Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 7
RITSTJÓ RASPJ ALL Valgeröur Katrín Jónsdóttir Viðbrögð við nýju útliti Tímarits hjúkrunarfræð- inga hafa verið mjög góð og hafa margir hjúkrun- arfræðingar haft samband og lýst ánægju með efni og útlit síðasta tölublaðs. hað er mjög á- nægjulegt fyrir ritstjóra og ritnefnd, margir hafa sagt að þeir hafi lesið blaðið spjaldanna á milli og því hvatning að halda áfram á sömu braut, sem markast af ritstjórnarstefnu tímaritsins sem birt- ist í þessu tölublaði. Eins og þar segir er ætiunin að sameina í einu tímariti fræðigreinar og annað efni sem hefur upplýsingagildi og skírskotun til hjúkrunarfræðinga sem fagstéttar, svo sem ýmis- legt varðandi félags- og réttindamál og heilbrigð- ismál. Þó eru eðliiega ekki aliir á sama máli, sum- ir vilja fleiri fræðigreinar, aðrir enn færri eins og gengur. Meðal stéttarinnar eru margir góðir penn- ar og ég hvet ykkur til að senda inn efni, einkum hvað varðar umræðu um þau máiefni sem efst eru á baugi innan heilbrigðisþjónustunnar og leggja orð í belg, segja frá nýjungum í starfi sem aðrir geta nýtt sér, athyglisverðum greinum og bókum. Tímaritið er prentað á vistvænan pappír sem ekki eingöngu eyðist í náttúrunni heldur hefur jafn- framt góð áhrif á jarðveginn og ganga hjúkrunar- fræðingar þar fram með góðu fordæmi. í þessu tölublaði birtist fyrsta ritrýnda greinin á árinu, hugmyndafræðilegar stefnur í hjúkrun eft- ir Kristínu Björnsdóttur og grein um notkun tón- listar við hjúkrun eftir þær Olöfu Kristjánsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur. Þá er að finna kynn- ingu á störfum hjúkrunarfræðinga á hjartadeild- um og tengjast nokkrir pistlar þeirri sérgrein hjúkrunar, hvernig hjúkrunarfræðingar sjá fyrir sér að hægt sé að ná fram markmiðum heilbrigð- isáætlunar til að draga úr hjartaáföllum, og Astrós Sverrisdóttir fræðslufulltrúi Hjartaverndar skrifar forvarnapistil. í síðasta tölublaði sagði Sigþrúður Ingimundar- dóttir frá reynslu sinni af því að greinast með brjóstakrabba. I þessu tölublaði höldum við áfram að fjalla um erfiðleika sem hjúkrunarfræðingar geta lent í eins og aðrir. Fríða Froppé ritar grein um vímuefnavanda kvenna og tekur viðtöl við tvo hjúkrunarfræðinga sem hafa misnotað lyf og á- fengi. Fram kemur að konur eru oft veikari en karlar er þær leita aðstoðar og þeir sem vinna innan heilbrigðiskerfisins eiga oft enn erfið- ara með að leita aðstoðar en aðrir. Valgeröur Katrín Hjúkrunarfræðingar vinna um heim allan og Jónsdóttir pistillinn frá útlöndum hefur opnað glugga út í heim. I þessu tölublaði fáum við fréttir af Kolbrúnu Krist- jánsdóttur sem vinnur á sjúkrahúsi í Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum. Mikill viðbúnaður hefur verið þar að undan- förnu vegna bráða lungnabólgu eftir að fréttist af nokkrum til- fellum í Kuwait og m.a. opnuð ný einangrunardeild með 7 rúmum. Þar sem annars staðar hefur verið fylgst með stríðinu í írak í beinni útsendingu sjónvarps- og útvarpsstöðva og þeim umbrotum sem eiga sér stað þar þessa dagana þvf í Abu Dhabi; vinna m.a. írakar sem hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum heima fyrir. Ymislegt annað efni er í þessu tölublaði, m.a. við- tal við Herdísi Sveinsdóttir formann sem fer nú til annarra starfa og þakka ég henni samstarfið og óska góðs gengis í fram- tíðinni. Valgerður Katrín Jónsdóttir valgerdur@hjukrun.is BEDCO k MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10* sími 565 1000 • bedco@bedco.is Veita sárinu hreinsimeðferð í allt að 24 klst. Henta m.a. vel á; • gömul/ ný sár • fótasár • sýkt sár • dauðan vef • fibrin í sári • brunasár Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.