Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Page 54
Atvinna SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIN GAR Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og í fastar stöður á hand- og lyflæknissvið og á langlegudeild S.h.S. Ljósheimum. Á sjúkrahúsinu eru 30 rúm sem skiptast í hand- og lyflæknissvið, vinna hjúkrunarfræðingar til skiptis á þessum sviðum. Á öldrunardeild S.h.S. eru 26 rúm fyrir langlegu. Þar eru hjúkrunarfræðingar á bakvöktum á næturvöktum. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga á geðsvið við Sogn. Á Sogni er 7 rúma deild fyrir geð- sjúklinga sem eni dæmdir ósakhæfir. Þar eru hjúkrunarfræðingar á bakvöktum á nóttunni og um helgar. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunaforstjóri í síma 482 1300 k..VT1 HÉRAÐSSJÚKRAHÚSIÐ BLÖNDUÓSI Laus er staða lijúkrunarfræðings og einnig óskum við eftir hjúkrunar- fræðing með ljósmæðramenntun. Tókum nýlega í notkun nýja aðstöðu fyrir fæðingar með góðum tækjabúnaði. Á sjúkrahúsinu er blönduð deild, öldrunardeild auk fæðingardeildar og störfum við í tengslum við heilsugæslustöð. Ilafið samband og leitið frekari upplýsinga, og uin hvað í boði er. Hjúkrunarforstjóri Sveinfríður Sigurpálsdóttir sími 452 4206 Christiane Reiman verðlaunin veitt Þeir sem hlutu æðstu aðþjóðlegu hjúkrunarverðlaunin að þessu sinni, kennd við Christiane Reimann, voru hjúkrunarfræðingarnir Mo-Im Kiin frá Kóreu og Hildegard Peplau frá Bandaríkjunum. Stjórn International Council of Nurses (ICN) valdi þær vegna þess sem þær hafa lagt af mörkum í þágu hjúkrunar, bæði í sínum heimalöndum og um allan heim. Þeim verða veitt Christiane Reimann verðlaunin á ráðstefnu ICN í Vancouver í júní nk. Þær sem hafa hlotið verðlaunin fram að þessu eru: Virginia Henderson frá Bandaríkjunum, 1985, lafði Nita Barrow frá Barbados, 1989, og lafði Sheila Quhin frá Bretlandi, 1993. Hildegard Peplau hlýtur viðurkenn- ingu fyrir byltingar- kennd störf að mótun tengsla milli sjúklings og hjúkrunarfræðings. í bók sinni Interpersonal Relations in Nursing lagði hún grunninn að sérsviðinu geðhjúkrun og að það væri aðgreint frá lyfjagjafar- geðlækningameðferð. Síðan hefur þessi persónulega aðferð verið samþykkt og tekin upp bæði í starfi og námi. Hildegard Peplau hefur komið á margs konar nýjungum í framhaldsnámi og hjúkrunarrannsóknum í gegnum störf sín í pólitískum nefndum og sem kennari við Columbia University 's Teachers College og við Rutgers University, einnig sem gestakennari við háskóla í Afríku, Suður- Ameríku, Evrópu og víða um Banda- ríkin. Frumkvæði hennar hefur hvatt marga hjúkrunarfræðinga til framhalds- náms. Hún hefur verið í margvíslegum forystuhlutverkum hjúkrunar f heima- landi sínu og starfað sem ráðgjafi hjá WHO. Hún var í stjórn ICN tvö kjör- tímabil. Hún hefur hlotið heiðursnafnbót frá átta háskólum og var tilnefnd sem einn af „50 mikilsmetnum Bandaríkja- rnönnun" í Who's Who, eftir Marquis, 1995. Hildegard Peplau er nú „professor emeritus" við Rutgersháskólann í New Jersey þar sem hún hefur átt þátt í uppbyggingu geðhjúkrunarsviðsins frá árinu 1954. Mo-Im Kim hlýtur viður- kenningu fyrir margvísleg störf sem lúta að því að bæta heilsu og auka mikil- vægi hjúkrunar í heimalandi sínu og um heim allan. Sem þingmaður hefur Mo-Im Kim haft mikil áhrif á heilbrigðis- og félagskerfi Kóreu þar sem hún kom m.a. á kerfi heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga um allt landið. Samkvæmt þessu kerfi er grunnþörfum heilsugæslu sinnt í strjálbýli, kerfið er liður í heildaruppbyggingu samfélags- þjónustu og nýtist sem forskrift fyrir þróunarlönd. Fyrir hennar áeggjan og undir hennar stjórn er verið að koma á heima- þjónustu í tengslum við sjúkrahús og er þessari þjónustu stýrt af sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum. Hún var upphafsmaður að fjarnámi í Kóreu sem gerði hjúkrunarfræðingum kleift að öðlast BS gráðu og eftir að hún varð ráðgjafi hjá WHO hefur hún styrk hjúkrunarrannsóknir með því að koma á samtengdu kerfi hjúkrunarrannsókna í Asíu, „Asian Nursing Research Network" og einnig stýrir hún „Global Network of WHO Collaborating Centres of Nursing and Midwifery“. Henni hefur hlotnast sá heiður að vera tekin í „John Hopkins Society of Scholars“ og WH0 veitti henni hin þekktu verðlaun „Sasakawa Health Prize“. Hún hefur m.a. verið forseti hjúkrunarfélagsins í Kóreu og ICN og er nú sérfræðiráðgjafi hjá WHO. Jafnframt er hún meðlimur í „Kenya Child Welfare Society“ og hún hefur verið í forsvari fyrir ýmsar stofnanir í heimalandi sínu. Hún er nú rektor og kennari við Yonsei University's Graduate School of Health Science and Management. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.