Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 36
Fulltrúar stjórnar sátu fundi hjúkrunarráðs
þegar rætt var um málefni er snertu nám
okkar og sérfræðingsréttindi.
Félagar eru 27 og aukafélagar voru 9 nem-
endur Nýja hjúkrunarskólans, en þeir urðu
fullgildir meðlimir er námi þeirra lauk í
janúar 1983.
A aðalfundi í október var kosin ný stjórn
og hana skipa:
Björg Ólafsdóttir formaður,
Áslaug Björnsdóttir gjaldkeri,
Guðrún Bjarnadóttir ritari,
Björg Snorradóttir meðstjórnandi.
Björg Ólafsdóttir
Rannsóknarnefnd
Störf nefndarinnar á árinu voru eftirfar-
andi:
• Flaldið var áfram vinnu við siðareglur
fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna að rann-
sóknum, er þetta verk unnið á vegum
Norðurlandasamvinnunnar. Ekki er þessu
verki enn lokið, þar sem mikill tími fer í
samræmingu milli landanna.
• Loksins varð það að veruleika að systir
Penny Prophit D. N. Sc., Ph. D., prófessor
við kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu
kæmi. Hélt hún fyrirlestra dagana 1. og 2.
nóvember. Ráðstefnan var vel sótt og ríkti
mikil ánægja með fyrirlesarann. Vonumst
við til að systir Penny geti heimsótt okkur
aftur seinna. Við viljum vísa til greinar í 1.
tbl. Hjúkrunar 1983, þar sem sagt er frá
heimsókninni.
• í ágúst sl. var haldin fyrsta opna alþjóða-
ráðstefnan um hjúkrunarrannsóknir á veg-
um WENR (Workgroup of European
Nursing Research). Var hún haldin í Upp-
sala í Svíþjóð, þar voru fjölmargar rann-
sóknir kynntar. Enginn íslendingur sótti
ráðstefnuna nema fulltrúi HFl í vinnu-
hópnum. Hefur hann gert grein fyrir henni
í 4. tbl. Hjúkrunar 1982. Að tveim árum
Iiðnum verður önnur slík ráðstefna í
London og vonumst við þá til að fleiri
hjúkrunarfræðingar geti sótt hana.
Katrín Pálsdóttir
Fjölmiðlanefnd
Nefndin hefur haldið 3 fundi. Fulltrúi
nefndarinnar starfaði náið með uppsagna-
nefndinni í vor.
Við teljum nauðsynlegt að nefndinni verði
settur ákveðinn rammi til að vinna eftir.
Við höfum gert tillögur um starfsreglur
fyrir fjölmiðlanefnd sem lagðar verði fyrir
fulltrúafund 4. og 5. maí. Mikilvægt er að
nefndin hafi gott samstarf við stjórn.
Sveinbjörg Einarsdóttir
3 0 HJÚKRUN 2/m - 59. árgangur
Munaðarnesnefnd
Árið 1982 sóttu 78 hjúkrunarfræðingar um
dvöl í Munaðarnesi. 33 var úthlutað, einnig
fengum við afnot af húsum Starfsmanna-
félags Sjónvarps, en eftirspurn er alltaf
rneiri en hægt er að sinna. Vonumst við til
að heldur vænkist hagur okkar á þessu ári
er tekið verður í notkun orlofshúsið að
Eiðum.
Við eftirlitsferð í Munaðarnes síðastliðið
vor kom í ljós að ýmislegt mætti betur fara í
húsunum - húsgögnin mjög farin að láta á
sjá og umgengni öll í slakara lagi.
Orlofsheimilasjóður veitti kr. 20.000 til
kaupa á munum í húsin og var meðal ann-
ars keyptar bókahillur, mottur og veggljós.
Það sem eftir er af þessari upphæð verður
notað á árinu 1983.
Aðalfundur fulltrúaráðs orlofsheimilanna
var haldinn í Munaðarnesi 6. mars síðast-
Iiðinn. Fram kom að elstu húsin þarfnast
orðið mikils viðhalds, sem reynst hefur
mjög kostnaðarsamt. Nýju orlofshúsin á
Stóru-Skógum voru skoðuð og félögin
drógu um húsin þar og á Eiðum. Reist hafa
verið 17 hús í Stóru-Skógum og 17 á
Eiðum. HFÍ fékk hús nr. 3 á Eiðum. Áætl-
að er að húsin verði tilbúin til útláns 1. júlí
nk.
Ekki verður af því að félögin taki við við-
haldi húsanna.
Anna Stefánsdóttir
Landssamband gegn áfengis-
bölinu
Haldnir hafa verið 4 formlegir stjórnar-
fundir á árinu.
