- nægju og öryggisleysi í hinu framandi hlutverki sjúklingsins. Því er mikilvægt að hægt sé að virða rétt hans til að nota öll sín baráttuöfl til hins ýtrasta og stuðla að sem bestum aðstæðum hverju sinni með hinar margslungnu mannlegu þarfir í huga. Það er þó sjúklingurinn sem leggur til „tilfellið", sjúkdóminn. Það er hann sem verður að þola þær þrautir sem sjúkdómi og meðferð fylgja. Það er hann sem endanlega situr uppi með ár- angurinn — afleiðingarnar. Sjúklingurinn á því mest í húfi og það ætti því að tryggja honum þennan rétt. En er það nú svo? Er hagsmunum sjúkl- inga alltaf stillt upp í forgangsröð eða verður tilviljanakennd dagskrá um- hverfisins allsráðandi: Er hugsanlegt að sjúklingur sé fastandi dag eftir dag, vegna ýmissa smá rannsókna, sem hægt væri að stilla á einn og sama daginn, hann sé jafnvel þróttlaus vegna óþarfa föstu og rúmlegu, þegar kemur að því að hann fer í aðgerð. Hann hafi eytt fleiri tímum á óþægilegum bekkjum í röntgen og víðar, ekki náð í aðalmáltíð dagsins heldur fengið „eitthvað" þegar Stofugangur. Sjúkraskráin liggur opin á seenginni yfir rnaga sjúklingsins. Sá, sern ekki má lesa hana, er sjúklingurinn - Myndin er úr danska hjúkrunarblaðinu. á deildina var komið. Því hefur jú verið haldið fram að það þurfi „hestaheilsu" til að þola sjúkrahúsvist. Norman Causins kemst að sömu niðurstöðu í bók sinni, Anatomy of an Illness. Hann hreinlega flýr út úr þessu ómanneskju- lega kerfi, þar sem hættur eru ótal- margar og fer á hótel til að nýta sína ntöguleika til bata.2 bls 29 Ef til vill hefur hinn mannlegi eiginleiki „að trúa á mátt sinn og megin", verið vanmetinn, nú á tímum hraða og tækni- framfara. Ég tel að fáir efist í raun um mikilvægi „lífsviljans" og því beri að styrkja hann með persónulegri uppörv- un, glæða áhuga og bjartsýni hjá sjúkl- ingum. Jákvæð afstaða veitir vissa vel- líðan, og sannast hefur, að jafnvel slæmir verkir geta hörfað undan gleði og hlátri, á meðan vansæld og öryggis- leysi leiðir til spennu og líkamlegra óþæginda.2-bls 35 Því má draga þá álykt- un að nútíma lyf og tækni muni nýtast betur ef við jafnframt hugum að innra varnar- og baráttukerfi einstaklingsins. Æskilegt er að samspil takist þar sem sjúklingur finnur sig meðvirkan og full- ábyrgan við að stuðla að sem bestum árangri. Minnumst þess að hver sem á rétt ber oftast samsvarandi skyldur, og því eigum við að gera kröfur til sjúkl- inga, að þeir vinni með, taki afstöðu, þeir einir búa yfir margvíslegri þekk- ingu varðandi ástand sitt, og því ber einnig að taka tillit til hvernig þeir telja að meðferð geti nýst þeim best. Hvernig er þá hægt að tryggja rétt sjúklings í þessum efnum? Hjúkrun sjúklings skal stuðla að sem bestri mögulegri heilsu og líðan hans. Þetta felur í raun í sér kröfu til hjúkrun- arfræðinga um að gæta réttar skjólstæð- inga sinna í hvívetna. Hafa skal í huga að sjúklingar eru oft í mjög erfiðri að- stöðu til að gæta réttar síns, bæði vegna vanheilsu, andlega eða líkamlega og einnig vegna ókunnugleika og óöryggis sem yfirleitt fylgir sjúkrahúsvist. Vegna alhliða þekkingar sinnar varðandi stofnunina, sjúkdómsmeðferð og mannleg samskipti, ætti hjúkrunarfræð- ingurinn að vera ábyrgur tengiliður milli einstakra þjónustuaðila og sjúkl- ings, sjá til að hann fái fullnægjandi upplýsingar varðandi gang mála, fái tækifæri til að tjá sig, sé spurður um eigin afstöðu og álit á meðferð/þjón- ustu. Hann þarf að sjá til þess að starfs- fólk virði rétt sjúklinga til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir svo framarlega sem það er mögulegt, og skaðar ekki með- ferð sjúklings, eða stofnar honum í hættu. Hvað er til úrbóta? Þótt allir gætu orðið sammála um að æskilegt væri að geta komið á móts við persónulegar óskir sjúklinga, veitt þeim manneskjulegt, nærandi umhverfi, þar sem þeir gætu nýtt alla sína möguleika sem best, er hætt við að það skipulag sem þekkist í dag, gefi takmarkaðan sveigjanleika í þeim efnum. Sjúklingur grípur fyrsta pláss sem losnar og fer á „færiband" sem skilar honum HJÚKRUN Vt, - 59. árgangur 5

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.