Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 24
Sumardvöl - 33% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega Laugar í Dölum: Á tímabilinu 11 -25. ágúst n. k. verður gefinn 33% afsláttur af húsnæðiskostnaði, ef dvalið er 3 nætur eða lengur. Á tímabilinu 1. júlí - 11. ágúst verður veittur 25% afsláttur af húsnæðiskostnaði. Fæði verður selt allan tímánn með 10% lægra verði • en sumarverð hjá öðrum dvalarstöðum. Hallormsstadur: Vikurnar 7.-13. júlí og 15.-21. júlí, 20 til 24 manns. Varmaland í Borgarfirói: Vikurnar 15.-21. ágúst og 22.-28. ágúst. Viðmiðun fæðispeninga ríkisstarfsmanna eins og þeir verða þá. Hvolsvöllur (Edduhótel): Vikurnar 18.-24. ágúst og 25.-31. ágúst. Reykholt: Af og til 10.-30. ágúst. Dvalarstaöir í sveitum: 1. Bær í Reykhólasveit, 8 km frá Króksfjarðarnesi. Húsnæði fyrir allt að 40 manns. Tvö íbúðarhús. Eldunaraðstaða fyrir hendi. Fæðissala ekki möguleg nema fyrir fáa. Húsráðandi Elsa Engil- bertsdóttir. Beint símasamband. 2. Refsstaðir Hálsasveit. Jenný. Sími um Borgar- nes. 3. Leirubakki, Landssveit. Guðrún Jónsdóttir. Beint samband í síma. Samband ellilífeyrisþega Kvennaathvarf í nýútkomnu fréttablaði (maí sl.) frá Kvennaathvarfi kemur fram að 63 konur og 70 börn hafa dvalið í athvarfinu. Um 200 konur hafa leitað þangað sím- leiðis. Nokkur aukning hefur orðið á bæði komum og hringingum. Gerð var könnun á því, í hve miklu mæli áfengi kæmi við sögu, þegar konur sem til athvarfs- ins hafa leitað, hafa verið beittar ofbeldi og var niðurstaðan sú að í 47% tilfella var ekkert áfengi/ vímugjafi með í spilinu. í 30% tilfella var um áfengis- vandamál að ræða hjá maka, 12% af mökum slóu þegar þeir voru undir áhrifum, í 9% tilfella voru bæði drukkin og í 2% tilfella var konan undir áhrifum, ekki maðurinn. Sími samtakanna er 21204. Neyðarsími 21205. Pósthólf405.121 Reykjavík. Námsstyrkur 3-M Nursing Fellowship Hér með er auglýstur til umsóknar ,,3-M Nursing Fellowship", námsstyrkur, er alþjóðasamtök hjúkrun- arfræðinga, ICN, úthluta árlega, en styrkirnir eru veittir af fyrirtækinu Minnesota Mining and Manufacturing Company, Bandaríkjunum. Hér er um 3 styrki að ræða, hvern að upphæð US $ 7.500.00. Hvert aðildarfélag ICN hefurrétttil að senda eina umsókn. Upplýsingarog umsóknareyðublöð fást á skrifstofu HFÍ. Umsóknir berist stjórn HFÍ fyrir 1. september 1983. Bandaríska fyrirtækið Minnesota Mining and Manu- facturing hefur frá árinu 1969 veitt árlega tvo 6000 dollara styrki til hjúkrunarfræðinga til framhalds- menntunar, en ICN úthlutar styrkjunum. Frá árinu 1982 eru styrkirnir þrír og upphæð hvers styrks 7.500 dollarar. Á árinu 1982 bárust ICN umsóknirfrá 50 aðildarfélög- um. Þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu úthlutað styrkjum voru frá Kóreu, Botswana og Singapore. Engin umsókn fór frá HFÍ sl. ár. Breyting á reglugerð um veikindaforföll Með aðalkjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra, 3. september 1982, fylgdi yfirlýsing um veikindarétt starfsmanna vegna veikinda barna, sem er svohljóð- andi: 8. gr. Heimilt er öðru foreldra að ráðstafa allt að einni viku árlega af áunnum rétti sínum til fjarvista vegna veik- inda til að vera frá vinnu vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. í þessum veikindaforföllum greiðast starfsmanni dagvinnulaun og vaktaálag samkvæmt reglubundinni varðskrá. Þessi grein hefur verið felld inn í Reglugerð um veik- indaforföll starfsmanna ríkisins, og er reglugerðin birt í heild í Stjórnartíðindum 10. febrúar 1983 og er nr. 86. Félagsgjöld 1983 Á stjórnarfundi í HFÍ 5. apríl 1983 var samþykkt að lágmarksfélagsgjald hjúkrunarfræðinga væri óbreytt frá fyrra ári, kr. 500.00. Þ. e. fyrir hjúkrunarfræðinga, sem ekki eru starfandi, eða búsettir erlendis. Félagsgjöld hjúkrunarnema kr. 300.00. Áskriftargjald f. Hjúkrun kr. 300.00 fyrir árið 1983. \P

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.