Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 41
Frettir
J
Kröfuganga i Helsingfors 3. maí sl. Um 7000 manns tóku þátt ígöngunni.
Verkfall finnskra
heilbrigðisstétta
Heilbrigðisstéttir inna TOC-TS (Tján-
stemannaorganisationernas Centralför-
bund TOC-rf och förhandlings- och
avtalsorganet' TOC:s Tjánstemanna-
organisationer TOC-T) ákváðu sl. haust
að krefjast launahækkana, þar sem sýnt
þætti að menntun, ábyrgð og vinnuálag
þessara hópa væri hvergi nærri metið til
launa. Finnskir hjúkrunarfræðingar eru
'nnan TOC.
Gerðar voru kröfur um 5 launaflokka
hækkanir.
Samningaviðræður strönduðu 14. apríl
sl- Vel skipulagt verkfall heilbrigðis-
stétta innan TOC hófst síðan 28. apríl og
stóð til 25. maí, í um fjórar vik-ur. Samn-
'ngarnir hljóðuðu upp á að á næstu níu
tnánuðum fá þessar heilbrigðisstéttir að
nieðaltali 3,7 launaflokka hækkun. Við
Það hækka laun um 15-31%. Launa-
hækkunin nam minnst 3 og mest 6 flokk-
um.
í^eirri umtalsverðu útkomu sem náðist
tná m.a. þakka samstöðu heilbrigðis-
stéttanna, ásamt þeim stuðningi og
skilningi sem þær hlutu frá sjúklingum,
nltrienningi, fjölmiðlum og stjórnmála-
niönnum.
Um 23000 manns tóku þátt í verkfall-
inu.
Samstarfsnefnd Hjúkrunar-
félags íslands og Félags
háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga
Á fundi stjórna HFÍ og FHH sem hald-
inn var í húsakynnum bandalags há-
skólamanna í Lágmúla 7, 20. apríl sl. var
ákveðið að koma á fót samstarfsnefnd
félaganna, sem hefði fagleg málefni að
aðal umfjöllunarefni:
Stjórnir félaganna ákváðu jafnframt að
hittast reglubundið til viðræðna.
í nefndinni eiga sæti af hálfu HFÍ:
Sigþrúður Ingimundardóttir,
Hanna Þórarinsdóttir,
Jóna Guðmundsdóttir.
AfhálfuFHH:
Sigríður Halldórsdóttir,
Ingibjörg Sigmundsdóttir,
Helga Jónsdóttir.
Tilkynning um
aðsetursskipti
Hjúkrunarfræðingar — munið að til-
kynna breytt heimilisfang til skrifstofu
félagsins, sími 15316 og 21177.
Hjúkrunarkvennatalið
Hjúkrunarkvennatalið (fyrra talið), sem
gefið var út 1969, hefur verið ófáanlegt í
mörg ár. Til greina kemur að gefa þá bók
út aftur ef nægur fjöldi kaupenda Iætur
skrá sig á skrifstofu félagsins, Þingholts-
stræti 30, sími 21177.
Hafðu samband
við trúnaðarmann
Trúnaðarmennirnir
svara spurningum þínum
varðandi kjarasamninga,
lög og reglur
Hafðu samband
við trúnaðarmanninn
HJÚKRUNARFÉLAG
ÍSLANDS
HJÚKRUN Vw - 59. árgangur 35