Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 17
Frettir
og tilkynningar
Fræðslustarf
HFÍ
Námskeið
Fyrri hluti stjórnunarnámskeiös
verður haldinn dagana 31.
október til 5. nóvember 1983 aö
báðum dögum meðtöldum.
Seinni hlutinn verður fyrri hluta
næsta árs og auglýstur síðar.
Frekari upplýsingar gefnar á
skrifstofu HFÍ.
Fræðslufundir
Þriöjudaginn 4. október 1983:
Skipulag og stjórn hjúkrunar.
Þridjudaginn 1. nóvember
1983:
Heilsuvernd og heimahjúkrun.
Fræðslufundirnir verða í HSÍ og
hefjast kl. 20.30.
Þátttökugjald er kr. 30.00 og
kaffi innifalið.
Fréttir frá stjórn
Hjúkrunarfélags íslands
A fulltrúafundi 1983 var það einróma
samþykkt að fréttir frá stjórn yrðu
áfram sem fastur dálkur í Hjúkrun. var
gott að heyra að félagsmenn voru
ánægðir með þetta fyrirkomulag og
verður því haldið áfram bæði hvaö
fundi í framkvæmdastjórn og félags-
stjórn varða.
Stjórnarfimdar 3. mars 1983
• Samþykkt að HFÍ gerist félagi í
Stjórnunarfélagi Islands. Félagsgjald
fyrir árið 1983 er kr. 800, einstaklings-
aðild er kr. 300.
Hjúkrunarfræðingar er vinna hjá ríki og
borg fá afslátt á námskeið hjá félaginu í
gegnum sinn vinnustað. Hjúkrunar-
fræðingar er starfa hjá sjálfseignarstofn-
unum og starfsfólk skrifstofu HFÍ sem
ekki eru í Stjórnunarfélaginu fá afslátt á
námskeiðum gegnum HFÍ. Ingibjörg
Gunnarsdóttir skrifstofustjóri sótti
námskeið dagana 23.-25. febrúar, efni:
konur í stjórnunarstörfum.
• Undirbúningur fyrir fulltrúafund s.s.
atriði er snerta reglugerð við ný lög
HFÍ, ársskýrslur deilda og nefnda, o.fl.
mál.
• Samþykkt að trúnaðarráð starfi fram
að fulltrúafundi 1983.
• Samþykkt að fá fund með formönn-
um sérgreinadeilda þar sem ræddar
yrðu hugmyndir að neyðarþjónustu
HFÍ. Fræðslustjóri og formaður eru
með málið.
Stjórnarfundur 29. mars 1983
• Undirbúningur fyrir fulltrúafund
1983, fjárhagsáætlun 1. umræða.
• Samþykkt að formaður Reykjavíkur-
deildar fái þóknun sem svarar Iauna-
flokki hjúkrunarframkvæmdastjóra.
Gert er ráð fyrir 20% starfi.
Stjórnarfundur 5. apríl 1983
• Áframhaldandi umræða um fjárhags-
áætlun HFÍ, hún samþykkt af öllum
stjórnamönnum og verður þannig lögð
fyrir fulltrúafund til samþykktar.
• Samþykkt að félagsgjöld hjúkrunar-
fræðinga sem ekki eru í starfi verði kr.
500 fyrir árið 1983.
• Farið yfir innkomnar tillögur fyrir
fulltrúafund.
• Samþykkt starfssvið fræðslustjóra.
• Samþykkt að stjórn HFÍ hafi heimild
til að greiða kr. 100 fyrir hvern setinn
fund, en stjórnarfundir þar innifaldir.
• Samþvkkt að Ingibjörg Árnadóttir
ritstjóri verið í 100% starfi í stað 75% í
1 -2 mánuði til að vinna að verkefni sem
felur í sér flokkun og röðun mynda er
HFÍ á.
• Samþykkt að fastagjald af síma for-
manns sé greitt.
Stjórnarfundur 27. apríl 1983
• Endanlegur frágangur hinna ýmsu
mála sem vinna þar fyrir fulltrúafund.
• Tilkynnt niðurstaða könnunar vegna
tillögu um úrsögn HFÍ úr BSRB. Trún-
aðarmenn á stofnunum sáu um hana.
Niðurstöður:
1024 starfandi hjúkrunarfræðingar
svöruðu
393 hlynntir því að vera áfram í BSRB,
331 vildu segja sig úr BSRB
300 voru óákveðnir.
• Samþykkt dagskrá námskeiðs sem
haldið verður fyrir félagsstjórn 6. maí
1983 daginn eftir fulltrúafund.
• Samþykkt að skrifstofan verði lokuð
4. júlí til 2. ágúst 1983 vegna sumar-
leyfa.
• Nefnd sú sem unnið hefur að tillög-
um „um hvernig gefa megi þeim sem
lokið hafa hjúkrunarprófi kost á við-
bótarnámi til B.S. prófs" hefur lokið
störfum.
HFI barst 7. apríl 1983 bréf dags. 15.
mars 1983 frá menntamálaráðuneytinu
þar sem umsagnar er óskað.
Samþykkt að senda tillögurnar til allra
sérgreinadeilda og óska umsagnar fyrir
15. júní. Menntamálanefnd HFÍ mun
svo senda umsögn félagsins til mennta-
málaráðuneytisins.
• Tekin fyrir til bókunar fjöldi bréfa
o.fl. er borist hefur.
• Formaður sagði frá stjórnarfundi
SSN dagana 14. og 15. apríl sl. í Kaup-
mannahöfn.
• Formaður fer ekki á formannaráð-
stefnu ICN félaganna í Brasilíu 6,—10.
júní 1983.
• Samþykkt að miða allar ársskýrslur
deilda og félagsins við fulltrúafund.
Síðasti stjórnarfundur samkvæmt
lögum HFÍ frá 3. apríl 1978.
Sigþrúður Ingimundardóttir
formaður.
HJÚKRUN */m - 59. árgangur 15