Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 21
Kjörstjórn viö talningu atkvæöa, miövikudaginn 15. júni 1983, á skrifstofu Hjúkrunarfélags islands. Frá vinstri: Steinunn Einarsdóttir hjúkrunarfræöingur, Anna S. Stefánsdóttirhjúkrunarfræöingur, Ólafur Guömundsson yfiriögregiuþjónn, Sigríöur Skúladóttir hjúkr- unarfræöingur. Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Úrsögn HFÍ úrBSRBfelld í allsherjaratkvæðagreiðslu Allsherjaratkvæðagreiðsla um úrsögn Hjúkrunarfé- lags íslands úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja fór fram dagana 8. og 9. júní 1983. Atkvæði voru talin á skrifstofu félagsins 15. júní sl. Á kjörskrá voru 1348, það er starfandi hjúkrunarfræð- ingar í 33% starfi eða meira miðað við kjördag. Var þetta samkvæmt lögum BSRB. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að 54,8% vildu áframhaldandi aðild að BSRB, en 44,1% vildu að Hjúkrunarfélag íslands segði sig úr bandalaginu. At- kvæði greiddu 810, eða 60%. Með úrsögn voru 358 en 444 á móti. Auðir seðlar og ógildir voru 9. Á fulltrúafundi 1981 var samþykkt að kjósa 5 manna nefnd til að kanna möguleika á úrsögn HFÍ úr BSRB. Hefur þetta mál verið til umfjöllunar í félaginu síðan, en á fulltrúafundi í vor var ákveðið aö hafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um það meðal starfandi félags- manna. Hjúkrunarfélag íslands verður því áfram í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Kvennabrekka - vetrarleiga Sumarhús HFÍ, Kvennabrekka í Mosfellssveit verður til leigu frá 1. október 1983 til 1. maí 1984. Upplýs- ingar á skrifstofu HFÍ, sími 21177 og 15316. Ógreidd félagsgjöld frá árinu 1982 [ nóvember 1982 voru sendir út gíróreikningar fyrir félagsgjöldum hjúkrunarfræðinga erlendis og þeirra sem ekki voru starfandi. Um áramót voru enn útistandandi kr. 110.850.00. í lok apríl kemur í Ijós að enn eiga 170 félagar eftir að gera skil á félagsgjöldum sínum frá fyrra ári. Eru þeir vinsamlegast beðnir að senda greiðsluna sem fyrst, til skrifstofu félagsins, eða á póstgíróreikn- ing nr. 21170-2. Lágmarksfélagsgjald fyrir árið 1982 var kr. 500.00 og hækkaði í kr. 550.00 1. janúar 1983. Fyrirlestrar og hópniðurstöður frá ráðstefnu Reykjavíkurdeildar Gefinn hefur verið út fjölritaður bæklingur með efni frá ráðstefnu deildarinnar í mars sl. um fag og félags- lega stöðu hjúkrunarfræðinga í HFÍ. Bæklingurinn fæst á skrifstofu félagsins og hjá for- manni deildarinnar. Verð kr. 80.00 Stjórn Reykjavíkurdeildar HFÍ

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.