Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 54
Atvinna SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIN GAR Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og í fastar stöður á hand- og lyflæknissvið og á langlegudeild S.h.S. Ljósheimum. Á sjúkrahúsinu eru 30 rúm sem skiptast í hand- og lyflæknissvið, vinna hjúkrunarfræðingar til skiptis á þessum sviðum. Á öldrunardeild S.h.S. eru 26 rúm fyrir langlegu. Þar eru hjúkrunarfræðingar á bakvöktum á næturvöktum. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga á geðsvið við Sogn. Á Sogni er 7 rúma deild fyrir geð- sjúklinga sem eni dæmdir ósakhæfir. Þar eru hjúkrunarfræðingar á bakvöktum á nóttunni og um helgar. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunaforstjóri í síma 482 1300 k..VT1 HÉRAÐSSJÚKRAHÚSIÐ BLÖNDUÓSI Laus er staða lijúkrunarfræðings og einnig óskum við eftir hjúkrunar- fræðing með ljósmæðramenntun. Tókum nýlega í notkun nýja aðstöðu fyrir fæðingar með góðum tækjabúnaði. Á sjúkrahúsinu er blönduð deild, öldrunardeild auk fæðingardeildar og störfum við í tengslum við heilsugæslustöð. Ilafið samband og leitið frekari upplýsinga, og uin hvað í boði er. Hjúkrunarforstjóri Sveinfríður Sigurpálsdóttir sími 452 4206 Christiane Reiman verðlaunin veitt Þeir sem hlutu æðstu aðþjóðlegu hjúkrunarverðlaunin að þessu sinni, kennd við Christiane Reimann, voru hjúkrunarfræðingarnir Mo-Im Kiin frá Kóreu og Hildegard Peplau frá Bandaríkjunum. Stjórn International Council of Nurses (ICN) valdi þær vegna þess sem þær hafa lagt af mörkum í þágu hjúkrunar, bæði í sínum heimalöndum og um allan heim. Þeim verða veitt Christiane Reimann verðlaunin á ráðstefnu ICN í Vancouver í júní nk. Þær sem hafa hlotið verðlaunin fram að þessu eru: Virginia Henderson frá Bandaríkjunum, 1985, lafði Nita Barrow frá Barbados, 1989, og lafði Sheila Quhin frá Bretlandi, 1993. Hildegard Peplau hlýtur viðurkenn- ingu fyrir byltingar- kennd störf að mótun tengsla milli sjúklings og hjúkrunarfræðings. í bók sinni Interpersonal Relations in Nursing lagði hún grunninn að sérsviðinu geðhjúkrun og að það væri aðgreint frá lyfjagjafar- geðlækningameðferð. Síðan hefur þessi persónulega aðferð verið samþykkt og tekin upp bæði í starfi og námi. Hildegard Peplau hefur komið á margs konar nýjungum í framhaldsnámi og hjúkrunarrannsóknum í gegnum störf sín í pólitískum nefndum og sem kennari við Columbia University 's Teachers College og við Rutgers University, einnig sem gestakennari við háskóla í Afríku, Suður- Ameríku, Evrópu og víða um Banda- ríkin. Frumkvæði hennar hefur hvatt marga hjúkrunarfræðinga til framhalds- náms. Hún hefur verið í margvíslegum forystuhlutverkum hjúkrunar f heima- landi sínu og starfað sem ráðgjafi hjá WHO. Hún var í stjórn ICN tvö kjör- tímabil. Hún hefur hlotið heiðursnafnbót frá átta háskólum og var tilnefnd sem einn af „50 mikilsmetnum Bandaríkja- rnönnun" í Who's Who, eftir Marquis, 1995. Hildegard Peplau er nú „professor emeritus" við Rutgersháskólann í New Jersey þar sem hún hefur átt þátt í uppbyggingu geðhjúkrunarsviðsins frá árinu 1954. Mo-Im Kim hlýtur viður- kenningu fyrir margvísleg störf sem lúta að því að bæta heilsu og auka mikil- vægi hjúkrunar í heimalandi sínu og um heim allan. Sem þingmaður hefur Mo-Im Kim haft mikil áhrif á heilbrigðis- og félagskerfi Kóreu þar sem hún kom m.a. á kerfi heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga um allt landið. Samkvæmt þessu kerfi er grunnþörfum heilsugæslu sinnt í strjálbýli, kerfið er liður í heildaruppbyggingu samfélags- þjónustu og nýtist sem forskrift fyrir þróunarlönd. Fyrir hennar áeggjan og undir hennar stjórn er verið að koma á heima- þjónustu í tengslum við sjúkrahús og er þessari þjónustu stýrt af sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum. Hún var upphafsmaður að fjarnámi í Kóreu sem gerði hjúkrunarfræðingum kleift að öðlast BS gráðu og eftir að hún varð ráðgjafi hjá WHO hefur hún styrk hjúkrunarrannsóknir með því að koma á samtengdu kerfi hjúkrunarrannsókna í Asíu, „Asian Nursing Research Network" og einnig stýrir hún „Global Network of WHO Collaborating Centres of Nursing and Midwifery“. Henni hefur hlotnast sá heiður að vera tekin í „John Hopkins Society of Scholars“ og WH0 veitti henni hin þekktu verðlaun „Sasakawa Health Prize“. Hún hefur m.a. verið forseti hjúkrunarfélagsins í Kóreu og ICN og er nú sérfræðiráðgjafi hjá WHO. Jafnframt er hún meðlimur í „Kenya Child Welfare Society“ og hún hefur verið í forsvari fyrir ýmsar stofnanir í heimalandi sínu. Hún er nú rektor og kennari við Yonsei University's Graduate School of Health Science and Management. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.