Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 7
RITSTJÓ RASPJ ALL Valgeröur Katrín Jónsdóttir Viðbrögð við nýju útliti Tímarits hjúkrunarfræð- inga hafa verið mjög góð og hafa margir hjúkrun- arfræðingar haft samband og lýst ánægju með efni og útlit síðasta tölublaðs. hað er mjög á- nægjulegt fyrir ritstjóra og ritnefnd, margir hafa sagt að þeir hafi lesið blaðið spjaldanna á milli og því hvatning að halda áfram á sömu braut, sem markast af ritstjórnarstefnu tímaritsins sem birt- ist í þessu tölublaði. Eins og þar segir er ætiunin að sameina í einu tímariti fræðigreinar og annað efni sem hefur upplýsingagildi og skírskotun til hjúkrunarfræðinga sem fagstéttar, svo sem ýmis- legt varðandi félags- og réttindamál og heilbrigð- ismál. Þó eru eðliiega ekki aliir á sama máli, sum- ir vilja fleiri fræðigreinar, aðrir enn færri eins og gengur. Meðal stéttarinnar eru margir góðir penn- ar og ég hvet ykkur til að senda inn efni, einkum hvað varðar umræðu um þau máiefni sem efst eru á baugi innan heilbrigðisþjónustunnar og leggja orð í belg, segja frá nýjungum í starfi sem aðrir geta nýtt sér, athyglisverðum greinum og bókum. Tímaritið er prentað á vistvænan pappír sem ekki eingöngu eyðist í náttúrunni heldur hefur jafn- framt góð áhrif á jarðveginn og ganga hjúkrunar- fræðingar þar fram með góðu fordæmi. í þessu tölublaði birtist fyrsta ritrýnda greinin á árinu, hugmyndafræðilegar stefnur í hjúkrun eft- ir Kristínu Björnsdóttur og grein um notkun tón- listar við hjúkrun eftir þær Olöfu Kristjánsdóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur. Þá er að finna kynn- ingu á störfum hjúkrunarfræðinga á hjartadeild- um og tengjast nokkrir pistlar þeirri sérgrein hjúkrunar, hvernig hjúkrunarfræðingar sjá fyrir sér að hægt sé að ná fram markmiðum heilbrigð- isáætlunar til að draga úr hjartaáföllum, og Astrós Sverrisdóttir fræðslufulltrúi Hjartaverndar skrifar forvarnapistil. í síðasta tölublaði sagði Sigþrúður Ingimundar- dóttir frá reynslu sinni af því að greinast með brjóstakrabba. I þessu tölublaði höldum við áfram að fjalla um erfiðleika sem hjúkrunarfræðingar geta lent í eins og aðrir. Fríða Froppé ritar grein um vímuefnavanda kvenna og tekur viðtöl við tvo hjúkrunarfræðinga sem hafa misnotað lyf og á- fengi. Fram kemur að konur eru oft veikari en karlar er þær leita aðstoðar og þeir sem vinna innan heilbrigðiskerfisins eiga oft enn erfið- ara með að leita aðstoðar en aðrir. Valgeröur Katrín Hjúkrunarfræðingar vinna um heim allan og Jónsdóttir pistillinn frá útlöndum hefur opnað glugga út í heim. I þessu tölublaði fáum við fréttir af Kolbrúnu Krist- jánsdóttur sem vinnur á sjúkrahúsi í Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum. Mikill viðbúnaður hefur verið þar að undan- förnu vegna bráða lungnabólgu eftir að fréttist af nokkrum til- fellum í Kuwait og m.a. opnuð ný einangrunardeild með 7 rúmum. Þar sem annars staðar hefur verið fylgst með stríðinu í írak í beinni útsendingu sjónvarps- og útvarpsstöðva og þeim umbrotum sem eiga sér stað þar þessa dagana þvf í Abu Dhabi; vinna m.a. írakar sem hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum heima fyrir. Ymislegt annað efni er í þessu tölublaði, m.a. við- tal við Herdísi Sveinsdóttir formann sem fer nú til annarra starfa og þakka ég henni samstarfið og óska góðs gengis í fram- tíðinni. Valgerður Katrín Jónsdóttir valgerdur@hjukrun.is BEDCO k MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10* sími 565 1000 • bedco@bedco.is Veita sárinu hreinsimeðferð í allt að 24 klst. Henta m.a. vel á; • gömul/ ný sár • fótasár • sýkt sár • dauðan vef • fibrin í sári • brunasár Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.