Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 20
má benda á að rannsóknir á afstöðu sjúklinga til þess hvað skipti mestu máli í góðri hjúkrun hafa leitt í ljós að þeim finnst mikilvægast að hjúkrunarfræðingurinn geti stuðlað að al- mennri líkamlegri vellíðan (Björk, 1995). I rannsókn þeirra Gyðu Baldursdóttur og Helgu Jónsdóttur (2002) kom fram að sjúklingar lögðu megináherslu á þekkingu og færni hjúkrunar- fræðingsins við ákveðin verkefni en minni á andlega umönnun. A liðnum áratug urðu umræður um gildi þess og afleiðingar fyr- ir skjólstæðinga að hjúkrunarstarfið væri skilgreint með hliðsjón af andlegri líðan sjúklinga og viðbrögðum þeirra, oft sálfélagsleg- um, við veikindum. Bent hefur verið á að einkalíf fólks er gert að viðfangsefni hjúkrunar (May, 1992; 1995). Gagnrýnendur hafa m.a. haldið því fram að verið sé að sjúkdómsgera eða vandamálagera þætti í fari og lífi fólks sem það telur hluta af einkalífi sínu. Þær samræður, sem hinn nýi skilningur á hjúkr- unarstarfinu felur í sér, eru einkasamræður, líkt og samræður vina. Því á hann illa við þar sem hjúkrun fer fram sem hópstarf og opinbert starf þar sem allt starfsfólk, t.d. deildar, hefur að- gang að skráningu. Jafnframt er hætta á að þessi útvíkkun á skilningi okkar á hjúkrunarstarfinu við nútímaaðstæður muni leiða til þess að farið verði að stýra einkalífi fólks, greina á milli heilbrigðra og eðlilegra viðbragða og gera áætlanir sem miða að því að steypa alla í sama mót skynsamlegrar, yfirvcgaðrar hegð- unar sem ávallt leitast við að hámarka heilbrigði og vellíðan. starfinu og það var í æ ríkari mæli skilgreint sem samskiptastarf og viðfangsefni hjúkrunar skil- greint með hliðsjón af sálfélagslegum þáttum. Að mínu mati hefur þessi stefna marga kosti. Með henni er leitast við að efla hinn siðfræðilega þátt hjúkrunarstarfsins sem verður stöðugt mikil- vægari í tæknivæddri heilbrigðisþjónustu þar sem krafan um afköst og hagræðingu virðist algjör. Eg tel þó einnig að við verðum að huga vel að þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á þessa stefnu og rakin var hér að ofan. Ég tók þessa gagnrýni upp hér því ég tel hana mikilvæga og að það sé verkefni okkar á næstu árum að svara henni. Við þurfum að skoða hugmyndir um hjúkrunarstarfið sem samskiptastarf sem byggir á heildrænum skilningi á einstaklingnum á gagnrýninn hátt og velta fyrir okkur að hve miklu leyti sé rétt að miða hjúkrun við persónu sjúklinga, reynslu þeirra og lífsafstöðu. Sérstaklega tel ég mikilvægt að velta fyrir sér að hve miklu marki nútíma heilbrigðis- þjónusta, sem einkennist af hámarkshagkvæmni, æ styttri legutíma og stóraukinni tæknivæðingu, gefur kost á slíkum skilningi á hjúkrun. Samantekt og niðurstöður I þessari grein hef ég rakið hvernig hugmyndafræði hjúkrunar- starfsins mótaðist af ólíkum atburðum og hugmyndum frá því á nítjándu öld. Ég benti á að fyrir áhrif þess fordæmis, sem finna má í störfum hjúkrunarsystra, sköpuðust forsendur þess að hjúkrun varð að virðingarverðri starfsgrein kvenna af miðstétt og heldri stéttum. Hins vegar voru starfinu settar ýmsar skorð- ur, t.d. um framkomu hjúkrunarnema og -kvenna þar sem á- hersla var lögð á hlédrægni, lítillæti og hlýðni. I kjölfar þess að farið var að beita nýjum stjórnunaraðferðum úr iðnaðarstarf- semi við stjórnun sjúkrahúsa og samfara nýjum aðferðum í læknisfræðilegri meðferð, s.s. uppgötvun sýklalyfja breyttust starfsskilyrði í hjúkrun og það leiddi til kreppu í greininni. Margar hefðbundnar starfsaðferðir í hjúkrun voru úreltar og þörf var endurskoðunar á skilningi á inntaki starfsins. Það var til þessara atburða sem upphaf heildrænnar hjúkrunar var rak- ið. Heildræn hjúkrun var jafnframt andsvar hjúkrunarfræðinn- ar við þeirri ofuráherslu á hlutlægni í anda raunhyggjunnar sem einkenndi síðari hluta tuttugustu aldar. Hin heildræna hugmyndafræði leiddi til umfangsmikilla fræði- legra skrifa innan hjúkrunar þar sem lögð var áhersla á að taka mið af reynslu sjúklinga og þeirri merkingu sem þeir leggja í að- stæður sínar. I kjölfarið urði samskipti lykilþáttur í hjúkrunar- Loks hvet ég til þess að við verðum ekki of upp- tekin af tilfinningum og vanrækjum hinn sígilda skilning á hjúkrunarstarfinu sem Henderson (1976) lagði út af. Fólk þarfnast hjúkrunar af fjöl- mörgum ástæðum, en ein sú mikilvægasta er að það þarf aðstoð við ýmislegt sem það myndi sjálft gera hefði það til þess vilja, þrótt og þekkingu. Heimildir: Allen, D. (1995). Hermeneuties: Philosophical traditions and nursing practice research. Nursing Science Quarterley, 8(4), 174-182. Armstrong, D. (1983). The fabrication of the nurse-patient relation- ship. Social Sciencesand Medicine, /7(8), 457-460. Ashley, J. A. (1976). Hospitals, paternalism and the role ofthe nurse. New York: Teachers College Press. Baly, M. (1997). Florence Nightingale and the nursing leagacy (2. utgáfa). London: Whurr. Benner, P. (1984). From novice to expert: Excellence and powerin clinical nursing practice. Menlo Park: Addison-Wesley. Benner, P., og Wrubel, J. (1989). Theprimacyof caring:Stress and coping in health and illness. Menlo Park: Addison-Wesley. Bevis, E. 0., og Watson, J. (1989). Toward a caring curriculum:A new pedagogy for nursing. New York: National League for Nursing Press. Björk, T. (1995). Neglected conflicts in the discipline of nursing. Perceptions of the importance and value of practical skills. Jour- nal ofAdvanced Nursing, 22, 6-12. Boykin, A. (1994). 'Creating a caring environment for nursing edu- cation'. í A. Boykin (ritstjóri), Livingacaring-basedprogram (bls. 11-26). New York: National League for Nursing Press. Carper, B. A. (1978). Fundamental patterns of knowing in nursing. Advances in Nursing Science, 1(1), 13-23. Davies, C. (1995). Gender and the professional predicament in nursing. Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.