Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 18
Fráfarandi trúnaðarráð HFÍ
Frá vinstri: María Ragnarsdóttir, Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Ástríður K. Tynes, Aðalbjörg
Bjarnadóttir, Guðrún Karlsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Ásdís Geirsdóttir.
Námskeið trúnaðarmanna
Námskeið trúnaðarmanna HFÍ var
haidið í fundarsal BSRB 24. og 25.
mars 1983. Mættir voru 60 trúnaðar-
menn víðs vegar af landinu. Ástríður
Tynes formaður trúnaðarráðs setti
fundinn og bauð fundarmenn vel-
komna.
Sigþrúður Ingimundardóttir formaður
HFÍ flutti erindi um sögu hjúkrunar og
hjúkrunarfélagsins á íslandi og réttindi
og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í heil-
brigðisþjónustu.
Hún lagði áherslu á markmið félagsins
sem er að bæta heilbrigðisþjónustuna
og menntun hjúkrunarfræðinga, standa
vörð um kaup og kjör, hagsmuni félags-
manna, sömuleiðis að stuðla að virð-
ingu stéttarinnar og glæða félagsanda.
Svanhildur Halldórsdóttir félagsmála-
fulltrúi BSRB sagði því næst frá upphafi
og tildrögum að stofnun bandalagsins
og staldraði við á helstu tímamótum
fram til dagsins í dag.
Sigþrúður Ingimundardóttir form. HFÍ
og Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunar-
fræðingur voru formælendur um BSRB
málefni umræður og úrsögn úr banda-
laginu.
Fundurinn samþykkti að skora á full-
trúafund að beita sér fyrir því að fram
fari allsherjaratkvæðagreiðsla um þetta
mál.
Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB
kynnti aðalkjarasamninginn og breyt-
ingar sem á honum voru gerðar. Síð-
an fræddi hann fundarmenn um vísi-
tölu.
Guðrún Thorstensen og Ásdís Geirs-
dóttir hjúkrunarfræðingar sem sæti eiga
í kjaramálanefnd kynntu sérkjarasamn-
inga HFÍ.
Ástríður Tynes form. trúnaðarráðs og
Jón Karlsson form. Reykjavíkurdeildar
HFI kynntu uppbyggingu trúnaðar-
mannakerfisins í samræmi við ný lög
HFÍ.
Einar Kr. ísfeld frá Tryggingastofnun
ríkisins fræddi þáttfakendur um Lífeyr-
issjóð hjúrkunárkvenna ásamt Sigþrúði
Ingimundardóttur formanni.
Pátttakendur voru hvattir til þess að
fylgjast náið með öllum breytingum á
lögum um lífeyrissjóði og halda fast um
sinn sjóð.
Fundarstjóri var Guðrún Karlsdóttir.
Að fundi loknum þáðu þátttakendur,
ræðumenn og gestir veitingar í boði
HFÍ.
Samtök um sýkingavarnir
á sjúkrahúsum
í marsmánuði síðastliðnum voru stofn-
uð Samtök um sýkingavarnir á sjúkra-
húsum. í lögum þessara nýstofnuðu
samtaka segir um tilgang þeirra að þau
séu stofnuð til að efla sýkingavarnir og
hindra sýkingar á sjúkrahúsum. Með
þeim hætti er ætlunin að draga úr óþæg-
indum sjúklinga vegna sýkinga, að
stytta meðallegutíma sjúklinga á sjúkra-
húsum og minnka vinnutap vegna
sjúkrahúsvistunar.
Takmarki sínu hyggjast samtökin ná
meö því að:
1. Halda uppi fræðslu um fræðileg- og
tæknilega atriði sýkingavarna og
gildi þeirra fyrir heilbrigðisþjónust-
una almennt.
2. Meö því að efla menntun heilbrigð-
isstétta, bæði grunnmenntun og sí-
menntun varðandi sýkingavarnir.
3. Með því að stuðla að rannsóknum á
spítalasýkingum.
4. Vinna að því að viðurstöður rann-
sókna verði birtar og fræðslufundir
um þessi efni á Norðurlöndum og
víðar verði sóttir af einhverjum fé-
lagsmanna.
Stofnfélagar voru 39, úr hinum ýmsu
starfsstéttum sjúkrahúsa.
I stjórn voru kosnir:
Arinbjörn Kolbeinsson læknir Land-
spítala, formaður.
Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunar-
fræðingur Landakoti, ritari.
Ása St. Atladóttir hjúkrunarfræðingur
Borgarspítala, gjaldkeri.
Sigurður B. Þorsteinsson læknir Land-
spítala, meðstjórnandi.
Inga Teitsdóttir hjúkrunarfræðingur
Landspítala, meðstjórnandi.
Endurskoðendur:
Kristján Linnet lyfjafræðingur Borgar-
spítala og Sigríður Antonsdóttir hjúkr-
unarfræðingur Landspítala.
Árgjaldið var ákveðið 100.- kr.
Á hinum Norðurlöndunum hafa um
nokkurt skeið verið starfandi sambæri-
leg samtök. Hjá þeim öllum er miðað
við að haldinn sé a. m. k. einn stór
fræðslufundur á ári.
I októbermánuði næstkomandi er ætl-
unin að stofna Norðurlandasamtök um
sýkingavarnir á sjúkrahúsum, sem hin
íslensku samtök munu eiga aðild að.
Slíkt Norðurlandasamstarf á vettvangi
sýkingavarna er talið muni verða okkur
hér á íslandi til mikillar hvatningar.
16 HJÚKRUN a/w - 59. árgangur