Breyting hefur orðið í stjórn Landssam-
bandsins gegn áfengisbölinu, Jóhanna
Steindórsdóttir hefur látið af störfum vegna
heilsubrests. í staðinn kom Guðrún Guð-
geirsdóttir.
Eru þá í stjórn:
Páll V. Daníelsson formaður,
Ólafur Haukur Árnason,
Guðsteinn PengiIs6on,
Óskar Pétursson,
Hanna Kolbrún Jónsdóttir,
Guðrún Guðgeirsdóttir.
15. þing Landssambandsins gegn áfengis-
bölinu var haldið í Templarahöllinni 7. des-
ember.
Auk þingsetningar og aðalfundarstarfa tal-
aði Ólafur Ólafsson landlæknir. Sagði hann
að erfitt væri að áætla heildarkostnað af
áfengisneyslu Islendinga. Þar væru svo
margir þættir sem’spiluðu inn í. Hann sagði
að um 1930 hefði verið reynt að gera slíkar
kannanir austanhafs og vestan. Gunnar
Mýrdal hefði unnið mikið að þessum mál-
um hér, á þessu tímabili. Ólafur sagði að
áfengisneyslan væri ekki aðeins vandamál
umræddra heimsvelda, hún væri orðið stórt
vandamál 3 heimsins líka og þyrfti því mik-
ið átak til að vinna bót á þeim málum.
I ljós hefur komið samkvæmt könnunum
sem gerðar hafa verið að um 4-5% af
sjúkrarúmum spítalanna eru upptekin
vegna áhættuþátta drykkjusjúklinga.
Um 20% sjúklinga sem koma á geðdeildir
munu vera áfengissjúklingar að meira eða
minna leyti.
Þessar kannanir gefa enga heildarmynd af
kostnaði þjóðarinnar vegna áfengisneyslu
en eru þó einn liður í dæminu og hann ugg-
vænlegur.
Lægsta tíðni Delerium Tremens mun vera
hér á landi miðað við hin Norðurlöndin, og
1—2 dauðatilfella af völdum skorpulifrar á
ári. Páll V. Daníelsson sagði að líklega
myndi kostnaður við áfengisneyslu í þjóð-
félaginu nema lU af framlagi fjárlaga.
Hann sagði einnig að gerð hefði verið
könnun á sjálfsmorðstíðni íslendinga.
Þar hefði komið fram að um 7« hluti þeirra
væri beint eða óbeint af völdum áfengis-
neyslu.
Ólafur Haukur Árnason benti á nauðsyn
þess að fækka dreifingarstöðum áfengis.
Hann lýsti furðu sinni á hve erfið baráttan
væri, við að fá þau sjálfsögðu mannréttindi
að meiri hluti kosningabærra manna greiði
atkvæði um sölustaði áfengis og þeir skuli
ráða þar um. Ólafur Haukur sagði frá
könnun sem gerð hefði verið í Noregi. Þar
kom fram að '/* hluti dauðsfalla sem eiga
sér stað á ári hverju, er af völdum áfengis-
neyslu þó er það svo að stór hluti þeirra
sem deyja af völdum hennar hafa ekki neytt
áfengis sjálfir. Ólafur sagði frá námskeiðs-
haldi sem komið væri í gang á vegum áfeng-
isvarnaráðs; að því standa Árni Einarsson
félagsfræðingur og Stefán Jóhannsson,
starfsmaður í ráðinu.
Markmið þeirra er að miðla þekkingu til
kennara, æskulýðsleiðtoga og foreldra sem
þeir svo komi áfram til barna sinna og
þeirra unglingahópa sem viðkomandi stétt-
ir hafa með að gera.
Hanna Kolbrún Jónsdóttir gerði fyrirspurn
um það hvar skólaheilsugæslan og hjúkrun-
arfræðingar í skólum kæmu inn í myndina.
Þar sem tóbaks-, áfengis- og ftkniefna-
neysla er jafn heilsuspillandi og raun ber
vitni hlýtur það að snerta skólaheilsugæsl-
una. Þeir hjúkrunarfræðingar sem þar
starfa vilja vera inni í varnarmyndinni.
Fyrir sitt leyti fyndist henni það vera starf
heilsugæsluhjúkrunarfræðings að veita
þessa fræðslu í skólum, ef ekki einn þá í
samvinnu við heilsufræðikennara.
Því er mjög áríðandi að hjúkrunarfræðingar
starfandi í skólum eigi kost á að taka þátt í
námskeiðum sem þessu og séu studdir með